Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5 Kristín Svavarsdóttir, Menja von Schmalensee, Ása L. Aradóttir, Anne Bau og Róbert A. Stefánsson Áhrif sláttar og eitrunar á lúpínubreiður og gróðurfar Ritrýnd grein Inngangur Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er upprunnin í Norður-Ameríku.1 Hún var sennilega fyrst flutt til Íslands sem garðplanta árið 1895 en var flutt inn til landgræðslu um miðja síðustu öld.2,3 Eftir að fræframleiðsla hófst hérlendis um 19904 hefur lúpína verið mikið notuð í landgræðslu og skógrækt. Tegundin hefur náð mikilli útbreiðslu og finnst í öllum landshlutum en sér í lagi á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil. Hana má þó einnig finna upp til fjalla og á hálendinu.5,6 Þar sem lúpína er bæði hávaxin og niturbindandi hefur hún talsvert forskot á meirihluta innlendra tegunda og myndar gjarnan stórar, þéttar breiður, þar sem flestar aðrar tegundir eiga erfitt uppdráttar.2 Á síðari árum hefur hún verið flokkuð sem ágeng tegund í íslenskum vistkerfum.5,7–9 Alaskalúpína telst núorðið einnig ágeng í Svíþjóð og Noregi og mögulega ágeng í Finnlandi.8 Með niturbindingu breytir lúpína efnasamsetningu jarðvegs og tilheyrir þar með þeim flokki ágengra plantna sem taldar eru valda hvað mestum umhverfisvanda á heimsvísu.10–12 Ólíklegt er að hægt sé að endur- heimta fyrra gróðurfar þar sem slíkar plöntur hafa farið yfir gróið land,2,10,11 þær geta gjörbreytt gróðurframvindu á lítt grónum svæðum13 og meðal annars hindrað framvindu í átt að náttúrulegu skóg- og kjarrlendi.12,14 Útbreiðsla alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár og sækir hún í vaxandi mæli inn í gróið land. Vegna þessa er lúpínan flokkuð sem ágeng tegund og hafa nokkur sveitarfélög ráðist í að eyða henni eða hamla útbreiðslu hennar. Samhliða skipulegum slætti lúpínu í Stykkishólmsbæ var lögð þar út tilraun árið 2010 með það að markmiði að bera saman árangur af árlegum slætti og plöntueitri. Tilraunin var gerð í rofnu mólendi sem lúpína hafði lagt undir sig. Tilraunameðferðir voru þrjár, lúpína slegin, eitrað fyrir henni eða látin ómeðhöndluð í 100 m2 stórum reitum, fimm fyrir hverja meðferð. Árlega var lúpína slegin eða eitrað fyrir henni, og gróður mældur 2011 og 2015, einu og fimm árum eftir fyrstu aðgerðir. Árið 2011 hafði lúpína gefið verulega eftir í meðhöndluðum reitum og 2015 var þekja hennar og þéttleiki blómstrandi plantna marktækt minni en í ómeðhöndluðum reitum. Tegundaauðgi jókst marktækt í meðhöndluðum reitum milli mælinga og var árið 2015 meiri í þeim en ómeðhöndluðum reitum. Tegundasamsetning í slegnum og eitruðum reitum breyttist mikið á tímabilinu í samanburði við ómeðhöndlaða reiti. Árið 2015 voru flestar tegundir, mest þekja grasa og blómplantna og minnst af lúpínu í slegnum reitum en í eitruðum reitum var þriðjungur yfirborðs gróðursnauður og þekja grasa marktækt minni en í þeim slegnu. Það er langtímaverkefni að útrýma lúpínu og sýna niðurstöður þessarar tilraunar að til þess má nota bæði slátt og eitrun. Meiri gróðurþekja og fleiri plöntutegundir í slegnum reitum en eitruðum eftir fimm ára aðgerðir sýnir á hinn bóginn að slátturinn skilar betri árangri. 1. mynd. Áhrif sláttar og plöntueiturs á lúpínu og gróðurfar voru könnuð í tilraun á landgræðsluskógasvæðinu í Stykkishólmi. – The impact of cutting and herbicide on lupine and other vegetation was studied in Stykkishólmur, West Iceland. Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 5–18, 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.