Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 64
Náttúrufræðingurinn 64 Í inngangi bókarinnar Flóru Íslands eftir Stefán Stefánsson skólameistara á Akureyri, sem út kom í Kaupmannahöfn 1901, er kafli sem heitir „Skipulag plönturíkisins“ og hefst svo: Til þess að hægra sje að fá glöggt yfirlit um allan hinn ótölulega aragrúa af plöntum, sem til eru í náttúrunni, og nefnist plönturíki einu nafni, hefur þeim verið skipað í stærri og minni deildir og flokka, eptir útliti þeirra, byggingu og öllu lífseðli. Allir einstaklingar, sem í öllum aðalatriðum eru gagnlíkir hver öðrum, teljast til sömu tegundar (species). Líkum tegundum er skipað saman í kyn (genus), kynjunum í ættir (familia), ættunum í hópa (ordo), hópunum í flokka (classis) og flokkunum í fylkingar (series). Þessum aðalskipulagsdeildum má svo aptur skipta í fleiri eða færri deildir. (Bls. XXI–XXII). Sama orðafar notar Stefán í kennslubók sinni Plöntunum frá 1913. Í 2. útgáfu Flóru Íslands árið 1924 hafði hann breytt hluta málsgreinarinnar þannig: Allir einstaklingar, sem í öllum aðalatriðum eru gagnlíkir hver öðrum, teljast til sömu t e g u n d a r (species). Líkum tegundum er skipað saman í æ t t k v í s l (genus), ættkvíslunum í æ t t i r (familia), ættunum í æ t t b á l k a (ordo), bálkunum í f l o k k a (classis) og flokkunum í f y l k i n g a r (series). (Bls. XXII). Hér var semsagt búið að skipta „kyni“ í ættkvísl og „hóp“ í ættbálk. Ástæðan var líklega sú að orðið kyn hefur margar merkingar í íslensku, svo sem ,kynferði, ættfólk, gerð, undurʻ, og er jafnvel notað um tegundir og afbrigði jurta og dýra. Í dönsku og sænsku er orðið slekt (d. slægt, s. släkt) notað um þessa kerfiseiningu. Orðið hópur hefur líka alltof almenna og víðtæka merkingu til að notast í þessu samhengi. Þetta orðalag er óbreytt í 3. og síðustu útgáfu bókarinnar frá 1948, sem Ingimar Óskarsson, Ingólfur Davíðsson og Steindór Steindórsson stóðu fyrir. Bjarni Sæmundsson dýrafræðingur tók það upp í bókum sínum um Fiskana (1926), Spendýrin (1932) og Fuglana (1936). Má segja að það hafi haldist í notkun síðan, bæði í plöntu- og dýraritum. Aðeins hefur latneska fræðiorðinu series (fylking) verið breytt í divisio í plöntufræði og phylum í dýrafræði. Höfundur þessa pistils hefur aldrei verið ánægður með þessi flokkunaryrði og fór snemma að íhuga hvort ekki mætti finna hentugra orðafar á íslensku. Í fyrstu greinum um sveppi tók ég aftur upp orðið kyn fyrir genus, en gafst bráðlega upp á því, og í Sveppakverinu (1979) og Veröldinni í vatninu (1979) var hið viðtekna orðafar notað. Við vinnslu Sveppabókarinnar (2010) tók ég upp styttingarnar kvísl fyrir ættkvísl og bálk fyrir ættbálk, fyrst í samsetningum, svo sem kempukvísl og kempubálkur, sem liggur beint við, en síðan alfarið í texta bókarinnar. Þó að þessum orðum hafi þarmeð verið fengin ný merking hef ég ekki orðið var við að það hafi valdið misskilningi. Lengi var ég að velta fyrir mér hvaða orð mætti nota í stað orðsins flokkur, sem Stefán festi við fræðiorðið classis (e. class, d. og n. klasse). Það hefur mér alltaf fundist ónothæft í þessu skyni vegna þess að það er notað í miklu almennari merkingu, um nánast allar kerfis- einingar nema tegund, sem er líka mjög eðlilegt, sbr. orðin flokkun og flokkunarfræði (e. systematics), auk ýmissa merkinga í daglegu tali. Datt mér helst í hug að taka upp orðið bekkur, sem lengi hefur tíðkast sem þýðing á classis (d. klasse) í skólamáli, og varð niðurstaðan að nota það í Sveppabókinni, sbr. bls. 129. Einnig var það notað í Þörungatali mínu 2007. Í bókinni er notað orðið deild fyrir tribus, sem er flokkunarstig milli kvíslar og ættar, og mun það vera vanalegt. Lengi tíðkaðist að skipta öllum lífverum í tvö eða þrjú ríki (regnum), en nú eru þau talin að minnsta kosti fimm og allt að tíu. Jafnframt hafa fræðimenn skipt lífverum í tvö eða þrjú veldi (e. domain), sem ég vil kalla svo, en Örnólfur Thorlacius kallar „fylki“ í Líffræði sinni (2001). Það er óheppilegt vegna líkingar við flokkunaryrðið fylking. Þessum tillögum er hér varpað fram til íhugunar. Helgi Hallgrímsson Ádrepa um íslensk flokkunarorð í líffræði Helstu heimildir 1. Stefán Stefánsson, 1901. Flóra Íslands. 1. útg. Hið ísl. bókmenntafélag, Kaupmannahöfn. (Vitnað til bls. XXI–XXII). – 2. útg. Kaupmannahöfn 1924. – 3. útg. Ritstj. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Hið ísl. náttúru- fræðifélag, Akureyri 1948. 2. Helgi Hallgrímsson 2010. Sveppabókin. Handbók um íslenska sveppi og sveppafræði. Skrudda, Reykjavík. 632 s. 3. Helgi Hallgrímsson 2007. Þörungatal: Skrá yfir vatna- og landþörunga á Íslandi samkvæmt heimildum. Póst- og netfang höfundar Helgi Hallgrímsson Lagarási 2 700 Egilsstöðum hhall@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.