Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 43
43 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags allt frá því að losna við efni úr húsagrunnum á sem einfaldastan hátt yfir í landgerð undir byggingar, umferðarmannvirki og hafnar- mannvirki. Strandlengja Kópavogsbæjar hefur ekki farið varhluta af uppfyllingum og er nú svo komið að mestur hluti strandlengjunnar sem snýr að Fossvogi hefur verið fylltur upp. Lengst af var um að ræða smáar og lítt skipulegar uppfyllingar en síðar var ráðist í stórfelldar framkvæmdir utarlega á Kársnesi. Á árunum eftir 2001 voru hugmyndir um enn frekari landfyllingar út í Skerjafjörð, en í núverandi aðalskipulagi hefur verið dregið nokkuð úr þeim fyrirætlunum.6,7 Einnig hefur verið á teikniborðinu að leggja göngubrú eða brú fyrir almenningssamgöngur yfir Fossvog, frá stað vestan við suðurenda norður-suður-flugbrautar Reykjavíkurflugvallar yfir á Kársnes og tengja á þann hátt vesturbæ Kópavogs við miðbæjarsvæði Reykjavíkur.8 Samkvæmt þessum hugmyndum yrði tengingin að hluta á uppfyllingu og að hluta með brú og er brúin mislöng eftir útfærslum. Því styttri sem brúin er, þeim mun lengri þurfa uppfyllingarnar að vera, sem þar með hafa aukin áhrif á sjávarstrauma og sjóskipti inni í Fossvogi. Hugmyndirnar vöktu upp spurningar um möguleg áhrif slíkra framkvæmda á umhverfi og dýralíf svæðisins. Til að svara þeim spurningum þarf gögn og því hóf starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs að kanna lífríki á svæðinu. Hafin var regluleg vöktun fugla og einnig var gerð úttekt á botndýrum í Fossvogi. Hér verður gerð grein fyrir niðurstöðum fuglavöktunarinnar. Markmið hennar var fyrst og fremst að meta gæði mismunandi svæða í Fossvogi fyrir fuglalíf, og afla auk þess upplýsinga um helstu tegundir og svæðanotkun þeirra. Gögnin nýtast beint til að bæta upplýsingar um fuglalíf á Skerjafjarðarsvæðinu, en jafnframt sem viðmiðunargögn ef ráðist verður í frekari framkvæmdir eða annars konar breytingar á svæðinu. Í þessari samantekt eru kynntar niðurstöður þriggja ára vöktunar á fuglalífi í Fossvogi, frá vori 2008 og fram á haust 2011. Vöktunin fól í sér 44 talningar. Þá verður leitast við að setja niðurstöðurnar í samhengi við fyrirliggjandi gögn um fuglalíf og framtíðarnýtingu svæðisins. Lýsing á rannsóknarsvæðinu Fossvogur er um tveggja kílómetra langur vogur sem gengur inn úr Skerjafirði norðan Kársness. Eftir honum miðjum eru mörk sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs. Innst í voginum er Fossvogsleira, um 5,5 hektarar (ha.) að stærð, en út frá henni dýpkar vogurinn hægt og er dýpi í mynni hans um 7 metrar. Næst fjöru er botn vogsins allþéttur en síðan tekur við mjúkur leðjubotn. Vogurinn er vinsælt útivistarsvæði og eru starfræktir við hann þrír siglingaklúbbar og ylströnd, en hann er að auki vinsæll til sjósunds. Umhverfis voginn er gott kerfi göngu- og hjólastíga með töluverðri umferð. Heildarlengd strandlengju Fossvogs í landi Kópavogs er um 2,4 km. Í sunnanverðum Fossvogi hefur mestur hluti upprunalegrar strandlengju farið undir uppfyllingar, eða frá hafnarsvæðinu á Kársnesi og inn að Marbakkabraut, en auk þess hefur nesið lengst nokkuð til vesturs vegna uppfyllinga (2. mynd). Mestur hluti uppfyllinganna er klæddur brimvörn úr stórgrýti en sums staðar á eftir að ganga frá klæðningunni og þar er efni þeirra óvarið gegn sjávargangi. Einungis um 450 metra kafli frá Fossvogslæk út að Marbakkabraut er lítt röskuð fjara. Ofan fjörunnar hefur verið fyllt undir göngustíg. Fjaran á þessum kafla er að mestu þangivaxin grjót- og klapparfjara, en síðan tekur Fossvogsleiran við og teygir sig norður fyrir botn Fossvogs. Þá tekur við svæði þar sem bæði er að finna grýtta fjöru og fíngerða malarfjöru með þangvöxnum klettarönum, og nær hún allt að endimörkum talningarsvæðisins skammt innan við núverandi ylströnd og aðstöðu siglingaklúbba. Þar fyrir vestan taka svo við uppfyllingar í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Innanverður 2. mynd. Talningarsvæði í Fossvogi. Sveitarfélagamörk Reykjavíkur og Kópavogs eru dregin með línu. Loftmyndin er fengin af vefsetri Kópavogsbæjar (https://www. map.is/kopavogur/). – Overview of Foss- vogur, showing the counting areas and boundaries between Reykjavík and Kópa- vogur. Birt með leyfi Loftmynda ehf. ©Loftmyndir ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.