Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 29
29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Vatnamýs á Íslandi
Inngangur
Árið 1988 birtist pistill í Náttúru-
fræðingnum um litla vöndla úr
dauðum mosagreinum. Var þeim
gefið heitið vatnamýs enda fundnar
í vatni eða við vötn og eldri íslensk
orð ekki til um þessi fyrirbæri.1 Nú,
tæpum þremur áratugum síðar,
hafa vatnamýs fundist á fleiri
stöðum á landinu og tímabært að
uppfæra upplýsingar um þessi
náttúrufyrirbæri.
Vatnamýs myndast í fersku vatni
en kastast oft upp á land vegna
öldugangs eða straumkasts. Þær
hafa einnig fundist á sjávarströndu
nærri árósum og hafa þá borist
niður eftir ám til sjávar. Vatnamýs
eru af tveimur megingerðum,
(1) misstórir vöndlar (stundum
kúlur) úr dauðum eða deyjandi
mosa (stundum með öðrum
gróðri eða efnum í bland) og
(2) vöndlar úr lifandi mosa. Til
eru kúlur í ferskvatni úr lifandi
þörungum, annars vegar kúluskítur
sem eru grænþörungar og
hins vegar slorpungur sem eru
bláþörungar.2,3,4,5,6 Vatnamýs hafa
fundist víða erlendis, s.s. annars
staðar á Norðurlöndum, í Norður-
Ameríku og á Írlandi, en efni í þeim
fer eftir aðstæðum.2,7,8,9,10
Svo virðist að náttúruskoðendur
hafi veitt þessum fyrirbrigðum litla
athygli. Vatnamýs finnast eflaust
á fleiri stöðum á landinu en engin
skipuleg könnun hefur farið fram til
þessa. Í þessari samantekt er skráð
það sem kunnugt er um vatnamýs
á Íslandi, hvar þær hafa fundist til
loka árs 2015 og ýmislegt um fundi
þeirra og myndun, þ.á m. um stærð
vöndlanna og um mosategundir
sem mynda þá.
Efniviður og aðferðir
Engin skipuleg könnun hefur
farið fram á tíðni og útbreiðslu
vatnamúsa og er hér byggt á
eintökum sem náttúruskoðarar, þ.á
m. höfundar, hafa safnað á ýmsum
stöðum á landinu. Farið var á
suma þekkta fundarstaði gagngert
til þess að kanna aðstæður nánar og
safna eintökum. Einnig var leitað
til ýmissa náttúruskoðara, t.a.m.
vatnalíffræðinga, og spurt hvort
þeir hefðu orðið varir við vatnamýs.
Greiningar á sýnum voru í
höndum Lars Hedenäs
mosa fræðings við náttúru-
gripasafnið í Stokkhólmi sem er
meðal höfunda þessar greinar.
Áður hafði Bergþór heitinn
Jóhannsson mosafræðingur greint
mosategundir úr sýnum frá þremur
fyrstu fundarstöðum vatnamúsa
í landinu1 og einum til viðbótar
(Hraunsfjarðarvatni).
Eintökin voru mæld þurr og
eftir geymslu í mislangan tíma.
Þrjár mælingar voru gerðar með
skífumáli, lengd, mesta breidd og
minnsta breidd. Breiddarmælingar
voru teknar með um 45º á milli
mælingarlína. Breidd var mæld á
tveimur stöðum vegna mismunandi
lögunar.
Við árslok 2015 höfðu mosavöndlar sem kallaðir eru vatnamýs (e. false
lake balls) fundist á 17 stöðum á landinu. Vatnamýs myndast þegar mosi
veltist í vatni vegna öldugangs eða straumkasts og verður oftast kúlulaga
að lokum. Fyrstu tveggja fundarstaða árið 1969 og hins þriðja 1982 er
getið í fyrri grein um þetta efni.1 Hér eru skráðir fundir vatnamúsa á 14
stöðum til viðbótar. Fundarstaðir eru dreifðir um land allt. Fimm staðanna
eru í Þistilfirði og þar hafa jafnframt fundist langflest eintök, en aðrir
fundarstaðir eru stakir hér og þar. Vatnamýs eru misjafnar að stærð, allt frá
um 20 upp í 195 mm að lengd. Við greiningu mosategunda í vatnamúsum
frá tólf stöðum fundust 34 tegundir. Sum mosaeintök var aðeins unnt
að greina til ættkvíslar eða ættar. Eintök frá fjórum stöðum höfðu verið
greind áður og fundust í þeim fjórar mosategundir. Alls hafa því fundist
38 tegundir mosa í hérlendum vatnamúsum. Engin eintök eru til frá einum
fundarstaðanna (Þjórsárverum).
Ævar Petersen, Lars Hedenäs, Kristín Jónsdóttir, Róbert A.
Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson
Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 28–41, 2016
Ritrýnd grein