Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 42
Náttúrufræðingurinn 42 Inngangur Margar tegundir fugla nýta fjörur og grunnsævi til fæðuöflunar. Þetta á að einhverju leyti við um flesta íslenska sjó- og vaðfugla, en einnig má sjá spörfugla sækja sér fæðu í þetta búsvæði.1 Sumir þessara fugla eru staðfuglar sem eru viðloðandi allt árið en aðrir dveljast þarna tímabundið. Meðal þeirra fugla sem eiga fremur skamma viðdvöl á þessum svæðum eru svokallaðir fargestir.2 Þar er um að ræða fugla sem staldra við hér á landi í fáeinar vikur til fæðuöflunar á farleið sinni milli vetrarstöðva í Evrópu og varpsvæða á Grænlandi og í Kanada. Sem dæmi um slíka fugla má nefna rauðbrysting og margæs. Íslenskar fjörur og grunnsævi eru þessum tegundum sérlega mikilvæg og benda rannsóknir til að aðgangur að heppilegum fæðustöðvum í fjörum og á grunnsævi geti skipt miklu máli fyrir varpárangur margra tegunda.3,4 Á undanförnum áratugum hefur töluvert af fjörum og grunnsævi á höfuðborgarsvæðinu farið undir landfyllingar. Mestur hluti náttúru- legrar strandlengju frá Geldinganesi að Seltjarnarnesi er horfinn undir uppfyllingar, þar á meðal leirur, svo sem í Elliðavogi.5 Á Skerja- fjarðarsvæðinu er landfyllingar fyrst og fremst að finna í Fossvogi (1. mynd), við flugvallarendann, og á Kársnesi, en einnig eru nýlegar fyllingar í Arnarnesvogi. Að auki má nefna uppfyllingar við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði. Tilgangur þessara landfyllinga hefur verið misjafn, Fjöldi og dreifing fugla í Fossvogi Skerjafjörður er grunnur og einkennist af lífríkum fjörum. Hann hefur mikið verndargildi, sérstaklega vegna fuglalífs. Þrátt fyrir mikilvægi Skerjafjarðar hefur verið ráðist í uppfyllingar víða á svæðinu og frekari framkvæmdir innan þess eru fyrirhugaðar, meðal annars brúargerð í mynni Fossvogs. Líklegt er að slíkar framkvæmdir hafi áhrif á umhverfisþætti í Fossvogi, svo sem strauma og mögulega seltu, en áhrif á fuglalíf eru óljós. Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um svæðanotkun fugla í Fossvogi. Samtals sáust 10.047 fuglar af 40 tegundum í 44 talningum á þriggja og hálfs árs tímabili frá maí 2008 til október 2011. Ráðandi tegundir voru fáar og tólf algengustu tegundirnar námu alls 92% af heildarfjölda fugla. Sjá mátti verulegan mun á fjölda fugla eftir talningarsvæðum. Munurinn tengdist sterklega flatarmáli svæðanna en jafnframt var ljóst að mismunandi tegundir völdu ákveðin svæði fram yfir önnur. Fuglar voru fáir á uppfylltum svæðum, 5–11 einstaklingar að meðaltali, og tegundir voru einnig fáar. Hins vegar voru fleiri tegundir og einstaklingar á leirum og sendnum ströndum, eða 50–80 einstaklingar að meðaltali, aðallega vaðfuglar og buslendur. Kafendur voru algengastar úti á voginum. Tegundasamsetning fugla í Fossvogi var mjög breytileg eftir árstíma. Niðurstöður leiða í ljós að landfyllingar eru lélegt búsvæði fyrir fugla, bæði með tilliti til fjölda tegunda og einstaklinga. Frekari landfyllingar eða framkvæmdir sem geta haft áhrif á strauma og sjóskipti þarf að skoða vandlega með hliðsjón af mögulegum áhrifum á lífríki, ekki einungis í Fossvogi heldur á Skerjafjarðarsvæðinu í heild. Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 42–51, 2016 Ritrýnd grein 1. mynd. Horft inn eftir Fossvogi að sunnanverðu. – Southern part of Fossvogur. Ljósm./ Photo: Náttúrufræðistofa Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.