Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 42
Náttúrufræðingurinn
42
Inngangur
Margar tegundir fugla nýta fjörur
og grunnsævi til fæðuöflunar. Þetta
á að einhverju leyti við um flesta
íslenska sjó- og vaðfugla, en einnig
má sjá spörfugla sækja sér fæðu í
þetta búsvæði.1 Sumir þessara fugla
eru staðfuglar sem eru viðloðandi
allt árið en aðrir dveljast þarna
tímabundið. Meðal þeirra fugla sem
eiga fremur skamma viðdvöl á
þessum svæðum eru svokallaðir
fargestir.2 Þar er um að ræða fugla
sem staldra við hér á landi í fáeinar
vikur til fæðuöflunar á farleið sinni
milli vetrarstöðva í Evrópu og
varpsvæða á Grænlandi og í Kanada.
Sem dæmi um slíka fugla má nefna
rauðbrysting og margæs. Íslenskar
fjörur og grunnsævi eru þessum
tegundum sérlega mikilvæg og
benda rannsóknir til að aðgangur að
heppilegum fæðustöðvum í fjörum
og á grunnsævi geti skipt miklu
máli fyrir varpárangur margra
tegunda.3,4
Á undanförnum áratugum hefur
töluvert af fjörum og grunnsævi á
höfuðborgarsvæðinu farið undir
landfyllingar. Mestur hluti náttúru-
legrar strandlengju frá Geldinganesi
að Seltjarnarnesi er horfinn undir
uppfyllingar, þar á meðal leirur,
svo sem í Elliðavogi.5 Á Skerja-
fjarðarsvæðinu er landfyllingar
fyrst og fremst að finna í Fossvogi
(1. mynd), við flugvallarendann, og
á Kársnesi, en einnig eru nýlegar
fyllingar í Arnarnesvogi. Að auki má
nefna uppfyllingar við Hvaleyrarlón
í Hafnarfirði. Tilgangur þessara
landfyllinga hefur verið misjafn,
Fjöldi og dreifing
fugla í Fossvogi
Skerjafjörður er grunnur og einkennist af lífríkum fjörum. Hann hefur
mikið verndargildi, sérstaklega vegna fuglalífs. Þrátt fyrir mikilvægi
Skerjafjarðar hefur verið ráðist í uppfyllingar víða á svæðinu og frekari
framkvæmdir innan þess eru fyrirhugaðar, meðal annars brúargerð í mynni
Fossvogs. Líklegt er að slíkar framkvæmdir hafi áhrif á umhverfisþætti í
Fossvogi, svo sem strauma og mögulega seltu, en áhrif á fuglalíf eru óljós.
Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um svæðanotkun
fugla í Fossvogi.
Samtals sáust 10.047 fuglar af 40 tegundum í 44 talningum á þriggja
og hálfs árs tímabili frá maí 2008 til október 2011. Ráðandi tegundir
voru fáar og tólf algengustu tegundirnar námu alls 92% af heildarfjölda
fugla. Sjá mátti verulegan mun á fjölda fugla eftir talningarsvæðum.
Munurinn tengdist sterklega flatarmáli svæðanna en jafnframt var ljóst að
mismunandi tegundir völdu ákveðin svæði fram yfir önnur. Fuglar voru
fáir á uppfylltum svæðum, 5–11 einstaklingar að meðaltali, og tegundir
voru einnig fáar. Hins vegar voru fleiri tegundir og einstaklingar á leirum
og sendnum ströndum, eða 50–80 einstaklingar að meðaltali, aðallega
vaðfuglar og buslendur. Kafendur voru algengastar úti á voginum.
Tegundasamsetning fugla í Fossvogi var mjög breytileg eftir árstíma.
Niðurstöður leiða í ljós að landfyllingar eru lélegt búsvæði fyrir fugla,
bæði með tilliti til fjölda tegunda og einstaklinga. Frekari landfyllingar
eða framkvæmdir sem geta haft áhrif á strauma og sjóskipti þarf að skoða
vandlega með hliðsjón af mögulegum áhrifum á lífríki, ekki einungis í
Fossvogi heldur á Skerjafjarðarsvæðinu í heild.
Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson
Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 42–51, 2016
Ritrýnd grein
1. mynd. Horft inn eftir Fossvogi að sunnanverðu. – Southern part of Fossvogur. Ljósm./
Photo: Náttúrufræðistofa Kópavogs.