Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 63
63 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags meira en tvo sólarhringa í hvort skipti meðan veðrið gekk yfir, og voru þeir á meðan aðeins í talstöðvarsambandi við umheiminn. Þessi veðrátta ásamt verulegum bilunum á bifreiðum dró mjög úr árangri rannsóknanna þetta sumar, en leið angurs menn fengu þeim mun meiri reynslu í að fást við hina óblíðu veðráttu á norðausturör æfum Ís lands.“ Til frekari áréttingar framansögðu má koma fram að í veðurbók með hendi undirritaðs stendur skráð að dagana 10. og 11. júlí væri 20 sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu og fyrir kom að úr komumælinn fennti í kaf. Kristinn lauk brátt námi í jarðfræði frá Háskóla Íslands og síðar doktorsprófi við háskólann í Cambridge. Á námsárum erlendis kynntist hann Sigríði Ágústsdóttur sem varð hans lífs- föru nautur. Eftir að heim kom til Íslands starfaði Kristinn meðal annars við Háskóla Íslands og hjá Iðn tækni stofnun um hríð en starfs ævinni lauk hann við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Ís lands. Eftir að alllangt var liðið frá leiðangrinum mikla tókum við, gamlir starfsfélagar, upp þann sið um nokkurra ára skeið að skiptast á heimboðum, belgdum okkur út af mat og drykk og aldrei þraut sögu efni sem færð voru í stílinn með tilheyrandi brettum og fettum, bakföllum og hlátra sköllum. Ekki má láta þess ógetið að leiðir okkar Kristins lágu aftur saman innan vébanda Hins ís lenska náttúrufræðifélags þar sem hann gegndi ólaunuðum ábyrgðar- og trúnaðar störfum um árabil. Samviskusemi hans, skyldurækni og dugn aður á þeim vettvangi komu mér aldrei á óvart. Ég þekkti hann. Erfitt er að gera sér í hugarlund hlutskipti eiginkonu, einkadóttur og barnungra af komenda sem eiga um sárt að binda, og mikill er missir aldraðrar móður sem lifir frumburð sinn – að ógleymdum yngri bræðrum Kristins Albertssonar. Sjálfur verð ég forsjóninni ævin lega þakk látur fyrir ógleyman leg kynni af góðum dreng. Helgi Guðmundsson angrun uppi á reginöræfum. Nótt eina æxlaðist svo til að við sátum einir eftir þá aðrir voru gengnir til náða eftir all stífan mann fagnað. Ég mun hafa haft orð á því hve hug vits sam legur brunaboðinn væri og sá umbúnaður allur en þó með öllu óvíst hvort kæmi að tilætluðum notum. Kristinn Albertsson reyndist hér eins og fyrri daginn maður athafna fremur en innan tómra orða, dró upp vasahníf og brá þeim kuta á snærið sem óðara hrökk. Var eins og við manninn mælt að brunaboðinn virkaði engu miður en ráð var fyrir gert. Blikkfatan hlunkaðist ofan í sviðið og fólk hrökk upp með andfælum þegar grjót og járnarusl spýttist í allar áttir með gný og gauragangi. Í sama mund glumdi um allt hús af ópum og óhljóðum og fram ganga okkar Kristins mæltist misjafnlega fyrir. Síðar fréttist að Gunnar nokkur Þor bergs son hefði komið að máli við Guttorm og farið þess á leit að hann sleppti okkur Kristni ekki aftur í túnið í Vé - garði. Þessi frásögn var aðeins örlítið sýnishorn og verður látið duga. Guttormur Sigbjarnarson greinir í skýrslu sinni frá rannsóknum sumarsins: „Unnið var að þeim allt sumarið, nema hvað við fórum í 9 daga rannsóknarleiðangur upp með vestan verðri Jökulsá á Fjöllum, allt að vestustu upptökum hennar í Dyngjujökli. Við höfðum aðal bæki stöðvar okkar í Grágæsadal fram til 10. september, en þá yfirgáfum við staðinn sökum snjóa. Dagana 7.–9. september gerði þriggja daga iðulausa norðan stórhríð, svo að ekkert var hægt að aðhafast, en þann 10. rofaði til, svo að við tókum saman allar pjönkur okkar og ókum af stað í áttina að Möðru dal. Ferðin þangað tók okkur nær 35 stunda akstur, en mestur hluti þess tíma fór í að losa bílana úr snjó festum og troða slóðir yfir skafla. Veðráttan þetta sumar reyndist okkur afar óhagstæð til allra jarð fræðirannsókna. Fjórum sinnum brustu á 2–3 daga norðan stórhríðar. Samkvæmt dagbókum var jörð alhvít í rúma 20 sólar hringa, og í mun lengri tíma trufluðust rannsóknir af sköflum í lægðum og giljum. Félagar mínir lentu tvisvar í því þá um sumarið að vera á ferðinni í bíl, þegar iðulaus stórhríð skall á, svo að þeir neyddust til að hafast við í bílunum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.