Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 24
Náttúrufræðingurinn 24 Hlutfallið milli reiknaðs meðalþvermáls frjókorna ilm bjarkar og fjalldrapa var 1,20 í Þistilfirði (Ytra-Áland), 1,19 í Grímsnesi (Eyvík) og 1,13 í Eyjafirði (Hella). Eyjafjarðarsýnin voru að þessu leyti marktækt frábrugðin sýnunum frá hinum stöðunum, en líklega stafar það af geymsluaðferðinni (sjá aðferðakafla). Engin marktæk fylgni var milli aldurs frjókornanna og hlutfallslegrar stærðar ilmbjarkar og fjalldrapafrjókorna. Í Þistilfirði var r=0,00 og P=0,98; í Grímsnesi r=0,40 og P=0,11 og í Eyjafirði var r=0,10 og P=0,64. Því er ekki að sjá að erfða blöndun hafi haft áhrif á frjó korna stærð foreldrategunda. Umræða Greining og mælingar á birki- frjókornum úr mó á þremur stöðum á Íslandi sýndu að fjalldrapi og ilmbjörk hafa blandast á nútíma. Blöndunin hefur ekki verið samfelld og jöfn heldur hafa blöndunarhrinur fylgt framgangi ilmbjarkar, en við hlýnandi loftslag breiðist skógur jafnan út.18 Um síðustu aldamót komu fram hugmyndir um að stærð birki- frjókorna á Íslandi hefði breyst vegna erfðablöndunar.5 Lengi hefur verið þekkt að efni sem notuð eru við einangrun og geymslu frjókornasýna hafa áhrif á stærð þeirra.19 Mælingar á sýnum okkar benda til þess að frjókornastærð geti einnig tengst aðstæðum í jarðvegi og því voru hlutföll ilmbjarkar og fjalldrapafrjókorna ekki metin frá föstum stærðum heldur reiknuð (sjá aðferðakafla). Ef stærð frjókorna annarrar tegundarinnar hefði breyst í hlutfalli við hina tegundina ættum við að sjá fylgni milli hlutfallsins og tíma. Við fundum ekki slíka fylgni og því benda niðurstöður okkar ekki til þess að erfðablöndun hafi haft áhrif á frjókornastærð. Ilmbjörk þarf nokkuð hlý sumur og er algengt í Norður-Evrópu að miða við um 10°C meðalhita í júlímánuði til að birkiskógur þrífist.18 Fjalldrapi þrífst við talsvert lægri sumarhita eða um 6°C20 og því má gera ráð fyrir að í hlýnandi loftslagi breiðist ilmbjörk inn yfir svæði sem fjalldrapi hafði áður numið. Við þær aðstæður berast frjó á milli tegundanna, og mikið af kvenblómum fjalldrapans frjóvgast af frjókornum ilmbjarkarinnar. Það getur orðið til þess að margir blendingar vaxi upp af fræinu sem fjalldrapinn fellir.21 Þegar kemur að því að blendingarnir blómstri verður aðeins lítill hluti eggfrumna og frjókorna lífvænleg, en þau geta frjóvgast af ilmbjarkar- eða fjalldrapablómum, eða frjóvgað þau innbyrðis. Flest frjókorn blendinganna eru ófrjó og sum sýnilega afbrigðileg í útliti. Ef veðrátta kólnar aftur gisnar birkiskógurinn þegar ilmbjarkirnar eldast og hrörna en fjalldrapinn nær aftur yfirhöndinni. Ekki sjást merki um að blendingum fjölgi þegar ilmbjörk hopar. Þess vegna má búast við því að með hlýnandi loftslagi eins og var í Norður-Evrópu í ísaldarlokin færist virkustu blendingasvæðin (e. hybrid zones) frá suðri til norðurs og frá láglendi og upp hlíðar. Þess má geta að rannsóknir á skógarmörkum á Íslandi sýna að þau liggja þar sem meðalhitastig júlímánaðar er 8–9°C.22 Því er hugsanlegt að erfðablöndun við fjalldrapa hafi haft áhrif á kröfur íslensku ilmbjarkarinnar til veðurfars. Um þetta er þó erfitt að fullyrða því að skilgreiningar á skógarmörkum eru breytilegar milli rannsókna og fleiri umhverfisþættir en júlíhiti geta haft áhrif á það hvar mörkin liggja. Auk þessa verða trén þeim mun lágvaxnari og líkari runnum því lægri sem sumarhitinn er,18,22 en það getur bæði stafað af beinum áhrifum veðurfars á vöxt og af náttúruvali fyrir ákveðnum erfðaeiginleikum. Elstu birkifrjókorn frá nútíma á Íslandi eru frá fjalldrapa sem farinn var að breiðast út löngu áður en ilmbjörk nam hér land fyrir um 9.500 árum.15,23,24 Við getum í sjálfu sér ekkert fullyrt um fyrstu birkiplönturnar sem uxu upp á Íslandi á nútíma, hvort þær voru af hreinum stofni ilmbjarka sunnan úr Evrópu eða sprottnar af fræjum frá stofnum sem gengið höfðu gegnum sams konar tegundablöndun og síðar varð hérlendis (6. mynd), en hið síðar nefnda verður að teljast líklegra. Þegar síðasta jökulskeið náði hámarki fyrir um 20 þúsund árum huldi íshella alla norðanverða Evrópu og lá yfir hluta þeirra svæða þar sem nú eru Írland, England, Þýskaland, Pólland, Hvíta-Rússland 6. mynd. Birkiplanta með blönduð útlitseinkenni ilmbjarkar og fjalldrapa. – A birch with intermediate morphology between downy birch and dwarf birch. Ljósm./Photo: Lilja Karlsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.