Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 57
57 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags skapa jarðveg fyrir rannsóknir og þekkingarsköpun á grunni þessarar náttúrufarslegu sérstöðu. Miklir framtíðarmöguleikar felast í starfsemi stöðvarinnar þar sem vaxandi eftirspurn er eftir grunnupplýsingum um vistkerfi norðurslóða. Tengist það meðal annars hlýnun jarðar og beinum áhrifum hennar á vistkerfin. Einnig er mikilvægt að fylgst sé með óbeinum áhrifum hlýnunar – bættu aðgengi að norðurslóðum og þeim auknu umsvifum mannsins sem án efa fylgja í kjölfarið og geta haft víðtæk áhrif á lífríkið. Þríþætt hlutverk og markmið Rifs: Að efla og auka náttúru rannsóknir á Melrakkasléttu, meðal annars með hliðsjón af skuldbindingum Íslands í norðurslóðasamstarfi. Ísland er eitt af átta aðildarríkjum Norðurskautsráðsins. Að safna saman og miðla upp lýs- ingum um náttúru far á svæðinu til almennings, stjórn valda og alþjóðasamfélagsins. Að taka þátt í nærsamfélaginu og styðja það, svo sem með fræðslu og stuðningi við náttúrutengda ferðamennsku. Umhverfið Sérstaða Melrakkasléttu liggur í norðlægri legu svæðisins. Frá nyrstu annnesjum að heimskautsbaug eru aðeins þrír kílómetrar. Norðanverð Melrakkaslétta er talin hafa talsvert verndargildi og er svæðið að finna á náttúruminjaskrá Norðausturlands. Einnig var gerð tillaga að friðlýsingu svæðisins í Náttúruverndaráætlun 2004–2008. Flatlendi einkennir landslag á Melrakkasléttu sem liggur fyrir opnu hafi og er hún því berskjölduð fyrir köldum norðlægum hafáttum. Gróðurfar svæðisins einkennist af norrænum plöntutegundum og er norðurhluti Sléttunnar skilgreindur sem arktískur samkvæmt PAF- skránni (e. Panarctic Flora Checklist) sem birt var árið 2011. Þoka liggur oft við ströndina og er loftraki því iðulega mikill. Það hefur ásamt lágum sumarhita víðtæk áhrif á gróður far. Flétturíkir lyngmóar eru algengir, einkum þegar fjær dregur ströndinni, sem aftur ein- kennist af þangríkum, aflíðandi malarfjörum, vötnum, sjávarlónum og sjávarfitjum. Leirhafnarfjöll brjóta upp flatn- eskjulegt landslagið. Þau eru móbergshryggir sem teygja sig norður eftir Sléttu að vestanverðu. Á vestanverðri Sléttunni hripar vatn auðveldlega niður í berggrunninn og er þar lítið um yfirborðsvatn inn til landsins. Á Austur-Sléttu er hinsvegar mikið votlendissvæði á þéttum berggrunni sem nær allnokkuð inn til landsins og skiptast þar á vötn, tjarnir, ár, mýrlendi og mólendi. Tvö sprungukerfi frá nútíma liggja norður Melrakkasléttu. Þau eru á norðurgosbeltinu og tengjast megineldstöðvum sem liggja sunnar. Um miðbik Melrakka- sléttu er sprungukerfi sem tengist Öskjukerfinu. Á því er meðal annars Blikalónsdalur, um 20 km langur sigdalur myndaður af mis gengjum. Hann nær frá ströndum Melrakkasléttu og inn til landsins. Gossprungan sjálf er um 70–80 km löng og nær langt suður á Mývatnsöræfi. Vestar er sprungukerfi sem tengist sennilega Fremri-Námum. Þar er nyrstur Rauðinúpur, um 70 m há eldstöð frá því á ísöld. Í Rauðanúpi er stór gígskál en rauðar bergmyndanir einkenna núpinn. Rannsóknir og rannsóknatækifæri Rannsóknastöðin hefur til umráða jörðina Rif – nyrstu jörð á Íslandi. Jörðin og náttúra hennar gefa óþrjótandi möguleika á hvers kyns vöktun og rannsóknum á sviði náttúruvísinda norður við heimskautsbaug. Má þar sérstaklega nefna fuglarannsóknir. Mikið fuglalíf á svæðinu endurspeglar fjölbreytt votlendi, lífríkar fjörur, hnattræna staðsetningu og kalt veðurfar, sem setur svip sinn á gróðurfar. Vitað er til þess að 53 fuglategundir hafa orpið á svæðinu, þar af verpa 47 að staðaldri. Lífríkar fjörur Sléttunnar eru einnig afar mikilvægar fyrir umferðarfugla á leið til og frá varpstöðvum á Grænlandi og Norður-Kanada. Fuglarannsóknir á Sléttu hafa hingað til beinst að fáum lykiltegundum fremur en fuglalífi svæðisins í heild og eru því mikil tækifæri til staðar á þessu sviði. Árið 2015 hóf Náttúrustofa Norðausturlands mófuglavöktun á landi Rifs, og var þá talið í fyrsta skipti á ákveðnum Séð frá Skinnalóni út að Hraunhafnartanga og vitanum sem þar stendur. Ljósm.: Yann Kolbeinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.