Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn
22
Sniðið frá Hellu í Eyjafirði
spannar tímabilið frá því fyrir um
11.400–7.100 árum. Afbrigðileg
birkifrjókorn fundust í flestum
sýnum en í nokkrum sýnanna var
hlutfallið mjög hátt. Þetta bendir til
þess að mikil tegundablöndun hafi
orðið á talsverðu tímabili fyrir um
9.000 árum, á sama tíma og ilmbjörk
varð ríkjandi í gróðursamfélaginu.
Afbrigðileg frjókorn urðu aftur
algeng fyrir um 7.300 árum, einnig
samfara vaxandi hlutfalli ilmbjarkar
(3. mynd a).
Sniðið frá Eyvík í Grímsnesi
spannar tímabilið frá því fyrir
um 10.300–7.500 árum. Landnám
birkis hófst þar heldur síðar en
við Eyjafjörð og ilmbjarkarfrjókorn
mynduðu ekki jafn hátt hlutfall af
heildarfjölda frjókorna. Fjalldrapi
var mikilvægur hluti flórunnar
og ilmbjörk varð ekki verulega
útbreidd fyrr en eftir kuldatímabilið
fyrir rúmlega 8.000 árum. Hlutfall
afbrigðilegra birkifrjókorna fór
tvisvar yfir 5% á þessu rúmlega
3.000 ára tímabili sem gefur
vísbendingu um að tegundirnar
hafi líka blandast á þessu svæði (3.
mynd b).
Sýnin frá Ytra-Álandi í Þistilfirði
spanna allan nútíma, frá því fyrir
um 10.300 árum til okkar daga.
Frjógreining sýndi langt tímabil
melagróðurs, síðan mólendi sem
átti blómaskeið sitt fyrir um 8.000
árum með miklu frjófalli. Fram
til þess tíma fannst aðeins lítið
eitt af birkifrjókornum en þá hófst
afar hratt landnám birkis. Toppur í
birkifrjói fyrir um átta þúsund árum
kemur varla fram á 3. og 4. mynd
vegna gríðarlegrar fjölgunar annarra
3. mynd. Birkifrjókorn frá sýnatöku stöðunum þremur.
a Hella, b Eyvík, c Ytra-Áland. Gráar súlur sýna hlut-
fall birki frjókorna af öllum þurr lendis frjókornum,
svört lína sýnir reiknað hlutfall ilmbjarkar af öllum
birkifrjókornum, grá lína með hringjum sýnir hlutfall
birkifrjókorna með fleiri en þrjú frjópípugöt af öllum
birkifrjókornum. Litaðir hringir tákna sýni þar sem
fjöldi afbrigðilegra frjókorna bendir til þess að
tegundablöndun hafi átt sér stað. – Betula pollen from
the three sampling sites, a Hella, b Eyvík and c Ytra-
Áland. Grey columns represent the proportion of Bet-
ula pollen in total land pollen, black line shows
calculated proportion of B. pubescens pollen in all
Betula pollen, grey line with circles shows proportion
of abnormal (nontriporate) pollen grains in all Betula
pollen. Filled circles represent samples where the fre-
quency of abnormal pollen suggests species hybridisa-
tion.