Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 68
Náttúrufræðingurinn
68
aðila Loftskeytastöðvarinnar, lauk
þannig í bili að safnið og HÍN hafa
enn um sinn nánast óskerta aðstöðu
í húsinu.
Perluvinir og
náttúrusýning í
Perlunni
Náttúrusýning í Perlunni komst
aftur á dagskrá á árinu þegar í ljós
kom að borgin hygðist koma þar upp
slíkri sýningu, með eða án aðkomu
ríkisins og Náttúruminjasafns
Íslands. HÍN lagði áherslu á
að Náttúruminjasafnið kæmi
að málinu með tilstyrk menntamála-
ráðuneytisins. Ráðu neytið tók því
ekki fjarri og gaf lengi í skyn að
það hygðist styðja aðkomu safnsins
en í raun dró það lappirnar allan
tímann og að lokum varð ljóst að
það vildi ekki leggja safninu lið í
þessu máli.
Stjórn HÍN hitti S. Björn Blöndal,
forseta borgarráðs, og átti ágætan
fund með honum, og einnig áttu
fulltrúar úr stjórn félagsins fundi
með embættismönnum borgarinnar
og fulltrúum Perluvina. Á fundi í
Ráðhúsi Reykjavíkur 2. október var
orðið ljóst að ríkið myndi ekki fást
að borðinu. Þá var ákveðið að stíga
næstu skref án hlutdeildar þess.
Í framhaldinu óskuðu fulltrúar
borgarinnar eftir því að Perluvinir
og Hið íslenska náttúrufræðifélag
myndu lýsa í stuttu máli
hugmyndum um aðkomu sína
að gerð og rekstri sýningarinnar.
Nokkru síðar sendu stjórn HÍN og
Perluvinir frá sér minnispunkta og
kemur meðal annars þetta fram þar:
Hið íslenska náttúrfræðifélag og
Náttúruminjasafn Íslands verða
Reykjavíkurborg til ráðgjafar á
undirbúningsstigi verkefnisins. Þau
taka þátt í að móta þau skilyrði
sem sett verða í auglýsingu og
varða efnistök og hugmyndafræði
sýningarinnar, og faglegar kröfur
sem gerðar verða til þeirra aðila
(verktaka/fjárfesta) sem hafa hug
á að setja upp náttúrusýningu í
Perlunni og reka hana.
Perluvinir kanna á sama
tíma fýsileika þess að mynda
hlutafélag með fjárfestum og svara
auglýsingunni. Niðurstaða þar að
lútandi liggur fyrir áður en auglýst
verður. Um leið og auglýst verður er
hlutverki Perluvina lokið, nema þeir
kjósi að birtast aftur sem hlutafélag
sem býður sig fram til að annast
sýninguna.
HÍN og NMSÍ verða Reykja-
víkurborg til ráðgjafar við að meta
þá aðila sem bjóða sig fram og getu
þeirra til þess að móta metnaðarfulla
sýningu sem stenst samanburð við
það besta sem gerist á alþjóðasviði
náttúrufræðisafna.
Í framhaldi af þessu aðstoðaði
HÍN borgina við að gera útboðs-
lýsingu um umrædda náttúru-
sýningu. Áhugafólk um verkefnið
innan Perluvina brást við þessari
þróun mála með því að stofna
hlutafélagið Perluvini ehf. Markmið
þess var að hanna sýningu, útbúa
viðskiptahugmynd og bjóða í rekstur
verkefnisins með sterka fjárfesta að
bak hjarli. Stofnfundur Perluvina
ehf. var haldinn í Safnahúsinu við
Hverfisgötu hinn 27. október. Þar
hélt formaður HÍN erindi um baráttu
félagsins fyrir náttúruminjasafni
sem hefði aðstöðu og burði til
sýningahalds. Fundurinn var vel
sóttur og voru tæplega 80 hluthafar
skráðir í félagið. Fljótt kom í ljós
að Perluvinir ehf. voru ekki einir
um hituna. Fjárfestahópur undir
forystu Gunnars Gunnarssonar
vann einnig að tilboði í
sýninguna. Í ársbyrjun 2016 birti
Reykjavíkurborg auglýsingu og
útboðslýsingu um náttúrusýningu
í Perlunni. Umsóknarfrestur var
til 22. febrúar. Fljótt varð ljóst að
fyrrnefndir tveir hópar voru þeir
einu sem myndu senda inn tilboð.
Í upphafi ríkti samkeppni en mál
þróuðust síðan á þann veg að
þessir aðilar sameinuðust undir
nafninu Perla norðursins og sendu
inn viðamikið tilboð ásamt tillögu
að metnaðarfullri sýningu. Önnur
tilboð bárust ekki. Þegar þetta er
skrifað (26. febrúar 2015) situr
fulltrúi frá HÍN í dómnefnd sem
kannar tilboðið og gæði þess.
Ósk um fund með
menntamálaráðherra
Margítrekuð ósk stjórnar HÍN um
fund með menntamálaráðherra
um málefni Náttúruminjasafns
hefur legið inni í ráðuneyti hans
allt frá haustinu 2013. Vakin var
athygli á fálæti ráðherrans í síðustu
ársskýrslu. Í ár hefur enn verið
reynt að fá fund með ráðherranum
og beiðni um það ítrekuð. Allt
situr þó við hið sama og enn er
beðið fundar. Sem betur fer er þessi
framganga einsdæmi í samskiptum
félagsins við yfirvöld sem að öðru
leyti hafa verið góð og greið.
Lokaorð
Starfsárið 2015–2016 verður að
kallast gott ár. Útgáfa tímaritsins
hefur gengið vel og greinar í því hafa
vakið almenna athygli. Samstarfið
við NMSÍ er farsælt. Fjárhagsstaðan
er góð og fræðslufundirnir hafa
verið áhugaverðir og vel heppnaðir.
Fækkun félagsmanna veldur
áhyggjum og baráttan fyrir bættri
stöðu Náttúruminjasafns hefur ekki
skilað árangri.
Reykjavík, 25. febrúar 2016
Árni Hjartarson, formaður
Undirskriftir í samningi menntamálaráðherra og Hins íslenska náttúrufræðifélags frá 1947.