Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 19
19 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kynblöndun ilmbjarkar og fjalldrapa á nútíma Inngangur Ilmbjörk (Betula pubescens Ehrh.) og fjalldrapi (Betula nana L.) eru tegundir af sömu ættkvísl. Báðar eru þær mikilvægar í íslenskum gróðursamfélögum. Á Íslandi er birkið víðast hvar lágvaxið og kræklótt (1. mynd) en svipað birkikjarr finnst einnig í norðanverðri Skandinavíu og í fjalllendi sunnar í Evrópu. Þetta afbrigði ilmbjarkar er oft kallað fjallabirki (e. mountain birch). Lengi hefur leikið grunur á að ilmbjörk og fjalldrapi blönduðust innbyrðis og að þessi blöndun sé ástæða þess hversu lágvaxið og kræklótt íslenska birkið, eða fjallabirkið, er.1 Hér höfum við kosið að nota orðið birki yfir tegundir af ættkvíslinni Betula þegar ekki er kostur að tilgreina tegund, eða þegar aðgreiningar er Lilja Karlsdóttir, Margrét Hallsdóttir, Ægir Þór Þórsson og Kesara Anamthawat-Jónsson Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 19–27, 2016 Ritrýnd grein Ilmbjörk og fjalldrapi eru tegundir af sömu ættkvísl og eru, hvor á sinn hátt, mikilvægar í íslenskum gróðursamfélögum. Álitið er að ástæðan fyrir því að íslenskt birki er lágvaxið og kræklótt sé kynblöndun ilmbjarkar og fjalldrapa. Tegundirnar hafa ekki sama fjölda litninga og því verða flestar kynfrumur sem afkvæmin mynda gallaðar. Fáeinar eðlilegar kynfrumur nægja þó til þess að blandað erfðaefni berst aftur til foreldrategundanna, svo að erfðablöndun getur orðið á milli tegunda. Gölluð birkifrjókorn sem safnast fyrir í mó og setlögum gefa hins vegar vísbendingu um tegundablendinga fyrr á tímum. Í þessari rannsókn var leitað að slíkum frjókornum til þess að athuga hvenær og við hvaða aðstæður ilmbjörk og fjalldrapi hefðu blandast eftir ísaldarlok. Sýni voru tekin úr mó á þremur stöðum á Íslandi, í Eyjafirði, Grímsnesi og Þistilfirði. Frjókorn voru einangruð, birkifrjókorn mæld og hlutföll tegunda reiknuð út frá stærð en afbrigðileg birkifrjókorn talin. Á öllum stöðunum fundust tímabil með háu hlutfalli afbrigðilegra birkifrjókorna. Með samanburði við loftslagsgögn úr Grænlandsjökli má greina áhrif loftslags á birkiskóga. Blöndun tegunda var tengd framgangi ilmbjarkar þar sem fjalldrapi var fyrir við hlýnandi loftslag. Slík blöndun kann að hafa átt sér stað um alla norðanverða Evrópu þegar skógar breiddust út eftir að jökull hörfaði í upphafi nútíma. Á Íslandi hefur loftslag mikinn hluta nútíma verið nálægt því lágmarki sem birkiskógar þarfnast. Aðstæður til kynblöndunar ilmbjarkar og fjalldrapa hafa því myndast hvað eftir annað. Með þeirri hlýnun sem orðið hefur síðustu áratugi hefur ný hrina blöndunar hafist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.