Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 66

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 66
Náttúrufræðingurinn 66 eldfjall í bakgarðinum. Jarðvegseyðing og byggðaþróun í nærsveitum Heklu. 25. janúar 2016. Aagot Vigdís Óskarsdóttir, lögfræðingur. Nýju náttúruverndarlögin. Náttúrufræðingurinn Frá síðasta aðalfundi hafa komið út tvö tvöföld hefti af Náttúru- fræðingnum, þ.e. 1.–2. og 3.–4. tölublað 84. árgangs. Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur, er ritstjóri og endurnýjaði ritstjórasamning sinn í árslok 2015: Í ritstjórn sitja nú: Droplaug Ólafsdóttir, líffræðingur, formaður, Esther Ruth Guðmundsdóttir, jarðfræðingur, Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur, fulltrúi stjórnar HÍN, Hlynur Óskarsson, vistfræðingur, Rannveig Magnúsdóttir, líf- fræðingur, Tómas Grétar Gunnarsson, dýra- vistfræðingur og Þóroddur F. Þóroddsson, jarð- fræðingur. Farið var í auglýsingaherferð um áramótin og var tímaritið auglýst nokkrum sinnum á góðum auglýsingatíma í sjónvarpi. Þetta er nýbreytni sem þótti gefa góða raun og ákveðið var að auglýsa ritið með líkum hætti næst þegar það kemur út. Endurnýjaður var samstarfs- samningur milli HÍN og Lands- bókasafns-Háskólabókasafns um netbirtingu greina á vefsetrinu www. timarit.is. Um árabil hafa greinar úr tímaritinu verið aðgengilegar á þessu vefsvæði með fimm ára birtingartöf. Formið hefur á hinn bóginn verið gamaldags og myndgæði slök. Nú hyggst safnið uppfæra efnið og betrumbæta þessi útlitsatriði. Í nýrri útgáfu af vefsetrinu er sá möguleiki í boði að sækja stakar greinar í heild sinni og prenta út sem eitt pdf-skjal. Upphaflegir samningar gerðu ekki ráð fyrir þessum möguleika við miðlun efnis. Í leiðinni var taftími birtinga styttur úr fimm árum í þrjú. Safnið hefur heimild til að birta öll eintök Náttúrufræðingsins innan veggja Þjóðarbókhlöðu, þ.e. í tölvum með IP-tölum sem tilheyra safninu. Gengið var frá endurnýjuðum samningi í janúar 2016. Nefndir Samstarfshópur frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfismála á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis: Hópurinn á fulltrúa í nokkrum nefndum á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, svo sem í Ráðgjafarnefnd hagsmunaðila um stjórn vatnamála og í stjórn og svæðisráðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Árni Hjartarson er fulltrúi HÍN í samstarfshópnum en Hólmfríður Sigurðardóttir hjá Fuglavernd er talsmaður og tengiliður hópsins við ráðuneytið. Hópurinn hefur verið beðinn um tilnefningar í nefndir og ráð og fleira smálegt. Starfið fer að mestu fram með tölvusamskiptum en einu sinni hefur verið kallað til fundar í ráðuneytinu til skrafs og ráðagerða í tíð núverandi ríkisstjórnar. Styrkveitingar Loforð fékkst um styrk frá Hinu íslenska fræðafélagi í Kaupmannahöfn, 2.000.000 kr., (og viðbót ef í harðbakkann slær) til að gefa út sérstakt þemahefti Náttúrufræðingsins með heitinu „Náttúra Þingvallavatns og Mývatns – Einstök vistkerfi undir álagi“. Styrkurinn verður reiddur fram þegar þemaheftið kemur út. Rekstrarstyrkur barst frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 1.000.000 kr. Verkefnastyrkur kom frá sama ráðuneyti til að uppfæra vefsetur félagsins, 460.000 kr. HÍN þakkar kærlega traust og vinsemd sem í þessum styrkjum felst. Flóruspjaldið Margir kannast við Flóru Íslands, vatnslitamyndina sem Eggert Pétursson listmálari málaði að beiðni Hins íslenska náttúrufræðifélags og gefin var út á veggspjaldi árið 1985. Nú að þrjátíu árum liðnum hefur Náttúruminjasafn Íslands haft forgöngu um að gefa veggspjaldið út í fjórða sinn. Frummyndin er í eigu HÍN en í vörslu safnsins. Frumgerð Eggerts er nú sýnd opinberlega í fyrsta sinn á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og Línuritið sýnir fjölda félagsmanna HÍN frá árinu 2000. Fjöldinn hefur verið að sveiflast kring um töluna 1200. Athyglisvert er að þegar gróðahyggjan og útrásin var í hámarki 2007 fækkaði félagsmönnum en eftir hrunið kom kippur í upp á við. Nú þegar hagvöxtur eykst á ný lækkar félagsmannatalan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.