Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 66
Náttúrufræðingurinn 66 eldfjall í bakgarðinum. Jarðvegseyðing og byggðaþróun í nærsveitum Heklu. 25. janúar 2016. Aagot Vigdís Óskarsdóttir, lögfræðingur. Nýju náttúruverndarlögin. Náttúrufræðingurinn Frá síðasta aðalfundi hafa komið út tvö tvöföld hefti af Náttúru- fræðingnum, þ.e. 1.–2. og 3.–4. tölublað 84. árgangs. Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur, er ritstjóri og endurnýjaði ritstjórasamning sinn í árslok 2015: Í ritstjórn sitja nú: Droplaug Ólafsdóttir, líffræðingur, formaður, Esther Ruth Guðmundsdóttir, jarðfræðingur, Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur, fulltrúi stjórnar HÍN, Hlynur Óskarsson, vistfræðingur, Rannveig Magnúsdóttir, líf- fræðingur, Tómas Grétar Gunnarsson, dýra- vistfræðingur og Þóroddur F. Þóroddsson, jarð- fræðingur. Farið var í auglýsingaherferð um áramótin og var tímaritið auglýst nokkrum sinnum á góðum auglýsingatíma í sjónvarpi. Þetta er nýbreytni sem þótti gefa góða raun og ákveðið var að auglýsa ritið með líkum hætti næst þegar það kemur út. Endurnýjaður var samstarfs- samningur milli HÍN og Lands- bókasafns-Háskólabókasafns um netbirtingu greina á vefsetrinu www. timarit.is. Um árabil hafa greinar úr tímaritinu verið aðgengilegar á þessu vefsvæði með fimm ára birtingartöf. Formið hefur á hinn bóginn verið gamaldags og myndgæði slök. Nú hyggst safnið uppfæra efnið og betrumbæta þessi útlitsatriði. Í nýrri útgáfu af vefsetrinu er sá möguleiki í boði að sækja stakar greinar í heild sinni og prenta út sem eitt pdf-skjal. Upphaflegir samningar gerðu ekki ráð fyrir þessum möguleika við miðlun efnis. Í leiðinni var taftími birtinga styttur úr fimm árum í þrjú. Safnið hefur heimild til að birta öll eintök Náttúrufræðingsins innan veggja Þjóðarbókhlöðu, þ.e. í tölvum með IP-tölum sem tilheyra safninu. Gengið var frá endurnýjuðum samningi í janúar 2016. Nefndir Samstarfshópur frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfismála á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis: Hópurinn á fulltrúa í nokkrum nefndum á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, svo sem í Ráðgjafarnefnd hagsmunaðila um stjórn vatnamála og í stjórn og svæðisráðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Árni Hjartarson er fulltrúi HÍN í samstarfshópnum en Hólmfríður Sigurðardóttir hjá Fuglavernd er talsmaður og tengiliður hópsins við ráðuneytið. Hópurinn hefur verið beðinn um tilnefningar í nefndir og ráð og fleira smálegt. Starfið fer að mestu fram með tölvusamskiptum en einu sinni hefur verið kallað til fundar í ráðuneytinu til skrafs og ráðagerða í tíð núverandi ríkisstjórnar. Styrkveitingar Loforð fékkst um styrk frá Hinu íslenska fræðafélagi í Kaupmannahöfn, 2.000.000 kr., (og viðbót ef í harðbakkann slær) til að gefa út sérstakt þemahefti Náttúrufræðingsins með heitinu „Náttúra Þingvallavatns og Mývatns – Einstök vistkerfi undir álagi“. Styrkurinn verður reiddur fram þegar þemaheftið kemur út. Rekstrarstyrkur barst frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 1.000.000 kr. Verkefnastyrkur kom frá sama ráðuneyti til að uppfæra vefsetur félagsins, 460.000 kr. HÍN þakkar kærlega traust og vinsemd sem í þessum styrkjum felst. Flóruspjaldið Margir kannast við Flóru Íslands, vatnslitamyndina sem Eggert Pétursson listmálari málaði að beiðni Hins íslenska náttúrufræðifélags og gefin var út á veggspjaldi árið 1985. Nú að þrjátíu árum liðnum hefur Náttúruminjasafn Íslands haft forgöngu um að gefa veggspjaldið út í fjórða sinn. Frummyndin er í eigu HÍN en í vörslu safnsins. Frumgerð Eggerts er nú sýnd opinberlega í fyrsta sinn á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og Línuritið sýnir fjölda félagsmanna HÍN frá árinu 2000. Fjöldinn hefur verið að sveiflast kring um töluna 1200. Athyglisvert er að þegar gróðahyggjan og útrásin var í hámarki 2007 fækkaði félagsmönnum en eftir hrunið kom kippur í upp á við. Nú þegar hagvöxtur eykst á ný lækkar félagsmannatalan.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.