Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 13
13 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags reita: 1) Í reitum þar sem eitrað var gætu aðrar tegundir en lúpína hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum af eitrinu, sérstaklega eftir fyrsta árið þegar lúpínan óx ekki lengur í breiðu. Þótt leitast hafi verið við að eitur bærist ekki á aðrar plöntur gæti það hafa gerst við úðunina eða eitur skolast af lúpínunni í næstu rigningu og borist þannig á aðrar plöntur, sjá t.d. Wiseman o.fl.31 2) Við slátt tættist lúpínan og myndaði lífrænt lag sem dreifðist nokkuð jafnt um reitina. Vegna þessa er líklegt að frostlyfting, sem getur takmarkað landnám plantna á lítt grónu landi,32,33 hafi verið minni í slegnum reitum en þeim sem voru eitraðir. 3) Með því að lúpínan tættist niður við sláttinn hafa næringarefni sem bundin voru í plöntunum sennilega skilað sér fyrr í jarðveginn en í reitum sem voru eitraðir. Aðrar plöntur gætu því hafa átt greiðari aðgang að þeim næringarefnum sem voru í lúpínunni.30,34 Við teljum líklegt að allar þrjár skýringar geti átt hér við. Af niðurstöðum eyðingar- tilraunarinnar í Stykkishólmi ályktum við að sláttur sé æskilegri leið en eitrun við að eyða lúpínu eða hamla útbreiðslu hennar. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Þótt ekki hafi verið mikill munur á áhrifum aðgerðanna tveggja á lúpínuna sjálfa var annar gróður öflugri í slegnum reitum en eitruðum. Þessi niðurstaða ætti að vega þungt við val á aðferð þar sem tilgangur með því að eyða lúpínu er væntanlega að flýta fyrir landnámi annars gróðurs. Einnig ber að hafa í huga að takmörkuð gróðurþekja í eitruðum reitum eykur hættu á jarðvegsrofi og frostlyftingu, sem getur enn hægt á framvindu. Loks var ekki munur á þeim tíma sem fór í að slá og eitra fyrir lúpínunni fyrsta árið þegar lúpínan var sem þéttust. Hins vegar getur eitrið haft heilsuspillandi áhrif á þá starfsmenn sem sjá um dreifingu þess35,36 og skekkt samkeppnisstöðu einstakra plöntutegunda.37 Almennt er einnig óæskilegt að dreifa eitri í vistkerfum.38 Fátt mælir því með notkun eiturs við aðstæður eins og hér. Vegna mikils og langlífs fræforða lúpínu í jarðvegi39 koma fljótt upp kímplöntur þar sem henni hefur verið eytt af yfirborði en einnig getur fræ borist úr umhverfinu ef lúpína vex á nálægum svæðum. Í rannsókn Ástu Eyþórsdóttur o.fl.27 var fræforði lúpínu í jarðvegi þar sem henni var eytt með eitri aðeins 20% fræforðans í ómeðhöndluðum lúpínureitum en engu að síður var svo mikið af fræi enn til staðar í eitruðum reitum að það gat viðhaldið lúpínu ef ekki var gripið til frekari aðgerða. Í tilraun á Korpu í Reykjavík voru flestar kímplöntur í reitum þar sem lúpína hafði verið slegin um mitt sumar árið áður vegna þess að sláttur á þeim tíma hafði neikvæðustu áhrifin á fullorðnar lúpínuplöntur.26 Aðeins var slegið einu sinni í þeim tilraunareitum og plöntur mældar síðast einu eða tveimur árum seinna. Fimm árum síðar var lúpínubreiðan aftur orðin samfelld að sjá.26 Þetta er í samræmi við reynsluna í Stykkishólmi. Þar 7. mynd. Gróðurmælingar í slegnum reit sumarið 2015. Innan reitsins eru grös ríkjandi en umhverfis hann vex þétt lúpína. – Vegetation measurements in 2015 within a plot that had been annually cut. Grasses dominate the plot whereas lupine dominates the untreated surroundings. Ljósm./Photo: Menja von Schmalensee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.