Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 36
Náttúrufræðingurinn
36
lagst saman við geymslu og hliðar
því misbreiðar. Slík afmyndun hafði
einnig átt sér stað áður en eintökum
var safnað enda stundum legið lengi
á jörðu. Að öllu jöfnu er því meira
mark takandi á lengdarmælingum.
Stærðarmælingar er að finna í
1. töflu. Eintökin voru misstór, það
lengsta 195 mm (úr Hafralónsá) en
það stysta 20 mm (frá Þórshöfn).
Mesta breidd eintaks var 125 mm
(Hafralónsá).
Stærð vatnamúsanna fer væntan-
lega talsvert eftir því hve stór
stykki detta í vatn eða hversu
stórar flyksur losna úr árbotni.
Að jafnaði voru vatnamýsnar úr
Ormarsá langstærstar þótt eintak
úr Hafralónsá hafi verið lengst
safnaðra eintaka. Ein af stærri
vatnamúsum úr Ormarsá var notuð
til að mynda búk í skemmtilegan
jólasvein (9. mynd).
Tegundir mosa
Í 2. töflu eru teknar saman upp-
lýsingar um þær tegundir mosa
sem greindar voru úr sýnum af
vatnamúsum frá 12 fundarstöðum
(stöðum 4–6 og 9–17).
Samtals fundust 34 mosategundir
í sýnunum, allt frá einni tegund
(Nýlenduvatni) til 15 (Nýpslóni) á
hverjum fundarstað. Frá sex stöðum
fundust 10–12 tegundir í hverju
sýni. Ef sýnið úr Nýlenduvatni
er undanskilið var fjöldi tegunda
úr vatnamúsum svipaður hvort
sem þær fundust í vötnum eða ám.
Nokkru fleiri tegundir var að finna
í sýnum við árósa.
Áður var búið að greina
fjórar tegundir til viðbótar úr
vatnamúsunum þremur sem
fjallað er um í fyrri grein1 og frá
einum fundarstað vatnamúsa til
viðbótar (Hraunsfjarðarvatni). Þetta
eru Kiaeria falcata, Sarmetypum
exannulatum (áður Drepanocladus
exannulatus), Scorpidium revolvens
(áður Drepanocladus revolvens) og
Meesia uliginosa. Því hafa alls fundist
38 mosategundir í íslenskum
vatnamúsum. Rétt er að geta þess
að tegundin Calliergon sarmentosum
sem nefnd er í fyrri grein1 ber
nú fræðiheitið Sarmentypnum
sarmentosum, sbr. 2. töflu. Þá má
einnig benda á að samkvæmt
sameindarannsóknum inniheldur
tegundin Hygroamblystegium
(Amblystegium) varium (sjá 2. töflu)
núna A. fluviatile og A. tenax sem
hafa fundist hérlendis en voru áður
skilgreindar sem tvær tegundir.
9. mynd. Jólasveinn sem Guðjón heitinn
Bjarnason bjó til úr vatnamús sem fannst við
Ormarsá í Þistilfirði. Búkurinn er úr einum
stærsta mosavöndli sem fundist hefur hér á
landi. Vöndlarnir voru sprautaðir með
hárlakki til að halda þeim betur saman.
Eigandi jólasveinsins er Gunnur Jónasdóttir,
ekkja Guðjóns. – A yule lad made of false
lakeballs from river Ormarsá in Þistilfjörður.
The body was made from one of the largest
balls found in Iceland. The balls were
varnished to keep the moss better together.
Ljósm./Photo: Ævar Petersen, 9.1. 2014.
2. tafla. Mosategundir sem fundust í sýnum vatnamúsa frá tólf stöðum á Íslandi. Gerð er grein fyrir fundarstöðum að framan, sjá einnig
1. töflu. Tölurnar höfða til fjölda stöngla og greina sem unnt var að tegundargreina nema þar sem annað er tilgreint. Ef fjöldi greindra
sprota var yfir 10 er fjöldinn tilgreindur með >10. – Species of Bryophyta identified in samples from false moss balls found at 12 localities
in Iceland. The finding locations are numbered in the list earlier in the paper, see also Tab. 1. Numbers indicate numbers of stem and branch
fragments possible to identify, except where noted. When more than 10 fragments were possible to identify, this is indicated by ‘>10’.
Tegund mosa / Species
Fundarstaðir / Localities
4 5 6 9 10 11 12 13 14 15 16 17
Aulacomnium palustre (Hedw.) Schwägr. - - 1 - - - - - - - - -
Brachythecium rivulare Schimp. 2 - - - - - - - - - - -
Bryum pseudotriquetrum (Hedw.) P. Gaertn. o.fl. / et al., s.l. - - - - - - - 2 - - - -
Bryum sp. - - - - - - 2 - 1 1 1 -
Calliergon cordifolium (Hedw.) Kindb. - - - - - - - - - - - 1
C. giganteum (Schimp.) Kindb. 1 - 2 9 - - - - - - - -
C. richardsonii (Mitt.) Kindb. - - - 7 >10 - - - - - - -
C. giganteum / richardsonii - - - >10 - - - - - - - -
Calliergonella lindbergii (Mitt.) Hedenäs - - - - - - - - - 1 - -
Campylium stellatum (Hedw.) Lange & C.E.O.Jensen - - - - - - - - 1 - - -
Framhald á næstu síðu. – Continued.