Morgunblaðið - 14.10.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 14.10.2016, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. O K T Ó B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  241. tölublað  104. árgangur  ÁSTANDIÐ ER MIKLU VERRA EN FRÉTTIR SÝNA FYRIR MÖMMU OKKAR ÞETTA ER MIKIL HVATNING OG STERK BYRJUN BLEIKI DAGURINN 10 BARNABÓKAVERÐLAUNIN 39AÐSTOÐA PALESTÍNUMENN 14 Morgunblaðið/Ófeigur Búið í bili Alþingi var slitið í gær og var létt yfir þingmönnum þegar þeir kvöddu.  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er ræðudrottning 145. löggjafarþings- ins. Bjarkey er fyrsta konan sem talað hefur lengst allra þingmanna á sama löggjafarþinginu. Alþingi var slitið í gær en nýtt þing kemur saman fljótlega eftir kosningar hinn 29. október næst- komandi. „Þetta er lengsta þingið talið í þingfundadögum. Þeir hafa verið 147,“ sagði Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, í ræðu sinni við slit þingsins í gær. Hann hafði einnig á orði að miklar breyt- ingar hefðu orðið á skipan þingsins í þrennum kosningum í röð, þ.e. 2007, 2009 og 2013, en þá voru að meðaltali 41% þeirra þingmanna sem tóku sæti á Alþingi nýir þing- menn. Fyrsta konan sem talað hefur lengst á Alþingi Íslendinga Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Vinstri græn og Píratar mælast með nánast jafnt fylgi, 17,7% og 17,5%, að því er fram kemur í könnun Fé- lagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 6.-12. október sl. en munurinn er innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi og mælist nú með um 21% samanbor- ið við 26% í síðustu könnun sem birt var þann 6. október síðastliðinn. Björt framtíð er hástökkvari vik- unnar og mælist hún með 7,7% fylgi. Fylgi Pírata minnkar um 2,3 pró- sentustig og fylgi Vinstri grænna eykst um 1,2 prósentustig frá síðustu könnun en um þriggja prósenta mun- ur er nú á fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Munurinn er ekki marktækur, en einnig mælist lítil hreyfing á fylgi annarra flokka en Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðis- flokks, Pírata og Vinstri grænna. Hreyfing á fylgi flokkanna Björt framtíð fær fjóra menn kjörna, samkvæmt könnuninni. Pí- ratar tapa þremur mönnum og Sjálf- stæðisflokkur tveimur. Samfylkingin bætir við sig einum manni frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar. Nokkrir fulltrúar þeirra flokka sem næðu mönnum inn á þing samkvæmt könnuninni líta til þeirra tveggja vikna sem eru til kosninga og segja fylgið enn á miklu flökti. Lýðfræðileg dreifing fylgisins er mjög ólík eftir flokkum og athygli vekur að flestir þeirra sem telja mjög líklegt að þeir mæti á kjörstað segjast styðja Sjálfstæðisflokk en flestir þeirra sem segja ekki mjög líklegt að þeir kjósi segjast styðja Pírata. Úrtak könnunarinnar var 2050 manns og var svarhlutfall nú 59,5% en hafði verið 57% í síðustu könnun. VG og Píratar hnífjöfn  Vinstri græn mælast með 17,7% en Píratar 17,5%  Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi  Björt framtíð tvöfaldar fylgi sitt og nýtur meiri stuðnings en Samfylking MSviptingar í fylgistölum »4 21,5% 17,7% 17,5% 6,9% 3% 2,7% 11,4% 8,6% 7,7% Fylgi flokkanna D P V C B S A F E Morgunblaðið/RAX Hellir Raufarhólshellir er vinsæll meðal náttúruunnenda víða að. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Miklar framkvæmdir eru fram- undan við Raufarhólshelli, en þar stendur til að byggja þjónustuhús, leggja göngustíga og göngupalla í hellinum auk þess að lýsa hann upp og forða frá skemmdum. Undanfarið hefur hópur fólks sinnt hreinsunarstarfi á svæðinu. Hellirinn er vinsæll meðal ferða- manna, en talið er að um 20 þúsund manns komi í Raufarhólshelli á hverju ári. Að sögn Hallgríms Kristinssonar, framkvæmdastjóra Raufarhóls ehf., stóðu landeigendur frammi fyrir því að þurfa að loka hellinum vegna ágangs og slæmrar umgengni eða byggja upp aðstöðu til að verja hell- inn. »2 Bæta aðstöðu í Raufarhólshelli  Lýsa hellinn upp og leggja stíga Mjög mikið rennsli hefur verið í ám á höfuðborg- arsvæðinu síðustu daga og fara Elliðaárnar þar fremstar í fylkingu en þar er rennslið enn að vaxa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ís- lands. Gangandi vegfarendur þurfa því að hafa sig alla við að vaða á milli þurrlendis í dalnum. Vatnavextir í Elliðaánum hefta för vegfarenda Morgunblaðið/RAX Veðurstofan segir rennsli enn aukast í Elliðaánum  Tónlistarmað- urinn Bob Dylan hlaut Nób- elsverðlaunin í bókmenntum í gær. Verðlaunin hlaut hann fyrir að hafa skapað nýja ljóðræna túlkun innan bandarískrar tónlistarhefðar. Valið kom mörgum á óvart, en veðbankar höfðu spáð því að jap- anski rithöfundurinn Haruki Mura- kami hlyti verðlaunin. Fjölmargir hafa óskað Dylan til hamingju með verðlaunin, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkja- forseti. »22 og 40 Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin Bob Dylan, nóbelsskáld  Hæstiréttur ógilti í gær ákvörðun Orkustofnunar frá 5. desember 2013 um að veita Landsneti hf. leyfi til þess að reisa og reka Suðurnesjalínu 2. Hæstiréttur sneri þannig við dómi héraðsdóms. Talið var að rík skylda hefði hvílt á Orkustofnun til að upplýsa málið til hlítar áður en ákvörðun var tekin enda hefði stofnuninni mátt vera ljóst í ljósi fagþekkingar sinnar, að litið yrði til ákvörðunar hennar ef til þess kæmi að leitað yrði heimildar til eignarnáms, sem síðar varð raunin. Leyfi fyrir Suður- nesjalínu 2 ógilt  Jafnmörg tilfelli af sárasótt hafa greinst það sem af er árinu 2016 og allt árið 2015. Það staðfestir um- talsverða aukningu á sjúkdómnum á undanförnum þremur árum. Þetta kemur fram í fréttabréfi sótt- varnalæknis sem birt var í gær. Í sumar greindust einnig virkir berklar hér á landi í hælisleitanda frá Afríku og Pólverja sem búsett- ur var hér á landi. Þá barst sótt- varnalækni tilkynning um að ís- lenskt barn sem dvalist hafði á barnaheimili í Englandi gæti hafa smitast af berklum. laufey@mbl.is Umtalsverð aukning orðið á sjúkdómum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.