Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Listamenn frá Jakútíu í Síberíu kynntu menningu sína og listir í tengslum við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða í Hörpu um liðna helgi. Að henni lokinni gáfu þeir Jóhannesi Viðari Bjarnasyni, eiganda og fram- kvæmdastjóra Fjörukrárinnar í Hafnarfirði, súlu sem þeir skáru út í meðan á ráðstefnunni stóð og var hún sett upp við Hlið, nýjan veit- ingastað sem Jóhannes er að betr- umbæta á Álftanesi. Jóhannes hefur átt nokkur sam- skipti við listafólk frá Jakútíu und- anfarin ár. Hópur þaðan kom á vík- ingahátíð hans og í kjölfarið var honum boðið til Síberíu í fyrra. „Ég hef mikinn áhuga á handverki og þetta er mikið handverksfólk,“ segir Jóhannes, sem stefnir á að fara aftur til Jakútíu næsta sumar og þá með hóp víkinga. „Listamennirnir vildu gefa mér þessa súlu, sem merki um frið, kærleika og vináttu, allt þetta góða sem í manninum býr.“ Fyrsta súlan erlendis Á Hlið eru nú átta herbergi og veitingastaður fyrir 40 manns. Verið er að nær tvöfalda stærð veitinga- staðarins og verður hann tilbúinn fyrir jólahlaðborð fljótlega auk þess sem gert er ráð fyrir að herbergin verði orðin 25 fyrir lok næsta árs. Að sögn Jóhannesar eru svona út- skornar súlur víða við heimili og sér- staka staði í Jakútíu. „Þetta er þeirra tákn og ég fékk fyrstu súluna sem þeir reisa á erlendri grundu,“ segir hann. „Þau völdu Hlið, en þar er fyrir friðarsúla frá Navahó- indíána sem sótti víkingahátíð hjá mér fyrir nokkrum árum. Það ríkir því mikill friður yfir Hlið. Þetta verður friðarstaður.“ Morgunblaðið/RAX Hlið Jóhannes Viðar Bjarnason í íslenskri lopapeysu með listamönnunum frá Jakútíu við súluna á Álftanesi. Friðarstaður á Álftanesi  Fékk útskorna súlu að gjöf frá listamönnum í Jakútíu  Súlan á Hlið er merki um frið, kærleika og vináttu Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa ákveðið að semja við ASK arkitekta um gerð deiliskipulags á Eden- lóðinni í miðbæ Hveragerðis. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, sagði að á lóðinni ætti aðallega að vera íbúðabyggð með 40-50 íbúðum. Ekki verður lokað fyrir þann mögu- leika að geta byggt hús fyrir verslun og þjónustu við Austurmörk, þar sem Eden stóð áður fyrr. „Það er gríðarlega mikil ásókn í íbúðarhúsnæði hér í Hveragerði, sem er mjög jákvætt,“ sagði Aldís. „Við horfum til þess að þarna verði smærri íbúðir sem henta bæði þeim sem eru að byrja að búa og þeim sem eru að minnka við sig.“ Hún sagði að vanda þyrfti til skipulagsins því Hveragerðisbær er landlítið sveitarfélag. Ekki verða byggð háhýsi á svæðinu. Að- alskipulag Hveragerðisbæjar kveð- ur á um að hús í sveitarfélaginu séu almennt ekki meira en tveggja hæða. Þó má leyfa allt að fjögurra hæða hús henti það byggð sem fyrir er. Aldís sagði reiknað með að deili- skipulagsvinnunni yrði lokið næsta vor. Samkvæmt því verður hægt að úthluta lóðunum næsta sumar. Undirbúa íbúðalóðir í Hveragerði  40-50 minni íbúðir á Eden-lóðinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveragerði Ásókn í íbúðarhúsnæði Guðni Einarsson gudni@mbl.is Raufarhólshelli verður lokað í næstu viku vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda í hellinum og við hann. Áformað er að byggja þjónustuhús við hellinn, lýsa hann upp að hluta og leggja göngustíga og göngupalla til að auðvelda ferð um hellinn og forða honum frá frekari skemmdum en orðnar eru. Raufarhóll ehf. stendur að framkvæmdunum. „Við höfum hafið undirbúning og vorum að fá framkvæmdaleyfi til að stækka og laga bílaplanið. Við von- umst til að ná því fyrir veturinn,“ sagði Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Raufarhóls ehf. Rauf- arhólshellir hefur verið munaðarlaus að mestu til þessa, að sögn Hall- gríms. Hann sagði að undanfarið hefðu þeir verið með hóp fólks við að hreinsa til á svæðinu. Hreins- unarstarfinu er ekki lokið. „Við ætlum að setja lýsingu í hell- inn og leggja palla og stíga 400-500 metra inn,“ sagði Hallgrímur. Hell- irinn er 1.360 metra langur, 10-30 metra breiður og allt að tíu metra hár. Botninn er víða grýttur og erf- iður yfirferðar. Stígunum og pöll- unum er ætlað að auðvelda fólki að komast þar um. Framkvæmdirnar eru afturkræfar og er vonast til að framkvæmdaleyfi fáist fljótlega. „Líklega heimsækja yfir 20.000 manns Raufarhólshelli á hverju ári. Mikið er fjallað um hellinn í ferða- handbókum og á netinu. Umgengnin hefur verið slæm, engin salerni á staðnum og ekki nein aðstaða. Þarna hefur safnast upp klósettpappír, öl- dósir og sígarettustubbar. Landeig- endur stóðu frammi fyrir því að þurfa annað hvort að loka hellinum eða byggja þarna upp aðstöðu til að verja hellinn,“ sagði Hallgrímur. „Við hjá Raufarhól ehf. náðum samkomulagi við landeigendur og ætlum að gera þetta vel. Við viljum byggja upp að- stöðu til að geta tekið við hópum og leyft fólki að njóta hellisins. Hann er stórkostlega fallegur. Hellirinn er rétt fyrir utan Reykjavík og er að- gengilegur. Hellirinn hentar mjög vel sem viðkomustaður fyrir ferða- menn.“ Þegar búið verður að ganga frá pöllum og lýsingu á næsta ári og öll leyfi liggja fyrir verður boðið upp á stuttar og langar skoðunarferðir með leiðsögn í hellinum. Hallgrímur gerði ráð fyrir að gjaldtaka fyrir að skoða hellinn hæfist á næsta ári. The Lava Tunnel (thelavat- unnel.is), hefur boðið upp á skipu- lagðar ferðir með leiðsögumanni inn í botn Raufarhólshellis. Skipulagsvinna stendur yfir Raufarhólshellir er vinsæll við- komustaður ferðamanna. Hellirinn er í Þrengslum og um tvo km norðan við gatnamót Þrengslavegar og Hlíð- arendavegar. Hellirinn sveigir undir þjóðveginn til suðvesturs og upp í rennslisstefnuna. Hellisopið er stórt og aðgengi inn í hellinn er gott. Sveitarfélagið Ölfus hefur birt skipulagslýsingu vegna fyrirliggjandi erindis um að breyta aðalskipulagi yfir svæðið við Raufarhólshelli. Breyta þarf aðalskipulaginu vegna þess að taka á inn stefnu um afþrey- ingar- og ferðamannastaði. Svæðið er nú skilgreint sem óbyggt svæði í að- alskipulagi Ölfuss 2010-2022. Einnig á að vinna deiliskipulag. Breytingin nær yfir um sjö hektara. Skipulags- lýsingin fer í lögboðið ferli. Fram kemur í skipulagslýsingunni að hellirinn og nærumhverfi hans séu farin að láta á sjá vegna ágangs og slæmrar umgengni. Því telji landeig- endur mikilvægt að koma þar upp að- stöðu og eftirliti til að tryggja að hell- irinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum. Hugmyndin er að reisa í framtíð- inni allt að 200 fermetra þjónustuhús sem mun hýsa tæknirými, salerni, aðstöðu fyrir búnað á borð við hjálma, höfuðljós og mannbrodda, miðasölu og aðstöðu fyrir starfsfólk. Steinsholt ehf. veitir ráðgjöf við breytingu á aðalskipulagi fyrir sveit- arfélagið Ölfus og EFLA verk- fræðistofa við gerð deiliskipulags fyr- ir Raufarhól ehf. Mikil uppbygging við Raufarhólshelli  Byggja á þjónustuhús við hellinn, lýsa hann upp að hluta og leggja göngustíga og göngupalla 400 til 500 metra inn til að auðvelda aðgengi  Talið að yfir 20.000 manns komi í Raufarhólshelli á ári Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Arctic Images Raufarhólshellir „Hellirinn hentar mjög vel sem viðkomustaður fyrir ferðamenn,“ segir Hallgrímur Kristinsson framkvæmdastjóri. Suðu rstra ndar vegu r Þorlákshöfn Raufarhólshellir Loftm yndirehf. Landspítalinn var í gær dæmd- ur í Hæstarétti til að greiða fyrr- verandi fram- kvæmdastjóra mannauðssviðs og starfs- mannastjóra spítalans 67,5 m.kr. vegna starfslokasamn- ings sem fyrrverandi forstjóri spít- alans hafði gert við hana en núver- andi forstjóri og fjármálaráðu- neytið töldu ekki lagaheimild vera fyrir. Hæstiréttur sagði spítalanum ekki hafa verið heimilt að rifta samningum við konuna og hækkaði greiðslu spítalans úr 26,5 m.kr. Greiði 67,5 millj. vegna starfsloka Lok Spítalinn dæmdur til greiðslu Hæstiréttur hefur fellt niður mál gegn Hannesi Smárasyni sem oft hefur verið nefnt Sterling-málið. Málið er fellt niður vegna gífurlegra tafa hjá saksóknara. Hannes var sýknaður í héraðsdómi. Ellefu ár eru frá meintu broti og sjö ár síðan rannsókn hófst en Hann- es hafði verið ákærður fyrir fjár- drátt, til vara umboðssvik, vegna millifærslu upp á tæpa þrjá milljarða af bankareikningi FL Group á eign- arhaldsfélagið Fons árið 2005. Sterling-mál gegn Hannesi fellt niður Tvö félög sem keyptu hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á árunum 2006 og 2007 hafa stefnt Björgólfi Thor Björgólfssyni til greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem félögin urðu fyrir vegna kaupanna. Félögin, Vogun hf. og Fiskveiða- hlutafélagið Venus hf., höfðu áður tekið þátt í hópmálsókn hluthafa Landsbankans en því var vísað frá dómi í maí. „Nú virðist ætlunin vera að hluta þetta niður og reyna á nýj- an leik. Það verður þá bara að hafa sinn gang,“ sagði upplýsingafulltrúi Björgólfs í samtali við mbl.is í gær. Tvö félög stefna Björgólfi Thor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.