Morgunblaðið - 14.10.2016, Qupperneq 6
Mikil endurnýjun verður á Alþingi
eftir næstu þingkosningar, 29.
október. Í það minnsta 23 af 63
þingmönnum hverfa af þingi og
enn aðrir eru ekki í öruggum sæt-
um. Þessir þingmenn, sem setið
hafa lengur en eitt kjörtímabil á
Alþingi, hverfa af þingi: Ásmundur
Einar Daðason, tók sæti á þingi
2009, Einar K. Guðfinnsson 1991,
Guðmundur Steingrímsson 2009,
Höskuldur Þórhallsson 2007, Illugi
Gunnarsson 2007, Katrín Júl-
íusdóttir 2003, Kristján L. Möller
1999, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
2009, Ragnheiður Elín Árnadóttir
2007, Ragnheiður Ríkharðsdóttir
2007, Róbert Marshall 2009, Vig-
dís Hauksdóttir 2009 og Ögmund-
ur Jónasson 1995. Þá hættir á
þingi Jóhanna María Sigmunds-
dóttir, en hún er yngst allra sem
kjörnir hafa verið alþingismenn.
Hún var 21 árs og 303 daga
gömul þegar hún var kjörin árið
2013. Samkvæmt stjórnarskránni
halda þingmennirnir umboði sínu
til kjördags. Breyting var gerð árið
1991 til að tryggja að Ísland yrði
aldrei þingmannslaust.
Margir hætta nú á þingi
MIKIL ENDURNÝJUN FRAMUNDAN
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016
HP snúðar alltaf góðir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Alþingi Íslendinga, 145. löggjaf-
arþinginu, var slitið í gær. Nýtt þing
mun svo koma saman fljótlega eftir
alþingiskosningarnar hinn 29. októ-
ber næstkomandi.
Fram kom í ræðu Einars K. Guð-
finnssonar, forseta Alþingis, við
þingfrestun í gær, að nýliðið þing
væri á margan hátt óvenjulegt og
jafnvel einstakt. Það hófst 8. sept-
ember 2015 og lauk í gær, 13. októ-
ber 2016. „Þetta er lengsta þingið
talið í þingfundadögum. Þeir hafa
verið 147. Það þing sem kemst næst
þessu þingi í fjölda þingfundadaga
er 116. þing sem hófst 17. ágúst 1992
og lauk 9. maí 1993, en þá voru þing-
fundadagar 131,“ sagði Einar.
Alls hlutu l07 lagafrumvörp sam-
þykki og aldrei fyrr hafa verið sam-
þykktar fleiri þingsályktanir en nú,
alls 72 ályktanir. „Það er því ljóst að
þetta hefur verið langt, starfsamt og
annasamt þing,“ sagði Einar.
Einar K. Guðfinnsson fjallaði um
þinghaldið í ræðu sinni og sagði m.a.
að í samanburði við nágrannaþing
okkar tækju umræður hér í þingsaln-
um stærri hluta af þingstörfunum en
þar tíðkast. „Í þeim þingum sem
standa okkur nærri er skipulagður
rammi um umræður í þingsal og um
leið tryggður nægilegur og góður
tími fyrir þær umræður. En þar gild-
ir líka það fyrirkomulag að forseta
þingsins er ætlað meira vald til að
skipuleggja umræðurnar og setja um
þær tímaramma. Ég er þeirrar skoð-
unar að minni háttar breytingar á
fyrirkomulagi umræðu muni litlu
skipta um ásýnd Alþingis. Eina leiðin
er að fara þá leið sem önnur þing hafa
farið og koma hér á meira skipulagi.
Að mínu mati er slíkt mikilvægur lið-
ur í að skapa traust til Alþingis,“
sagði Einar.
Þingmenn koma og fara
Hann gerði breytingar á skipan
Alþingis einnig að umtalsefni. „Það
sem er hins vegar óvenjulegt núna
er að miklar breytingar í skipan
þingsins hafa orðið í þrennum kosn-
ingum í röð: 2007, en þá voru 38%
þingmanna ný, og 42% í hvorum
kosningum fyrir sig, 2009 og 2013. Í
þessum þrennum kosningum var því
að meðaltali 41% þeirra þingmanna
sem tóku sæti á Alþingi nýir þing-
menn. Á ekki lengri tíma en frá 2007
hafa því 126 einstaklingar tekið fast
sæti á Alþingi. Margir hafa haft hér
stutta viðdvöl. Af þeim 63 þing-
mönnum sem kjörnir voru til Al-
þingis 2003, fyrir 13 árum, sitja nú
aðeins 11 enn á Alþingi og fjórir
þeirra verða ekki í framboði í haust.
50 þeirra þingmanna sem ég vísaði
til hurfu af vettvangi í síðustu þrenn-
um kosningum og tveir önduðust,“
sagði Einar í ræðu sinni.
„Að gömlum og góðum sið vil ég
að lokum óska utanbæjarmönnum
góðrar heimferðar og ánægjulegrar
heimkomu og árna ykkur öllum
allra heilla,“ sagði Einar að lokum,
en hann hverfur nú af þingi eftir 25
ára samfellda setu þar.
Lengsta þinginu lauk í gær
Þingfundadagar voru alls 147 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að koma þurfi betra
skipulagi á þinghaldið en verið hefur 126 einstaklingar tekið fast sæti á Alþingi frá árinu 2007
Morgunblaðið/Ófeigur
Forseta þakkað Einar K. Guðfinnsson var kvaddur með virktum. Svandís Svavarsdóttir flutti þakkarræðu og þingflokksformenn færðu honum blómvönd.
Létt á lokaspretti Að venju ríkti gleði í þingsalnum á síðasta fundi kjör-
tímabilsins. Nú tekur við kosningabarátta hjá stjórnmálaflokkunum.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna, er ræðu-
drottning 145. löggjafarþingsins.
Bjarkey er fyrsta konan sem talað
hefur lengst allra
þingmanna á
sama löggjafar-
þinginu.
Steingrímur J.
Sigfússon, Vinsti
grænum, var
ræðukóngur tvö
þing í röð á undan
Bjarkeyju. Á
undan Steingrími
var Pétur heitinn
Blöndal ræðu-
kóngur fimm ár í röð.
Á lista yfir þá 10 þingmenn sem
töluðu mest eru sex þingmenn
Vinstri grænna, tveir þingmenn
Samfylkingar og einn Pírati. Aðeins
einn stjórnarþingmaður komst á
listann, Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra.
Á lista yfir þá fimm þingmenn
sem minnst töluðu er Þórunn Egils-
dóttir, Framsóknarflokki. Fram-
sókn á fjóra menn á listanum og
Sjálfstæðisflokkurinn einn.
Listarnir nú eru í samræmi við
það sem tíðkast hefur í gegnum árin.
Stjórnarandstæðingar tala mest og
lengst en stjórnarþingmenn sjaldn-
ar og minna.
Bjarkey Olsen talaði samtals í
2.054 mínútur í ræðustól Alþingis
samkvæmt ræðulista þingsins. Hún
flutti 247 ræður og gerði 281 athuga-
semd. Helgi Hrafn Gunnarsson, Pí-
rati, náði 2. sæti, sjónarmun á undan
Steingrími J. Sigfússyni. Helgi
Hrafn var ekki á listanum í fyrra en
þá náði félagi hans, Jón Þór Ólafs-
son, 10. sætinu. Steinunn Þóra og
Svandís eru nýjar á listanum. Össur
hefur nokkra sérstöðu á listanum því
hann gerði 440 athugasemdir en
flutti aðeins 132 ræður.
Fluttar voru 7.233 þingræður á
nýafstöðnu þingi, samtals í 501.15
klukkustundir. Þingmenn gerðu
7.873 athugasemdir, alls í 202.53
klukkustundir. Meðallengd ræðu
var 4,2 mínútur. sisi@mbl.is
Bjarkey er ræðudrottning
1. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 2.054 mín. (34 klst)
2. Helgi Hrafn Gunnarsson 1.767 mín. (29 klst)
3. Steingrímur J. Sigfússon 1.756 mín. (29 klst)
4. Össur Skarphéðinsson 1.699 mín. (28 klst)
5. Bjarni Benediktsson 1.552 mín. (26 klst)
6. Katrín Jakobsdóttir 1.527 mín. (25 klst)
7. Steinunn Þóra Árnadóttir 1.491 mín. (24 klst)
8. Lilja Rafney Magnúsdóttir 1.431 mín. (23 klst)
9. Svandís Svavarsdóttir 1.184 mín. (20 klst)
10. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 1.103 mín. (18 klst)
1. Þórunn Egilsdóttir 99 mín.
2. Valgerður Gunnarsdóttir 128 mín.
3. Ásmundur Einar Daðason 148 mín.
4. Jóhanna María Sigmundsdóttir 158 mín.
5. Haraldur Einarsson 182 mín.
Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi
Þingmenn sem skemmst töluðu
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir