Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo ttir í fötu m Vönduðu þýsku kjólfötin komin aftur Verð: 76.900,- Frímúrarar – Oddfellowar Vertu upplýstur! blattafram.is BREGSTU VIÐ, EF ÞÚ SÉRÐ EÐA VEIST AF OFBELDI, EÐA FINNST ÞÉR ÞÆGILEGRA AÐ LÍTA UNDAN? Síðumúla 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 11 -15 Námskeið í prjóni og hekli sjá nánar á storkurinn.is Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Tvær í einni Str. M-XXXL Kr. 7.900 LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16. Hlý og falleg teppi úr lífrænni bómull Barnateppi úr lífrænni bómull Bleikur dagur Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun 15% afsl. af völdum bleikum vörum. 1000 kr. af öllum seldum brjóstahöldurum renna til Krabbameinsfélagsins. Léttar veitingar í boði, gerum það #fyrirmömmu Hvaðviltu vita? Þú getur slegist í hópinn með nokkrum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á göngu um Elliðaár- dalinn og rætt málefnin okkar fyrir komandi kosningar. Elliðaárdalur hjá BootCamp Sunnudaginn 16. október kl. 14 Stofna á nýjan grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu sem ætlaður er fötl- uðum börnum. Morgunblaðið skýrði frá undirbúningi skólans í janúar síð- astliðnum en hann hefur nú fengið nafnið Arnar- skóli. Sérstaða Arn- arskóla mun fel- ast í heildstæðri og einstaklings- bundinni þjón- ustu allan ársins hring. Ekki er ljóst hvar skólinn verður reistur en búið er að leggja inn umsóknir hjá Garðabæ og Reykjavíkurborg. Atli Freyr Magnússon atferlis- fræðingur er einn þeirra sem að skólanum standa. Að sögn Atla verð- ur Arnarskóli sjálfseignarstofnun og mun allur hagnaður fara í uppbygg- ingu og rekstur á skólanum. Atli seg- ir að vonir séu bundnar við að for- eldrar muni ekki þurfa að greiða meira fyrir nemendur í Arnarskóla en í öðrum grunnskólum landsins. Að sögn Atla mun Arnarskóla að einhverju leyti svipa til Klettaskóla en inntökuskilyrðin verða þó ekki al- veg þau sömu. Hann segir Kletta- skóla gera margt gott og að skólinn henti ákveðnum börnum mjög vel. Markhópur Arnarskóla verði börn sem þurfa enn meiri stuðning og mjög einstaklingsmiðaða þjónustu. Arnarskóli muni hafa meiri sveigjan- leika til að koma til móts við þarfir þessara barna. Samfelld dagskrá allan daginn „Í Arnarskóla verður samfelld dagskrá allan daginn allan ársins hring. Þar fáum við þennan stöðug- leika sem sum þessara barna þurfa svo mikið á að halda. Þá verður auð- veldara að miða nám og störf að þörfum hvers og eins. Fyrir börn sem eiga við svefnörðugleika að etja væri til dæmis hægt að vinna meira með bóklegu fögin seinni part dags.“ Stefnt er á að byrja með lítinn hóp barna í ágúst 2017. „Við viljum byrja smátt því svona starfsemi veltur svo mikið á vel þjálfuðum starfsmanna- hópi,“ segir Atli. „Það er auðveldara að þjálfa upp lítinn hóp og svo stækka smám saman.“ Bæjarráð Garðabæjar tók málið upp í síðustu viku. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að búið væri að vísa málinu áfram til fræðslusviðs og skólanefndar. Hún segir að öllum sé ljóst að þörfin á slík- um skóla sé mikil en að það sé margt sem þurfi að skoða, meðal annars varðandi húsnæðismál og stærð hóps- ins sem myndi sækja skólann. Að sögn Atla á hópurinn fund með Reykjavíkurborg í næstu viku. Skóli fyrir fötluð börn á höfuðborgarsvæðinu  Umsóknir sendar til Garðabæjar og Reykjavíkurborgar Morgunblaðið/Arnaldur Flataskóli Möguleiki er á að Arnarskóli verði í Garðabæ en ósk þeirra sem að skólanum standa er að hann deili húsnæði með almennum grunnskóla. Atli Freyr Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.