Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 VETTVANGUR Í nýliðinni kosningabaráttu voruumhverfismál til umræðu við ým-is tilefni. Allir frambjóðendur lýstu yfir miklum stuðningi við nátt- úruna og oft var nefnt að umhverf- ismálin þyrftu að vera í forgangi næstu ár. „Hvað ætlar flokkurinn að gera í umhverfismálum?“ vorum við frambjóðendur oft spurðir, svolítið eins og það þurfi að gera eitthvað sem hönd á festir ef menn ætla að standa við það að vera umhverfissinnar. Það var eitt og annað sem flokkarnir gátu nefnt sem beinar aðgerðir í umhverf- ismálum. Sumir lofuðu að leggja á „græna“ skatta. Aðrir nefndu að banna ætti olíuvinnslu, og telja þá væntanlega það mikla ólukku ef hér við land fyndist olía. Flestir ef ekki allir voru sammála um að skoða vel kosti þess og galla að gera hálendið allt að þjóðgarði. Fleiri ágæt mál voru rædd og ég fyrir mitt leyti lærði sitthvað. Mér hefur þótt svolítið skorta að menn líti til þess sem vel er gert og þess sem hefur virkað í umhverfis- málum. Við höfum vissulega ágæt dæmi um árangur í umhverfisvernd. Sjávarútvegskerfið okkar hefur gert okkur kleift að byggja upp og við- halda fiskistofnum sem áður höfðu hrunið vegna ofveiði. Þetta er trúlega eitt mikilvægasta framlag okkar til náttúruverndar á heimsvísu. Lax- veiðiárnar okkar eru sömuleiðis dæmi um að skýr nýtingarréttur stuðlar að skynsamlegri umgengni. Aukin hagsæld leiðir til aukins áhuga á umhverfismálum. Með bætt- um hag og auknum frítíma aukast möguleikar manna til að njóta náttúr- unnar hvort sem það er með veiði, gönguferðum, fuglaskoðun, hjólreið- um, jeppaferðum á fjöll og jökla, skóg- rækt eða endurheimt votlendis. Já ég tel endurheimt votlendis upp hér því hún er ekki aðeins orðin áhugamál fuglavina, en votlendi er mikilvæg- asta athvarf margra fuglategunda, heldur eru fleiri hagsmunir þar undir. Votlendið er einnig mikilvægt fyrir vatnasvæði áa og stöðuvatna og þar með fyrir þá sem hafa tekjur af stangveiði. Svo hafa rannsóknir leitt í ljós að framræst land er stærsta upp- spretta losunar gróðurhúsaloftteg- unda hér á landi. Fyrirtæki og ein- staklingar geta því kolefnisjafnað starfsemi sína með endurheimt vot- lendis og einhverjir eru þegar farnir af stað með slík verkefni. Flestir ef ekki allir eru sammála um að æskilegt sé að bæta umhverfið og vernda náttúruna en stundum þarf einnig að bæta heiminn og lífs- skilyrði mannsins með því að nýta auðlindir náttúrunnar. Það er skil- yrði að slík nýting sé ekki knúin áfram af ríkisstyrkjum eða náttúran undirverðlögð með öðrum hætti. Skýr nýtingar- eða eignarréttur á náttúruauðlindum dregur á hinn bóg- inn úr líkum á því að skammtíma- sjónarmið ráði för þegar ákvörðun er tekin um nýtingu. Hagsæld og umhverfisvernd ’Með bættum hag ogauknum frítímaaukast möguleikarmanna til að njóta nátt- úrunnar hvort sem það er með veiði, gönguferðum, fuglaskoðun, hjólreiðum, jeppaferðum á fjöll og jökla, skógrækt eða endurheimt votlendis. Unnið er að endurheimt votlendis á vegum ráðuneyta. Lútandavatn í Villingaholtshreppi. Vatnið fékk nafnið vegna þess að landið lýtur í áttina að því. Úr ólíkum áttum Sigríður Á. Andersen saa@althingi.is „Rakst fyrir tilviljun á bráð- skemmtilega sýningu á Lækjartorgi. Held að hún kallist „Tilbrigði við hellulögn“. Væri gaman að sjá meira frá þessum dularfulla lista- manni,“ skrifaði Bragi Valdimar Skúlason á Face- book og lét fylgja með 15 ljósmyndir af gangstétt- arhellum en á hverri mynd má sjá brotnar hellur. Einni myndinni lýsti hann svo: „Hér stillir listamaðurinn upp tveimur misdökkum hellum, brýtur þær þær upp og setur við hlið æp- andi hringforms úr köldum málmi. Tvíhyggja nútímamannsins and- spænis köldum veruleikanum gerist ekki áleitnari.“ Um aðra ritaði hann: „Hér sjáum við hvernig eyðileggingin brýst áfram. Hvítu hellurnar eru eins og brimgarður sem brotnar við svarta strönd. Tyggjóin eru líka virkilega skemmtilegt tötsj.“ Hann fékk mikil viðbrögð við þessu myndasafni. Til dæmis skrif- aði Heiða B. Heiðars: „Þessi sýning er ansi víða í 101. Lausar hellur, hrasandi túristar í bland við heimafólk. Skemmtilegt.“ Lára Antonía spurði. „Eru þetta ekki restar frá Íslandsmeist- aramótinu í Tetris frá 1992??“ á meðan tónlistarmaðurinn Samúel Jón Sam- úelsson skor- aði á hann að gefa út ljós- myndabók fyrir jólin. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Mar- teinn Baldursson gekkst undir aðgerð á hásin í vikunni og gat því ekki stýrt sínum vikulega þætti á RÚV. Hann skrifaði á fimmtudag á Twitter: „Á morgun verður fyrsta skiptið á sjónvarpsferlinum sem ég missi af þætti. Myndirnar sýna hvers vegna. @bergsteinn3 er mín Vala Matt. #vikan,“ en myndirnar voru frekar grafískar enda aðgerð- in ekkert grín. Bergsteinn Sigurðsson, sem sér um þáttinn í fjarveru Gísla skrifaði um þetta á sama miðli: „Ég kemst auðvitað ekki með tærnar þar sem @gislim- arteinn er með sundurslitna hæl- ana en skal lofa að vanda mig.“ Stjórnmálamenn grínast eins og aðrir en nýr þingmaður, Hanna Katrín Frið- riksson, skrifaði á Facebook: „Mér fannst skrítið að sjá Ög- mund Jónasson, fyrrverandi þing- mann, lýsa mér og félögum mínum í Viðreisn sem frjálshyggjufólki. Svo talaði hann um sjálfan sig sem frjálslyndan miðjumann. Þá fattaði ég að hann var að grínast. #þaðmálíkagrínastípólitík.“ AF NETINU N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Frítt verðmat Viltu vita hvað þú færð fyrir fasteignina þína ? Fasteignasala venjulega fólksins... Ábyrgðarmaður Domusnova: Haukur Halldórsson, hdl., lgf.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.