Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Síða 39
6.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
arljósi þar sem notandinn getur val-
ið saman ólík form til að setja saman
sinn eigin lampa,“ segir Hrafnkell. Í
ljósi þess hversu mörg verka hans
eru unnin í samvinnu við aðra hönn-
uði liggur beint við að forvitnast
hvort hann sæki meðvitað í slíka
samvinnu. „Já, mér finnst ég alltaf fá
miklu meira út úr samtalinu og sam-
vinnunni. Langflest verkefna minna
hafa orðið til í samtali við aðra, enda
sjá augu betur en auga. Ég gæti ekki
lokað mig af einn inni á vinnustofu
og fengið frábærar hugmyndir, því
mín reynsla er að góðar hugmyndir
þróast í samtali við aðra.“
Framsýn ljósahönnun
Að sögn Hrafnkels hafa móttökurn-
ar við lömpunum verið mjög góðar,
en Tools You Light lamparnir voru
frumsýndir á hönnunarsýningunni
Maison & Objet í París í september,
eru nú sýndir á Norðurbryggju og
verða kynntir á fleiri viðburðum á
næsta ári. „Pantanirnar streyma
inn,“ segir Hrafnkell, en dreifingar-
aðili hans erlendis er Pop Corn, sem
er stærsti dreifingaraðili á samtíma-
hönnun í Frakklandi. „Sama fyrir-
tæki sér líka um dreifingu Háboll-
anna minna sem ég hannaði meðan
ég var enn í námi og mörkuðu ákveð-
in þáttaskil á mínum ferli, enda hafa
þeir selst í tugum þúsunda eintaka.“
Óhætt er að segja að Hrafnkell sé
með hugann allan við ljós, því næst á
dagskrá hjá honum er að fullþróa
umhverfisvænan sólarlampa sem
nefnist Sólskin, en til þess hlaut
hann nýverið styrk úr Hönnunar-
sjóði. „Sólskin hannaði ég í samstarfi
við Aðalstein Stefánsson og Sesselju
heitna Guðmundsdóttur fyrir um
tólf árum,“ segir Hrafnkell og rifjar
upp að lampinn hafi á sínum tíma
hlotið hönnunarviðurkenningu í
Þýskalandi.
„Hugmyndin er að lampinn standi
úti í glugga yfir daginn svo hægt sé
að hlaða sólarrafhlöðurnar sem í
honum eru. Lampinn er eins og
mjólkurbrúsi í laginu þar sem hand-
fangið virkar sem kveikjari/
slökkvari. Við vorum mjög framsýn
þegar við hönnuðum lampann, en á
þeim tíma voru sólarrafhlöður ekki
orðnar nógu öflugar, en síðan hefur
tækninni fleygt fram þannig að nú
sjáum við loks fram á að geta sett
hann í framleiðslu strax á næsta ári.
Við erum komin í samband við
spennandi framleiðanda og marga
dreifingaraðila sem bíða eftir lamp-
anum, þannig að það eru spennandi
tímar framundan.“
’Bökunarforminspruttu upp úr lönguntil að nýta rykfallin verk-færi uppi í hillu og svo
verða lamparnir til úr ryk-
föllnum bökunarformum.
Hin einstaka finnska pönk-
hljómsveit Pertti kurikan nimi-
päivät kemur fram á 40 ára afmæl-
istónleikum Þroskahjálpar í Iðnó á
sunnudag klukkan 17. Hljómsveitin
er dáð í heimalandinu og sló í gegn
víðar við þátttökuna í Eurovision.
Taxi Driver í leikstjórn Martin
Scorsese verður sýnd á Svörtum
sunnudegi í Bíó Paradís annað kvöld,
sunnudag, kl. 20. Þar leikur Robert
De Niro uppgjafa
hermann í New
York sem keyrir
leigubíl á nótt-
unni en veltir á
daginn vöngum
yfir því hvernig
heimur
versn-
andi
fer.
Hildur Bjarnadóttir myndlist-
armaður ræðir við Jóhannes Dags-
son, heimspeking og myndlist-
armann, og Gunnar J. Árnason
listheimspeking um sýningu sína
Vistkerfi lita í vestursal Kjarvals-
staða í dag, laugardag, kl. 13.
Þýski leikhúsfræðingurinn og rit-
höfundurinn Oswald Georg Bauer
fjallar í Kaldalóni Hörpu á morgun,
sunnudag, kl. 14 um Richard
Wagner og dvöl hans í Feneyjum
síðustu mánuði ævi sinnar. Erindið
er á ensku og er aðgangur ókeypis.
Aðalheiður Valgeirsdóttir býður upp
á sýningarstjóraspjall um Tímalög –
Karl Kvaran og Erla Þórarinsdóttir í
Listasafni Árnesinga á morgun,
sunnudag, kl. 15. Sýningunni lýkur
13. nóvember og er opin fim. til sun.
kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis.
MÆLT MEÐ
Við tökum að okkur að skipuleggja
smáar sem stórar veislur.
Lauga-ás rekur farandeldhús í
hæsta gæðaflokki og getur komið
hvert sem er á landinu og sett upp
gæða veislu.
Er veisla framundan hjá þér?
Hafðu samband við okkur og við
gerum þér tilboð.
)553 1620
Afmæli
Árshátíð
Gifting
Ferming
Hvataferðir
Kvikmyndir
Íþróttafélög
Jöklahlaðborð
Starfsdagar
Tónleikar
Veisluþjónusta
Lauga-ás
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is