Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 LESBÓK Uppi varð fótur og fit á Ítalíu og víðar þegar klámmynda- leikkonan Ilona Staller, betur þekkt sem Cicciolina, var kjörin á þing árið 1987. Sum- um þótti þingið setja ofan við gjörninginn meðan aðrir sáu spaugilegu hliðina á málinu. Synd væri að segja að Cicciolina hafi verið at- kvæðamikill þingmaður en helsta framlag hennar til al- þjóðamála var að bjóðast til að sænga hjá Saddam Huss- ein. Hugsunin á bak við það tilboð var svo sem falleg; að tryggja frið við Persaflóa. Þau náðu ekki saman og skömmu síðar braust stríðið út með tilheyr- andi blóðs- úthell- ingum. Cicciolina náði ekki endurkjöri. Vildi sænga hjá Saddam SJÓNVARP Skosk/ástralska leikkonan Isla Fisher fékk snúna spurningu þegar hún heimsótti háðfuglinn James Corden í síðkvöldsþætti hans á CBS-stöðinni í Banda- ríkjunum á dögunum. Hún var svona: „Bregður eigin- maður þinn, Sasha Baron Cohen, sér einhvern tíma í hlutverk undir voðum?“ Cohen er, fyrir þá sem ekki þekkja, mikill æringi sem hefur karaktera eins og ólík- indatólin Borat og Ali G á ferilskránni. Fisher gat vikið sér undan svari með því að drekka ógeðsdrykk ellegar gæða sér á nautstungu en til þess kom ekki; hún svaraði spurningunni auðvitað eins og hverjum öðrum vanga- veltum um veðrið. Og svarið var nei. Sasha Baron Cohen er bara Sasha Baron Cohen þegar hann hefur berháttað sig með sinni heittelskuðu í skjóli nætur. Er hann sjálfur í rúminu AFP Isla Fisher þykir hress. MÁLMUR Cavalera-bræðurnir, Max og Igor, hafa svarað Jonathan Davis, söngvara Korn, fullum hálsi en hann hélt því fram að gamla bandið þeirra bræðra, Sepultura, hefði stolið sándinu af Korn á hinni víðfrægu plötu sinni Roots, sem kom út árið 1996. Upptökustjór- inn Ross Robinson hafði tekið upp þrjár Korn-plötur áður en hann stýrði upptökum á Roots og Davis fullyrðir að hann hafi fært Se- pultura sándið á silfurfati. „Þetta er fjar- stæða; Korn-sándið er hræðilegt,“ sagði Igor við vefmiðilinn Démentiellement vôtre. Og Max bætti við: „Roots á ekkert sameiginlegt með Korn nema upptökustjórann.“ Segjast ekki hafa stolið sándinu af Korn Hver vill troða illsakir við Max gamla Cavalera? Valdimar Örn Flygenring er djákninn. Djákninn á RÚV SJÓNVARP Ríkissjónvarpið hefur að undanförnu sýnt gamlar sjón- varpsmyndir á sunnudagskvöldum. Nú er röðin komin að Djáknanum eftir Egil Eðvarðsson frá árinu 1988. Myndin er byggð á hinni þekktu þjóðsögu um Djáknann á Myrká en hér er þó um að ræða nú- tímamynd sem gerist í Reykjavík. Aðalpersónurnar eru Dagur og Gugga, ungt og ástfangið fólk. Aðalhlutverk leika Valdimar Örn Flygenring og María Ólafsdóttir. ÚTVARP Felix Bergsson og Mar- grét Blöndal vekja hlustendur Rásar 2 á laugardags- morgnum. Þátt- urinn er á ljúfum nótum í anda um- sjónarmannanna sem fylgjast vel með því sem er að gerast í menningarlífi landsmanna og fjalla um það sem er efst á baugi. Tónlistin er auðvitað stór hluti þátt- arins og þar glitrar á eldri perlur í bland við nýja og ferska tóna. Þátturinn hefst kl. 9:05 og stendur fram að hádegisfréttum klukkan 12:20. Vekja hlust- endur Rásar 2 Margrét Blöndal ÚTVARP Lifun nefnist framhalds- leikrit í fjórum þáttum eftir Jón Atla Jónasson sem er á dagskrá Rásar 1 í dag, laugardag, kl. 14. Leikritið byggist á rannsókn Guð- mundar- og Geirfinnsmálsins þar sem lögð er áhersla á atburða- rásina í kringum gæsluvarðhald yf- ir Sævari Ciesielski, Erlu Bolladótt- ur og öðrum sakborningum í málinu. Erla Bolladóttir hugsi fyrir dómi. Lifun á Rás 1 Einhvern tíma hefði það þóttsaga til næsta bæjar – ogþykir kannski enn – að for- menn tveggja stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á hinu háa Alþingi Ís- lendinga ættu djúpar rætur í dæg- urtónlist. Hér erum við auðvitað að tala um Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, sem lengi hefur verið í framvarðarsveit íslenska rokksins og pönksins og sungið með hljómsveitum á borð við Ham, Dr. Spock og Rass, og Loga Má Ein- arsson, sem tók við formennsku í Samfylkingunni í vikunni, en hann átti á sinni tíð aðild að hinu goð- sagnakennda sveitaballabandi Skriðjöklum frá Akureyri. Dansaði þar sem hann ætti lífið að leysa og söng bakraddir. Óttarr hefur setið á Alþingi frá árinu 2013 en Logi kemur nú í fyrsta sinn inn sem aðalmaður og mætir á leiðinni þriðja popparanum, Guð- mundi Steingrímssyni, fyrrverandi formanni Bjartrar framtíðar, sem lætur nú af þingmennsku. Hann er kunnastur fyrir aðild sína að hljóm- sveitinni Ske. Af öðrum poppurum sem unnið hafa við Austurvöll má nefna fram- sóknarmanninn Magnús Stefánsson, sem gerði garðinn frægan með Upp- lyftingu á árunum í kringum 1980, og Pétur Bjarnason frá Bíldudal, þingmann Framsóknar og síðar Frjálslynda flokksins, sem plokkaði bassa í ekki minna bandi, Facon, um það bil áratugi áður. Hún er líklega frægust fyrir ofursmellinn Ég er frjáls sem einmitt er eftir téðan Pét- ur. Báðir sátu þeir lengi á Alþingi og Magnús gegndi embætti félagsmála- ráðherra frá 2006 til 2007. Cherdeilis gott hjá Sonny Lausleg athugun bendir til þess að ekki sé algengt að popparar eða rokkarar sitji eða hafi setið á þjóð- þingum úti í hinum stóra heimi. Í Bandaríkjunum kemur Sonny heitinn Bono fyrst upp í hugann en hann er líklega þekktastur í seinni tíð fyrir að hafa verið kvæntur ofur- stjörnunni Cher og músiserað með henni um tíma. Bono var borgar- stjóri í Palm Springs frá 1988 til 1992 og þingmaður í fulltrúadeild- inni frá 1995-1998, að hann lést af slysförum. Einnig má nefna John Hall, sem sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2007 til 2011 fyrir Demókrata- flokkinn, en hljómsveit hans Orleans naut nokkurrar lýðhylli á áttunda áratugnum, auk þess sem hann lék um tíma með Janis Joplin. Ef við höldum okkur við popp- menningu þá virðast mun fleiri kvik- myndaleikarar hafa haslað sér völl í stjórnmálum gegnum tíðina; þeirra frægastir Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna (1981-89), Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kali- forníu (2003-11), og Clint Eastwood, bæjarstjóri í Carmel. Marga fleiri mætti nefna. Við þessa eftirgrennslan kom til dæmis í ljós að Melissa Gilbert, betur þekkt sem Lára litla Ingalls í Húsinu á sléttunni, var komin langleiðina inn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrr á þessu ári en varð að hætta við vegna heilsubrests. Þá má geta þess að sjónvarpsmað- urinn umdeildi Jerry Springer var borgarstjóri í Cincinnati í eitt ár á áttunda áratugnum og það eftir að hafa orðið uppvís að viðskiptum við vændiskonu nokkrum árum áður. Glenda Jackson er líklega frægasti leikarinn til að setjast á þing í Bretlandi og gaman er að segja frá því að tveir af valda- mestu mönnum Póllands á seinni árum, Kaczyñski- tvíburarnir, Lech og Jarosław, léku saman í vinsælli fjöl- skyldumynd á unglingsárum sínum, Tvíeykið sem stal tunglinu. Ronald Reagan Morgunblaðið/RAX Frumvarp til popplaga Ekki er algengt að dægurtónlistarmenn hasli sér völl í pólitík eins og Óttarr Proppé og Logi Már Ein- arsson hafa gert hér á landi en kvikmyndaleikarar eru atkvæðameiri, s.s. Reagan og Schwarzenegger. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Cicciolina Morgunblaðið/EggertMorgunblaðið/Þorkell Logi Már Einarsson Óttarr ProppéGlenda Jackson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.