Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Page 2
Hvað kemur til að Kronik er á leið-
inni aftur í loftið?
Mér fannst bara vanta slíkan þátt. Ég hef ver-
ið búsettur erlendis síðastliðin 11 ár og hlust-
aði þar mikið á BBC 1xtra, sem sérhæfir sig í
svokallaðri „urban“-tónlist og fannst þess
vegna vanta þátt hér heima sem sinnir þessari
hiphop, grime, dancehall-tónlist eins og út-
varpsþátturinn Kronik var að spila á sínum
tíma. Síðan er svo mikil gróska í íslensku sen-
unni að ég var eiginlega bara beðinn um að kýla
þetta í gang.
Hvað finnst þér um íslenska hiphop-
menningu?
Hún er frábær! Aldrei verið sterkari og gaman að
sjá alla þessi íslensku listamenn vera að gera frá-
bæra hluti.
Hvaðan kemur nafnið á þættinum?
Það er einfalt, uppáhaldsplatan mín á þeim tíma er
þátturinn var settur í gang var The Chronic með Dr.
Dre. Einnig þýðir nafnið eitthvað sem er langlíft og
ávanabindandi og á vel við. Þátturinn var í loftinu í 15
ár, þar til ég flutti til útlanda.
Er gott að vera kominn aftur heim?
Það er fín tilbreyting, þar sem ég bjó úti svo lengi. En
ég verð í rauninni bara með annan fótinn hérna heima,
er að vinna nokkur verkefni í London en einnig hér
heima, þannig að ég er ekki alveg fluttur. En ég kom nú
aðallega til að geta verið meira með syni mínum, sem ég
saknaði mikið þarna úti.
Hvað er á döfinni?
Þátturinn verður alla laugardaga frá klukkan 17-19 og hver
veit nema einhverjir tónleikar séu í bígerð!
Morgunblaðið/Árni Sæberg
RÓBERT ARON
MAGNÚSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét
Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Þeir einstaklingar sem hafa menntað sig til kennara eiga langt ogstrangt háskólanám að baki og flestir hafa auk þess bætt við endur-menntun af ýmsu tagi. Að læra til kennara tekur nú fimm ár í háskóla,
námið er almennt talið vandað og fólk með þessa góðu menntun á að lík-
indum auðvelt með að fá störf við annað en kennslu. Útskrifaðir kennarar
hafa aðra valkosti á vinnumarkaði en að næla sér í kennarastöðu í ein-
hverjum af fjársveltum menntastofnunum sveitarfélaganna. Þess vegna
verður að semja við kennara, semja vel og gera það strax. Við höfum einfald-
lega ekki efni á því að missa hæft og vel menntað fólk út úr skólunum.
Staðreyndir, sem ættu að vera vís-
bendingar til viðsemjenda kennara
um að í óefni stefnir, blasa við.
Kennarastéttin er að eldast. Nýliðun
í stéttinni er ekki næg til að halda í
við brotthvarf kennara sem eru
komnir á aldur. Kennarar sem eru
búnir að kenna lengi og vilja minnka
við sig eiga erfitt með það vegna
þess að nýir fást ekki í staðinn. Að-
sókn í kennaranám er of lítil.
Þessi upptalning ætti í raun að
duga og það er eiginlega óskiljanlegt
að hún geri það ekki. Kennarar eru
langþreyttir á aðgerðaleysi eins og
uppsagnir undanfarið eru glöggt merki um. Þarf kannski ósköp einfaldlega
að kosta meiru til?
Eitt sinn sat ég á skólabekk og lærði smá í hagfræði. Þótt gráðan í hag-
fræði hafi ekki litað starfsvalið nema að litlu leyti þá síaðist eitthvað smáveg-
is inn úr fræðunum. Í hagfræðinni er mikið fjallað um hugtakið kostnað.
Laun, hvort sem það eru laun kennara eða annarra, eru víst kostnaður fyrir
þann sem greiðir. Sá sem greiðir laun þarf því, áður en stofnað er til kostn-
aðar, að leggja einhvers konar mat á hvað hann má vera mikill. Séu taldar
líkur á að mikil verðmæti skapist þá getur borgað sig að kosta miklu til. Séu
ætluð verðmæti rýr þá er ástæða til að horfa í skildinginn. Stundum borgar
sig að spara, en ekki alltaf. Erfitt er að leggja nákvæmt mat á verðmæti
kennslu og virði þess að halda kennurum inni í skólunum í stað þess að missa
þá í önnur störf. En ef til vill þurfa launagreiðendur kennara að hætta að
telja aura og átta sig á að kennarar mega kosta fleiri krónur. Verðmætin sem
skapast fyrir það fé sem varið er til kennslu og hærri launa kennara eru svo
óskaplega mikil að kostnaðurinn skilar sér alltaf margfalt til baka.
Kennarar í Ráðhúsi
Reykjavíkur á föstudag.
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Kennarar
mega kosta
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Ef til vill þurfa launa-greiðendur kennaraað hætta að telja aura ogátta sig á að kennarar
mega bara alveg kosta
fleiri krónur.
Guðrún Gunnarsdóttir
Það væri helst Katrín Jakobsdóttir.
SPURNING
DAGSINS
Hver
myndir þú
vilja að
yrði næsti
forsætis-
ráðherra?
Gunnar Tryggvason
Katrín Jakobsdóttir.
Bára Dís Guðjónsdóttir
Kata Jak, engin spurning!
Jón Bjarni Baldursson
Katrín Jakobsdóttir.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Athafnamaðurinn Róbert Aron Magnússon, iðulega
þekktur sem Robbi Kronik eða Rampage, hefur starf-
að sem plötusnúður, útvarpsmaður og umboðsmaður
og átti þátt í uppgangi Hamborgarabúllunnar í Lond-
on. Hann setti af stað útvarpsþáttinn Kronik árið 1993
sem ruddi veginn fyrir íslensku hiphopi. Eftir tíu ára hlé
snýr þátturinn aftur á X-ið 9.77 og fer fyrsti þátturinn í
loftið nú um helgina, laugardag kl. 17-19.
Kýlir
Kronik í
gang á ný