Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016
„Værum ekki að þessu væri
bláa hjartað ekki svona stórt“
Meistaraflokkur kvenna íknattspyrnu hjá Framsendi í vikunni frá sér
yfirlýsingu þar sem leikmenn lýsa
undrun sinni á því að ekki hafi enn
verið ráðinn þjálfari til að búa liðið
undir þátttöku í 2. deild næsta
sumar. Sá sem þjálfaði liðið á síð-
ustu leiktíð hætti í lok ágúst en
nú, þremur mánuðum síðar, hefur
enginn verið ráðinn í hans stað.
„Við erum einfaldlega búnar að
fá nóg,“ segir Silja Runólfsdóttir,
einn leikmanna meistaraflokks
Fram. „Við vorum mjög spenntar
að fá nýjan þjálfara en þegar við
byrjuðum að æfa eftir hlé í októ-
ber var ekkert að frétta af þeim
málum. Við höfum þurft að stjórna
æfingum sjálfar sem gengur auð-
vitað ekki til lengdar.“
Silja segir flokkinn ekki hafa
fengið nein viðbrögð við yfirlýs-
ingunni frá stjórn knattspyrnu-
deildar Fram. Það sé í takt við
annað en ítrekað hafi verið ýtt á
eftir stjórninni. „Við höfum alltaf
fengið sama svarið: „Við erum al-
veg að fara að funda og ræða þetta
mál!“ Síðan gerist lítið. Fyrirliðinn
okkar sendi tölvupóst fyrir nokkr-
um vikum og benti á, að við vær-
um byrjaðar að missa frá okkur
leikmenn vegna þessarar biðar
eftir nýjum þjálfara. Hún fékk þau
svör að það ætti að funda um það
vikuna á eftir. Ég ítrekaði þennan
póst svo tveimur vikum seinna og
fékk þá þau svör að málið yrði
skoðað.“
Silja segir þær þó eiga traustan
bakhjarl í Júlíusi Guðmundssyni,
stjórnarmanni, sem alltaf hafi bar-
ist með kjafti og klóm fyrir hags-
munum meistaraflokks kvenna. Til
þessa hafi það þó ekki dugað til.
„Það er undarlegt að málefni heils
flokks séu alfarið á könnu eins
manns. Júlíus hefur gert allt sem
hann getur og meira til en ein-
hvers staðar virðist þetta stoppa.“
Silja segir góðan kjarna, átta til
tíu leikmenn, vilja halda áfram í
Fram og hefur þessi hópur hist
tvisvar í viku undanfarið til að æfa
í Egilshöllinni. Byrjað er að molna
úr hópnum og Silja segir þær í
mesta lagi geta beðið í eina til
tvær vikur eftir skýru svari um
framtíð meistaraflokks kvenna hjá
Fram. „Er þetta af eða á? Það er
allt sem við viljum fá að vita. Önn-
ur lið eru farin að æfa af fullum
krafti og við erum hreinlega að
missa af lestinni.“
Silja segir að þrátt fyrir að flest-
ar þeirra séu ekki Framarar í
grunninn vilji þær að halda áfram
að leika fyrir Fram. „Þess vegna
höfum við verið svona þolinmóðar.
Við værum ekki að þessu væri bláa
hjartað ekki svona stórt. Á móti
kemur að við höfum metnað til að
gera vel og þess vegna sættum við
okkur ekki við þetta ástand.“
Silja segir tvo kosti hafa verið
nefnda; annars vegar að ráða þjálf-
ara til bráðabirgða fram að ára-
mótum og meta stöðuna aftur þá
og hins vegar að fara í samstarf
við annað félag. „Hvað sem gerist
þá viljum við helst halda hópinn.“
Silja er hugsi yfir samskiptunum
við stjórn knattspyrnudeildar og
er sár yfir því að stjórnin í heild
hafi ekki gefið sér tíma til að setj-
ast niður með leikmönnum og fara
yfir málið.
„Er til of mikils mælst að stjórn-
in komi til okkar og segi að henni
þyki þetta leiðinlegt og lýsi vilja til
að greiða úr flækjunni sem upp er
komin? Því miður er ekki hægt að
skilja þetta öðruvísi en að stjórn-
inni sé sama hvort við erum eða
förum.“
Að sögn Silju er skortur á þjálf-
urum ekki sennileg skýring því vit-
að sé um þjálfara sem sýnt hafi
starfinu áhuga.
Silja segir útilokað að þessi
staða gæti komið upp hjá meist-
araflokki karla hjá Fram enda sé
hann löngu farinn að æfa af kappi
fyrir átökin í Inkasso-deildinni
næsta sumar, með þjálfara, og
þegar farinn að leika æfingaleiki.
„Við höfum á tilfinningunni að við
séum mjög neðarlega í bunkanum
á borði stjórnarinnar og þetta eru
auðvitað afleit skilaboð til yngri
stelpna í félaginu. Hafi þær metn-
að, þurfa þær þá bara að fara ann-
að?“
Verið að gera upp á
milli karla og kvenna
Matthías Jochum Matthíasson,
sem þjálfar 6. og 7. flokk stúlkna
hjá Fram, stendur
þétt að baki leik-
mönnum meist-
araflokks kvenna.
Löngu ætti að
vera búið að leysa
þjálfaramálið og
æfingar komnar á
fullan skrið.
„Árið 2016 er
verið að gera upp
á milli kvenna og karla hjá Fram.
Við erum að tala um stórt og
rótgróið félag, 108 ára, og það
hlýtur að geta boðið upp á meist-
araflokk kvenna,“ segir hann.
Matthías furðar sig á því sem
hann kallar skort á heildarstefnu
þegar kemur að kvennaflokkum fé-
lagsins. „Það er mikill efniviður í
yngri flokkum kvenna hjá Fram og
framtíðin ætti að vera björt. Það
eru því mjög slæm skilaboð til
yngri iðkenda að ekki sé hægt að
ráða þjálfara fyrir meistaraflokk.
Það er mjög auðvelt að túlka þau á
þennan veg: Farið annað!
Það er mjög dapurleg tilhugsun
fyrir okkur þjálfarana að við séum
bara að ala upp leikmenn fyrir
önnur félög. Stefnan þarf að ná
alla leið upp í meistaraflokk og það
er mikilvægt fyrir yngri stelp-
urnar að hafa fyrirmyndir í sínu
félagi.“
Birna Sif Kristinsdóttir, Silja Runólfsdóttir,
Áslaug Inga Bárðardóttir og Kristín Guð-
mundsdóttir, leikmenn meistaraflokks
kvenna í knattspyrnu hjá Fram.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þremur mánuðum eftir að síðasti þjálfari hætti er 1. deildarlið Fram í knattspyrnu kvenna ekki enn komið með nýjan þjálfara.
Leikmenn segjast hafa fengið nóg; þetta myndi aldrei líðast hjá meistaraflokki karla. Þær krefja félagið um svör.
’Allir leikmenn meistaraflokks karla eru með samninga, þvott áæfingafatnaði, sjúkraþjálfara á æfingum, tvo þjálfara auk mark-mannsþjálfara en aðeins nokkrar í meistaraflokki kvenna eru meðsamning, voru með einn þjálfara en eins og er engan.
Úr yfirlýsingu leikmanna meistaraflokks kvenna í Fram.
INNLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
Júlíus Guðmundsson, stjórn-
armaður í knattspyrnudeild
Fram, kveðst hafa fullan skiln-
ing á óánægju
leikmanna
meistaraflokks
kvenna með
stöðu mála og
harmar að
ráðning þjálf-
ara hafi dregist
úr hömlu.
Hann er sá
stjórnarmaður
sem mest hefur komið að þess-
um flokki frá því að hann var
endurvakinn árið 2010.
Júlíus segir að oft hafi verið
erfitt að manna lið meist-
araflokks kvenna og reyndi
verulega á það undanfarið ár.
Meðal annars hafi liðið þurft að
gefa leik í vetrarmóti, þar sem
ekki náðist í lið. „Hópurinn í
kringum liðið hefur verið fá-
mennur og menn slást ekki um
að starfa kringum svona rekst-
ur. Það verður að segjast alveg
eins og er. Þetta er sjálf-
boðavinna og stundum erfitt að
finna tíma. Fram vill halda
áfram með lið í meistaraflokki
kvenna og þess vegna höfum
við verið að skoða mögu-
leikana. Niðurstaðan var sú að
hefja viðræður við annað félag
á höfuðborgarsvæðinu um að
senda sameiginlegt lið til
keppni á næsta ári. Vilji er fyrir
hendi hjá báðum félögum en
því miður hefur ekki tekist að
klára málið ennþá. Ég á ekki
von á öðru en að það verði gert
bráðlega,“ segir Júlíus sem vill
ekki nefna hitt félagið að svo
stöddu.
Spurður hvort upplýs-
ingaflæði hefði ekki mátt vera
betra gagnvart leikmönnunum
svarar Júlíus játandi. „Mér dett-
ur ekki í hug að afsaka það. Það
skrifast á okkur í stjórninni. Ég
átti fund með stelpunum fyrir
rúmum tveimur vikum og þeim
á að vera kunnugt um áform fé-
lagsins. Minn skilningur var sá
að við værum sammála um að
klára samkomulagið við hitt fé-
lagið og leika undir merkjum
beggja félaga næsta sumar.“
Júlíus segir af og frá að hér sé
um metnaðarleysi að ræða.
Þvert á móti hafi Fram rifið
kvennastarf sitt upp fljótlega
eftir aldamót með góðum ár-
angri og mikill efniviður sé til
staðar í félaginu. „Hér hefur
enginn rætt um að leggja
meistaraflokk kvenna niður
enda væri það mikil afturför.“
Áform um að sam-
einast öðru félagi
Júlíus
Guðmundsson
Matthías Jochum
Matthíasson