Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Qupperneq 18
Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld eftir að hafa tekið við sérstökum heið-
ursverðlaunum á Edduverðlaununum árið 2001. Þau léku margoft saman.
Morgunblaðið/Jim Smart
Gunnar ásamt yngri dóttur sinni, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur alþing-
ismanni á frumsýningu á Hamskiptunum eftir Kafka í Þjóðleikhúsinu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Gunnar farðaður í Íslandsbanka fyrir upptökur á sjónvarpsmynd eftir Ágúst
Guðmundsson sem fylgist með. Hann lék bæði í sjónvarpi og kvikmyndum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
E
inu sinni þegar Gunnar
Eyjólfsson kom út úr
Þjóðleikhúsinu að lokn-
um vinnudegi var orðið
áliðið kvölds og hann að
flýta sér út á bílastæðið. Þá kom mað-
ur gangandi á móti honum; kom ofan
af Hverfisgötu og var auðsjáanlega á
leiðinni ofan á Lindargötu. Hann
stöðvaði Gunnar á bílastæðinu og
sagði: „Gunnar Eyjólfsson?“ Gunnar
stoppaði og sagði „já“. „Ég ætla að
segja þér dálítið,“ sagði maðurinn.
Gunnar gekk til hans og sagði: „Hvað
er það?“ Þá benti maðurinn mjög
stoltur og ákveðinn á Þjóðleikhúsið
og sagði: „Ég hef aldrei á ævi minni
stigið mínum fæti inn í þetta hús.“
Gunnar hugsaði sig um andartak,
horfði á manninn fullur meðaumk-
unar, rétti honum höndina og sagði:
„Ég samhryggist þér. Mikið ert þú
fátækur maður í dag.“
Þessa sögu rifjaði Gunnar upp hér í
Morgunblaðinu á hálfrar aldar af-
mæli Þjóðleikhússins árið 2000 og
segir hún líklega allt um viðhorf hans
til leiklistarinnar.
Þótti vænt um öll hlutverk
Gunnar glímdi við ófá hlutverkin á
löngum og farsælum ferli. Í samtali
hér í blaðinu sumarið 2013 spurði
Gunnþórunn Jónsdóttir hvaða hlut-
verk stæði upp úr.
„Á ég að segja þér eitt, ég hef verið
spurður að þessu svo oft og svarið er
það að ég get ekki gert upp á milli
þeirra, mér þykir svo vænt um þau
öll. Jafnvel þau sem ég átti erfitt með
og gat kannski ekki túlkað eins vel og
aðrir hefðu getað gert. Ég er þakk-
látur fyrir það traust sem mér hefur
verið sýnt þegar ég hef verið beðinn
að leika hin ýmsu hlutverk. Þetta er
ekki bara einleikur, heldur eru það
mótleikararnir sem skipta máli. Það
eru mótleikarar sem eru svo gefandi,
en það eru líka til leikarar sem aðeins
afgreiða hlutina og geta jafnvel ekki
horft í augun á manni. Góður leikari
manar fram það besta hjá reynslu-
litlum leikara, það eru þó sumir sem
vilja ekki gera það, því sá reynslu-
minni gæti orðið betri en þeir sjálfir,“
sagði Gunnar og hló.
Hann ítrekaði að hann hefði verið
heppinn með mótleikara í gegnum
tíðina. „Það er svo yndislegt að eiga
góða mótleikara, þeir ögra og laða um
leið fram það besta í manni. Auðvitað
get ég ekki annað en minnst á leik-
konu sem hefur leikið mikið á móti
mér og manað fram gott í mér, það er
Kristbjörg Kjeld.“
Tímaskynið mikilvægt
Í sama viðtali lagði Gunnar áherslu á
að það skipti máli að hafa gott tíma-
skyn í leiklistinni. „Það þarf að vera
taktur og tímaskyn, ef þú ætlar að
spila á hljóðfæri þá þarftu að hafa
þennan innri takt. Sumir hafa hann
ekki en aðrir sem hafa hann geta orð-
ið framúrskarandi tónlistarmenn,“
sagði Gunnar. „Í þessu samhengi rifj-
ast upp þegar við Bessi Bjarnason og
Valur Gíslason lékum í þriggja
manna verki Harolds Pinters, Hús-
vörðurinn. Það kemur að áhrifamiklu
eintali og í handritinu stendur að það
eigi að verða þögn, svo löng að áhorf-
endur haldi að viðkomandi leikari
hafi gleymt textanum. Það reyndi á
þögnina og tímaskynið. Það gerðist
tvisvar þegar þögnin mikla kom að úr
sal heyrðist rödd sem ómaði um allt
leikhúsið: „Nú hefur Gunnar gleymt
textanum“. Þetta var ægilega gott
leikrit.“
Geta ekki leikið í leikhúsi
Margt breyttist í leiklistinni í tíð
Gunnars og hann var oft og iðulega
spurður út í þróunina, meðal annars í
samtali sem höfundur þessarar sam-
antektar átti við hann hér í blaðinu
haustið 2009. Var þar rætt um þá þró-
un að sumir leikarar færu beint úr
leiklistarskóla í kvikmyndir.
„Þetta er að gerast alls staðar í
heiminum. Í Bretlandi, Bandaríkj-
unum og víðar eru komnir skólar þar
sem bara er kenndur kvikmynda-
leikur. Sumir leiksviðsleikarar eru
orðnir svo gripnir af þessu að þegar
maður horfir á þá í sjónvarpsþáttum
ætla þeir að vera svo yfir sig eðlilegir
„Sá sem telur sig full-
kominn er staðnaður“
Gunnar Eyjólfsson, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar undanfarna áratugi,
lést í vikunni, níræður að aldri. Sunnudagsblað Morgunblaðsins minnist
hans hér í myndum og orðum sem hann lét sjálfur falla hér í blaðinu.
Orri Páll Ormarsson tók saman orri@mbl.is
Leikritið Fjögur hjörtu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sýnt í Loftkastalanum, Bessi
Bjarnason, Gunnar, Rúrik Haraldsson og Árni Tryggvason í hlutverkum sínum.
Morgunblaðið/Kristinn
Gunnar ásamt kollegum sínum, Baltasar Kormáki og Eddu Heiðrúnu Backman,
leikkonu ársins, á Grímunni 2003. Edda féll sem kunnugt er frá fyrr á þessu ári.
Morgunblaðið/Arnaldur
Morgunblaðið/Kristinn
Gunnar Eyjólfsson.
Fæddur 24. febrúar 1926,
dáinn 21. nóvember 2016.
MINNING
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016