Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 19
að maður skilur ekki alltaf hvað þeir eru að segja. Stundum skilur maður það bara af viðbrögðum mótleik- arans. Þetta er mjög slæmt,“ sagði Gunnar sem frægur var fyrir vand- aða og skýra framsögu. Honum þótti þetta öfugsnúið enda hefðu flestir bestu leikarar kvik- myndasögunnar alist upp í leikhús- inu. Nefndi hann Sir Laurence Oli- vier í því sambandi. Nú sé hins vegar komin fram heil kynslóð kvikmynda- leikara sem þekki hvorki haus né sporð á leikhúsinu. „Fjöldi leikara í dag getur ekki leikið í leikhúsi. Fyrir það fyrsta hafa þeir ekki taltæknina í það. Í annan stað eru þeir vanir að taka senur aftur ef eitthvað fer úr- skeiðis. Það þýðir ekki í leikhúsinu.“ Verðum til í ármótum Gunnar lét sig margt annað varða en leiklist, ekki síst málefni andans. Í samtali við Þorgrím Þráinsson í 24 stundum árið 2008 ræddi hann meðal annars um áhrif og erfðir. „Sumir vilja ekki horfast í augu við eigin erfðir, treysta sér ekki til að við- urkenna eigin veikleika. Hvað þá að sjá það ljósa í lífinu, það jákvæða sem fólk hefur erft. Við vitum að við verð- um til í ármótum þar sem tvö fljót renna saman í eitt; flæði móður okkur og flæði föður okkar. Hvorttveggja eru erfðir og blandast í okkur sem einstaklingum. Við eigum að stefna að fullkomnun vitandi það að við náum henni ekki. Sá sem telur sig fullkominn er staðnaður. Með því að horfast í augu við okkur sjálf gefst okkur tækifæri til að sigrast á því nei- kvæða. Að uppræta hið neikvæða er eins og að fjarlægja illgresi úr blóma- beði. Um leið og þú fjarlægir það skapast rými fyrir fleiri jurtir. En þetta er stöðug aðgæsla.“ Þorgrímur spurði hann einnig um eftirsjá. Gunnar svaraði: „Eflaust hef ég ástæðu til að sjá eftir einhverju en ég velti mér ekki upp úr því. Við meg- um aldrei jarða okkur í fortíðinni. Við eigum að leitast við að finna styrk okkar í líðandi stund, í núinu, og í krafti þess takast á við framtíðina sem við höfum ekki hugmynd um hver er. Við skipuleggjum en annar ræður, oftast.“ Frumafl sem skapar allt Á seinni árum var Gunnar frægur fyrir djúpan áhuga sinn á lífsorkuæf- ingunum qigong og fékk fjölmarga Ís- lendinga til að gera æfingarnar með sér. Í samtali við Kolbrúnu Bergþórs- dóttur hér í Morgunblaðinu fyrir rúmum þremur árum sagði hann að qigong væri ekki íþrótt og ekki trúar- brögð heldur lífsmáti. „Qi er frumafl sem skapar allt í ver- öldinni og við lifum jafnlengi og við er- um hlaðin qi. Það er mikilvægt að anda að sér lífi. Við grípum andann á lofti þegar við fæðumst og um leið grátum við – þetta er eina skiptið sem for- eldrar gleðjast yfir því að heyra barn sitt gráta – svo geispum við golunni þegar við deyjum. En meðan við drög- um andann eigum við að horfast í augu við okkur sjálf. Í qigong er stefnt að því að fullkomin sátt sé milli líkama og sálar, efnis og anda. Með því að stunda qigong losar fólk sig við spennu sem er enginn vandi ef fólk gengur orkunni á hönd. Qigong er þríþætt: Hugleiðslu- qigong, heilsu-qigong og bardaga- qigong. Undirstaðan er agaður líkams- burður, öguð öndun og öguð hugsun.“ Viðeigandi skilaboð út í samfélag, þar sem hraðinn verður stöðugt meiri. Blessuð sé minning Gunnars Eyj- ólfssonar! Gunnar sem Agamemnon í Óresteiu Æskílosar í Þjóðleikhúsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg 27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Frítt verðmat Viltu vita hvað þú færð fyrir fasteignina þína ? Fasteignasala venjulega fólksins... Ábyrgðarmaður Domusnova: Haukur Halldórsson, hdl., lgf.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.