Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 24
Uppskriftin er samsetning af
mjög hollri og nærandi máltíð
sem er frábær sem nesti dagsins
ein og sér eða sem aðalréttur
með salati. Prótínblandan er blanda
af spíruðum baunum, ertum, linsum og
fræjum. Henni er blandað saman við pestó,
sólblómagrös og piccolotómata eða kon-
fekttómata.
75 g spíruð prót-
ínblanda frá Ecospíru
25 g sólblómagrös frá Eco-
spíru
5 stk piccolotómatar
PESTÓ
50 g steinselja
1 askja fersk basilikublöð, ca 25 gr
1 dl blanda af graskersfræjum og kasjú-
hnetum (gott að útvatna áður í 2 klst.)
1 hvítlauksrif pressað
1½ msk næringarger
1½ msk hemp fræ
1½ dl ólífuolía (má vera aðeins meira, fer
eftir hve þykkt pestóið er)
¼ tsk sjávarsalt
smá pipar
Hneturnar muldar fyrst í
matvinnsluvél, ekki fín-
malaðar, hvítlauknum
blandað saman við
ásamt steinseljunni,
basilikublöðunum,
næringarduftinu og
hempfræjunum.
Ólívuolíunni síðan
hellt rólega útí pestó-
ið. Að síðustu er smá
salti og pipar bætt úti
eftir smekk.
Gott að hafa pestóið
frekar grófmalað.
Spíruð prótínblanda
í pestó með sól-
blómagrösum
Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir
Prótínblandan er sett á disk (box ef nesti) ásamt
sólblómagrösunum og pestósósunni hellt yfir. Pic-
colotómatarnir skornir til helminga og settir
með.
Spírublandan er mjög rík af næringarefnum,
m.a. prótínum, steinefnum og vítamínum, einkum,
A, B1, B5, B6 vítamínum, C og K. Mungbaunir eru
góð uppspretta af prótíni, sérstaklega
amínósýrunni methionine sem talin
er hafa róandi áhrif á líkamann.
Linsur eru einnig ríkar af
próteini og járni og eru
mjög góð uppspretta af C-
vítamíni.
Fenugreek er blóð-
og nýrnahreinsandi.
Ríkt af fosfór og
járni, auk snefilefna
og inniheldur ens-
ímið U, sem verndar
meltingarveginn og
magann. Mjög gott við
magabólgum.
Ertur eru ríkar af pró-
teini og kolvetnum, trefj-
um og vítamíninu A, ásamt
mikilvægum steinefnum, m.a.
járni, kalíum og magnesíum.
Þá er sólblómagrösin einstakt of-
urfæði með ríkulegt magn næringarefna
og blaðgrænu.
1 gulrót (2 litlar)
2 lífræn epli, kjarnhreinsuð
4 dl vatn
2 msk rifinn engifer
4 msk sítrónusafi
1 msk chiafræ
1/4 tsk mulin söl
blanda vel og síðan bæta við
20 g brokkólíspírur
20 g sólblómaspírur
25 g prótínblanda
blanda létt saman við og svo
bara neyta og njóta áhrifanna!
Spírandi orku-
drykkur, full-
komin næring
MATUR Sunnudagsmogginn mælir með virkilega góðri samsetningu, bökuðum rauð-rófum og feta osti eða geitaosti. Þetta tvennt bragðast alveg einstaklega velsaman. Líklega eru fleiri tegundir sem fara vel saman með rauðrófunum,
endilega að prófa sig áfram.
Paraðu rauðrófur með osti
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016
REYKJANESBÆ
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104
Þú finnur
jólagjöfina
hjá okkur
Siemens - Adidas
Under Armour - Cintamani
Katrín H. Árnadóttir, við-skipta- og umhverfisfræð-ingur, tók ákveðna U-
beygju í lífinu þegar hún varð ást-
fangin af spírum og ákvað að hefja
framleiðslu á þeim hér á landi. „Af
heilsufarsástæðum sem ég hafði
glímt við um nokkurt skeið fór ég til
Púertó Ríkó á heilsustofnun sem
byggist á spíruðu fæði og dvaldi þar
í hálfan mánuð. Það var alveg nýtt
fyrir mér á þeim tíma að neyta spír-
aðs fæðis í öll mál en áhrifin létu
ekki á sér standa, ég upplifði ótrú-
lega mikla orku og vellíðan bæði
andlega og líkamlega. Þegar ég kom
heim neytti ég eingöngu lifandi fæð-
is í um eitt ár og leið alveg dásam-
lega,“ segir Katrín. Það leiddi til
þess að hún fór að huga að því að
gera þetta fyrir alvöru og koma
þessu á markað og árið 2012 fór hún
að framleiða nokkrar tegundir. „Ég
valdi einkum þær sem höfðu bestu
eiginleikana með tilliti til heilsu skv.
rannsóknum og sem ég hafði sjálf
reynslu af. Það voru brokkolíspírur,
radísuspírur, alfalfa og blandaðar
baunir, ertur, linsur og fenugreek.“
Opnaði SpíruBarinn
Katrín spírar eingöngu lífræn og
ómeðhöndluð fræ en hugmynd henn-
ar í upphafi var ekki eingöngu að
selja ferskar spírur heldur einnig
aðra matvöru sem unnin er úr spír-
uðu hráefni og þá þurrkuðu.
„Það var síðan í sumar að ég opn-
aði SpíruBarinn í Krónunni, Flata-
hrauni. Þar er nú hægt að kaupa
ferskar spírur, spírudrykki, spíruð
frækex, spíraðar möndlur og spíraða
fræblöndu sem og fræ og baunir til
spírunar og spírunarpoka með leið-
beiningum um hvernig á að spíra.
Einstakur hollustubar!“
En hvers vegna spírur?
„Það sem greinir spírur frá öðrum
matvælum er gnægð ensíma sem
eru í spírum. Í stað þess að nota
orku líkamans og eigin ensímforða
við að brjóta niður fæðuna brýtur
ensím spírunnar næringarefnin nið-
ur í það form sem líkaminn getur
nýtt sér og skilar út í blóðið í gegn-
um slímhúð meltingarfæranna. Á
þennan hátt sparar spírað fæði
orkubirgðir líkamans. Um leið og
það gefur líkamanum hágæða nær-
ingu og orku eykur það möguleika
líkamans á endurnýjun og heldur
líkamanum ungum og orkumiklum.
Með aldrinum minnkar ensímforði
okkar til að melta fæðu og er því
mikilvægt að neyta ensímríkar fæðu
til að líkaminn fái þá næringu sem
hann þarfnast,“ segir Katrín. „Hvert
fræ er forðabúr hverrar plöntu og
inniheldur næringarefni hennar.
Þegar réttar aðstæður eru fyrir
hendi, einkum vatns og hita, byrjar
fræið að spíra og leysir úr læðingi
gríðarlega mikla orku. Náttúruleg
efnabreyting á sér stað. Ensím
verða til og umbreyta næring-
arefnum fræsins í þá næringu sem
plantan þarfnast til vaxtar. Spírur er
gott að borða daglega með öllum
mat sem hver og einn er vanur að
borða, í græna drykkinn, ofan á
brauð, í salatið, ofan á pitsuna, í vefj-
una, með fiski eða kjöti, það er hægt
að borða spírur með nánast öllum
mat.“
Spíran, sann-
kallað ofurfæði
Katrín er mikill aðdáandi spíra.
Katrín er konan á bak við Ecospírur sem hún
stofnaði árið 2012. Hún segir það gott fyrir
líkamann að neyta spíra sem innihalda mikið
magn mikilvægra trefja og vítamína sem
gagnast til að halda góðri heilsu út lífið.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is