Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Page 26
Mikið er lagt upp úr því áHeilsustofnuninni íHveragerði að hafa mat- inn heilsusamlegan, næringarríkan og bragðgóðan. Sérstök áhersla er lögð á grófmeti úr jurtaríkinu eins og til dæmis baunir, hýðishrísgrjón, ým- iss konar heil korn og svo auðvitað grænmeti og ávexti. Stefna heilsu- hælisins er að hafa sem minnst af unnum matvælum og er allur matur eldaður frá grunni á staðnum. Matsalurinn er ekki aðeins opinn fyrir dvalargesti heldur er opið fyrir gesti og gangandi að kaupa sér há- degisverð alla daga vikunnar. Hægt er að borða á staðnum eða taka með. Fallegur matur í kroppinn „Það sem hefur breyst hér á síðustu árum er að það er búið að færa meiri þekkingu inn í samsetningu matar- ins. Halldór Steinsson yfirmat- reiðslumaður og starfsfólkið í eld- húsinu eru orðin meðvitaðri um hvað þau setja ofan í sig og hvað ekki,“ segir Ingi Þór Jónsson, markaðs- stjóri Heilsustofnunar Náttúru- lækningafélags Íslands. „Maturinn er orðinn svo fallegur og bragðgóður og mikið úrval af fjölbreyttri ofur- fæðu og flottu hráefni. En þessi vitn- eskja kemur ekki á einum degi, eða upp úr einni bók. Það eru mikil fræði á bak við fæðuna.“ Á Heilsustofnun er fiskur fram- reiddur tvisvar í viku en alla aðra daga er úrval grænmetis- og bauna- rétta ásamt súpu og hlaðborði af sal- ati, ávöxtum og sýrðu grænmeti. Ekkert kjöt og afskaplega lítið er um mjólkurvörur. „Það er búið að taka mjólkurvörur mikið út úr matnum hérna, enda geta þær verið bólgu- myndandi. Hér áður var mikið um rétti í rjómasósu eða þvíumlíkt. En eftir að það var tekið út komu margir til okkar sem tóku eftir því að ýmsir kvillar sem höfðu hrjáð viðkomandi, eins og útbrot og annað, höfðu horfið eftir að þeir höfðu neytt fæðunnar sem hér er í nokkra daga. Það gerir þetta hreina fæði,“ segir Ingi Þór. Maturinn á Heilsustofnun hefur vakið mikla lukku og segir Ingi Þór að margir leggi leið sína úr höfuð- borginni austur til að sækja sér fiski- bollur sem eru gerðar í eldhúsinu á staðnum og hægt er að kaupa til að taka með og elda heima. „Þær hafa notið mikilla vinsælda, fiskiboll- urnar. Draumurinn okkar er síðan að vera með okkar eigin vörulínu, beint frá býli. Eitthvað sem við fram- leiðum á staðnum. Það kemur að því,“ segir Ingi Þór að lokum. Ljósmyndir/Áslaug Snorradóttir Spírandi kartöflu- salat með radísum, dilli og dressingu. Endalaus orka. Litríkt salat af kross- blómaætt. Brokkolí, gult og fjólublátt blómkál á gúrku- sneiðum ásamt radísum. Alls konar góðgæti á lauf- blaðsplatta, íslensk upp- skera með suðrænu flæði. Bananalaufið er úr gróðurhúsi Garðyrkju- skólans í Hveragerði. Leynda perlan handan heiðarinnar Á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands er litið á matinn sem hluta af fræðslu og meðferð gestanna en hver sem er getur komið við og keypt sér hádegisverð. Áhersla er lögð á hreint fæði og að elda allt frá grunni á staðnum. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is ’Maturinn er orðinnsvo fallegur og bragð-góður og mikið úrval affjölbreyttri ofurfæðu og flottu hráefni. Kjörið aðventusalat, raspaðar rauðrófur, jarðarber og baunagras. Stútfullt af ást og gleði. Ingi Þór Jónsson og Halldór Steinsson. Hrökkkex-samloka með baunum, avókadó og blönduðum spírum. 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 MATUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.