Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 29
það sem gekk svo vel upp hjá mér í þessum bardaga fyrir utan það að hausinn á mér var alveg á réttum stað. Það var það að líkaminn gerði bara allt sem við þjálfari minn vorum búin að fara í gegnum aftur og aftur. Það sér ekki einu sinni á mér eftir bardagann. Ég er ekki með skrámu eða marbletti. Þetta með sjálfs- traustið og andlegu hliðina kemur síð- an síðar. Ég hef alveg fundið muninn á því hvernig það er að standa ekki með sjálfri mér miðað við eins og nú.“ Hvert er næsta skref? „Nú er ég búin að fá jákvæða at- hygli og sýna að ég hef fullt fram að færa í þetta á móti góðum andstæð- ingi. Ég er búin að heyra það að ég hafi vakið einhverja athygli. Þá er bara að sjá hvernig bardagi mér býðst næst.“ Vill leyfa atvinnuhnefaleika Valgerður æfði mikið fyrir bardag- ann. „Í aðdragandanum æfði ég einu sinni til þrisvar á dag, skynsamlega, bæði tækni og þrek og sparr. Ég fékk rosalega fínan sparr félaga sem er í svipaðri þyngd úr öðru félagi í Kópavogi. Hann hjálpaði mér mikið fyrir bardagann,“ segir hún og út- skýrir hvað sparr er: „Það kallast að sparra að fara upp í hring og taka lotur eins og maður sé að fara að keppa en auðvitað ekki á fullum krafti en það þurfti samt að beita smá hörku því við vorum að undirbúa mig fyrir bardaga.“ Hnefaleikar hafa verið stundaðir á Íslandi með hléum en árið 1956 var íþróttin bönnuð með lögum. Alþingi setti síðan lög sem leyfðu áhuga- mannahnefaleika árið 2002. Val- gerður vill að atvinnuhnefaleikar verði leyfðir hérlendis og segir að mörkin á milli áhugamanna- og at- vinnuhnefaleika séu að mást út. Til dæmis megi nú taka þátt í áhuga- mannahnefaleikum þó að viðkom- andi hafi keppt í atvinnubardaga, en það var bannað áður. Ennfremur eru höfuðhlífarnar að detta út, að minnsta kosti í ákveðnum flokkum. „Það er uppgangur í boxinu á Ís- landi. Stelpunum er alltaf að fjölga og ég er ánægð með það. Unglinga- og barnastarfið er líka gott eins og í stöðinni minni. Þetta er góð íþrótt til að byggja upp aga og sjálfstraust fyrir utan hvað maður verður lík- amlega vel á sig kominn.“ Það er tiltölulega stutt síðan að hnefaleikar voru leyfðir á ný. „Núna eru krakkarnir úr barna- og ung- lingastarfinu að skila sér upp í efri flokkana. Það eru til dæmis margar efnilegar stelpur núna.“ Hafa verið fordómar gegn hnefa- leikum hér? „Fólk getur haft fordóma fyrir öllu sem það þekkir ekki. Fyrir mér er þessi íþrótt fyrst og fremst list, að læra að samræma líkama og huga, tækni og viðbrögð.“ Fór að æfa af alvöru 2012 Hún byrjaði að æfa hnefaleika hjá Vilhjálmi í lok ársins 2009 en segist ekki hafa tekið þetta alvarlega og æft af og á. Það var ekki fyrr en hún fór út á mót í árslok 2012 að við- horfið breyttist. „Ég fór á ACBC sem er stórt mót í Gautaborg og vann minn flokk þar. Þá fór ég að hugsa; hvað ef ég legg alvöru í þetta og æfi af fullum krafti?“ Á undan þessu var hún í fótbolta í nokkur ár sem barn og æfði hnefa- leika í eitt og hálft ár frá 18 ára aldri hjá Oscar Luis Justo. „Eftir það æfði ég ekki neitt fyrr en ég byrjaði hjá Villa,“ segir Valgerður sem er nú 31 árs. Þetta hlýtur að liggja vel við þér? „Ég hef alltaf verið líkamlega hraust,“ svarar hún og segir að mað- ur hennar, Halldór Már Jónsson, sé „góður í öllu“. „Hann getur boxað og gert allt sem hægt er að gera hérna heima. Hann var fyrsti Íslands- meistarinn í brasilísku jiu jitsu. Hann ræðst reglulega á mig með glímu og er alltaf að segja mér að fara að prófa það líka. Þetta liggur vel fyrir mér.“ Henni þykir vænt um hrósið sem hún fékk frá Mikaelu Lauren sem var kynnir á Rising Stars-mótinu. „Hún er sænsk og tvöfaldur heims- meistari í sínum þyngdarflokki. Hún keppti sinn fyrsta atvinnubardaga á þessum sama stað og var jafngömul þá og ég er nú. Hún var ánægð með bardagann og sagði að þetta væri betri byrjun en hjá henni,“ segir Valgerður sem stefnir hátt og er tilbúin að leggja hart að sér til að ná langt.Valgerður var að vonum glöð eftir bardagann. Andstæðingurinn var Angélique „Reyna“ Hernández á mótinu Rising Stars í Stokkhólmi. Hnefaleikahöllin var troðfull og stemningin í salnum góð. Valgerður með þjálfara sínum, Vilhjálmi Hernandez, í andlegum og líkamlegum undirbúningi fyrir bardagann mikilvæga um síðustu helgi. ’Mér leið mjög vel, þaðvar létt, gott stress ímér. Það var loksins kom-ið að fyrsta atvinnubar- daganum. Um leið og ég steig inn í hringinn gat ég ekki hætt að brosa því ég var svo glöð. 27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 40+ FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári Selma Björk er mjög ánægð með áhrifin af Femarelle 50+ FEMARELLE RECHARGE • Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur kynhvöt • Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi Femarelle skiptir Valgerði miklu máli 60+ FEMARELLE UNSTOPPABLE • Inniheldur kalsíum og D3-víta- mín sem eru nauðsynleg til að styrkja bein að innan • Stuðlar að heilbrigðri slímhúð legganga • Eykur liðleika • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku sem stuðlar að andlegu jafnvægi Eva Ólöf er hressari þegar hún notar Femarelle Lífið ætti ekki að taka stakkaskiptum við það að eldast - vertu með okkur Elskaðu.Lifðu.Njóttu. vörulínan

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.