Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 ú er mánuður frá kosningum. Og strax farið að bera á tali um stjórnarkreppu. Sögubrot Fram til vors 1991 hafði á lýð- veldistíma gjarnan tekið mánuð eða svo og allt upp í þrjá mánuði að mynda meiri- hlutaríkisstjórn á Íslandi. Vorið 1991 tók það fjóra daga eftir að stjórnarmyndunarumboð fékkst, sex dögum eftir kosningar. Kosið var 20. apríl og ný stjórn var mynduð 30. apríl, 10 dögum síðar. En oft hefur verið erfitt um stjórnarmyndun, ekki síst þar sem forystumenn tveggja stærstu flokkanna um langa hríð, Hermann og Ólafur, áttu ekki alltaf skap saman. En einnig síðar var stundum erfitt um stjórnar- myndun. Vorið 1974 virtust kostirnir nokkuð aug- ljósir. En það urðu erfið endalokin fyrir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Sjálfstæðisflokkurinn hafði beitt sér mjög gegn henni. Bréfritari var þá þingfrétta- ritari Morgunblaðsins og það var gósentíð fyrir ung- an og „örlítið“ vilhallan blaðamann á þeirri tíð. Sjálf- stæðisflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosning- anna, en eftir 20 daga tilraunir eða svo skilaði for- maðurinn, Geir Hallgrímsson, umboði sínu. Eftir nokkurt þóf, er Ólafur Jóhannesson fór með umboðið, myndaði hann stjórn fyrir Geir, eins og hann minnti stundum á, um leið og hann gotti góðlátlega út í annað. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, hefur rifjað upp ýmis atvik sem urðu næstu árin á eft- ir í athyglisverðri grein hér í blaðinu. Hann var á þeim árum á meðal helstu gerenda. Sagan verður vissulega ekki sett í ljósritunarvél, en stundum getur verið heimskulegt að hafa hana ekki a.m.k. til hlið- sjónar. Menn kynnu að hafa gott af því að glugga í grein Hjörleifs. Nær núinu Vorið 1987 var nokkuð erfitt um stjórnarmyndun og enginn kostur tveggja flokka stjórnar og enginn kost- ur þriggja flokka stjórnar án aðkomu Sjálfstæðis- flokksins. Það þóttu einstæðar pólitískar aðstæður. Nú, nær þremur áratugum síðar, er sama staða aftur uppi. Þrír næststærstu þingflokkarnir hafa aðeins 28 þingmenn á bak við sig. Það er ekki mjög trúverðugt að halda því fram, að þótt mánuður sé frá kosningum hafi ígildi stjórnar- kreppu riðið í hlað. En það kemur hins vegar fleira til. Stjórnarmyndunartíminn einn segir aðeins lítinn hluta sögunnar. Það sem ýtir undir vandann er óheppilegur kosningatími, skortur á fjárlögum og framundan jólatíð og áramót. Allt þetta hottar á. Með nákvæmlega sama hætti og gerðist eftir haustkosn- ingarnar 1979. Guðni Jóhannesson hefur haldið því fram að í raun hefði ríkt stjórnarkreppuástand frá vorinu 1978. Það má til sanns vegar færa. Og flestir muna eftir því sem kom upp í framhaldinu í byrjun ársins 1980. Með hliðsjón af fyrrnefndum orðum Guðna mætti halda því fram, að eins konar stjórnarkreppa hafi verið í landinu nú, frá því að forsætisráðherra lands- ins hraktist úr starfi eftir að honum hafði verið veitt fyrirsát sem sjálft Ríkisútvarp landsins átti hlutdeild að. Í framhaldinu tóku menn að orða haustkosningar uns svo var komið að ýmsum þótti að gefið hefði verið loforð um þær. Næst breytti varaformaður Framsóknarflokksins atburðarásinni. Hann hafði leyst formann sinn af á meðan sá næði vopnum sínum. Þegar formaðurinn taldi sig hafa gert hreint fyrir sínum dyrum kom á daginn að afleysingamaður varnaði honum óvænt sætis. Sagði sig ekki komast hjá að „láta undan undan þrýstingi“ um að bjóða sig fram til formanns. Annar stjórnarflokkurinn var því undirlagður af ósætti um langa hríð og illa búinn til kosninga. Hann missti því af þeim byr sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í seglin á síðustu metrunum. Ríkisstjórnin var í tóma- rúmi, ef ekki uppnámi í allmarga mánuði. Stjórnar- andstaðan fullyrti að ríkisstjórnin hefði breyst í starfsstjórn eftir að hún léði máls á kosningum og ætti allt sitt undir stjórnarandstöðunni. Fullyrðingin um starfsstjórn var röng, en þó eingöngu að formi til. Stjórnarandstaðan réð öllu um það sem afgreitt var síðustu mánuðina. Þess vegna „stjórnarkreppa“ Það er af þessum ástæðum, og vegna árstíma og yfir- hangandi fjárlaga, sem ára stjórnarkreppu vaknar upp. Tilfinningin er nefnilega sú, að stjórnarkreppa hafi staðið frá sumarbyrjun. Á þessum vettvangi hefur áður verið sagt að eðli- legt hafi verið að veita Bjarna Benediktssyni fyrstum umboð til stjórnarmyndunar. Bjarni er með stærsta þingflokkinn að baki sér, helmingi stærri en sá næsti er. Það hefði verið einkennilegt að ganga fram hjá honum. Sú óskráða regla er að vísu bæði rétt og fyrir- ferðarmikil, að forseta beri einkum að horfa til þess, að sá fái umboð til stjórnarmyndunar sem líklegastur sé til að geta nýtt það. En stundum er stjórnmálalegi veruleikinn annar. Óhjákvæmilegt getur verið að fara í gegnum ákveðinn forleik áður en það andrúmsloft sé orðið að nokkur geti myndað ríkisstjórn. Sáralitlar líkur voru á að formaður Sjálfstæðisflokksins mynd- aði ríkisstjórn í fyrstu atrennu. Með sama hætti var því haldið fram hér, að eðlilegt væri að Katrínu Jakobsdóttur hefði verið falið að gera næstu tilraun. Það voru litlar líkur á því að hún myndaði ríkisstjórn 5 flokka. Það er raunar ólíklegt að hugur hennar hafi staðið til þess að mynda slíka ríkisstjórn. Í því felst ekki ásökun um að Katrín hafi gengið til síns verks af óheilindum. Hún hlaut að kanna þennan kost. Bæði sjálfrar sín vegna, flokks- systkina, kjósenda og ekki síst almennings. Katrín boðaði til formannafundar hugsanlegrar fjölflokkastjórnar og það mættu 15 manns! Sjálfsagt var það vegna þess, að af hálfu Pírata hafa þrír ein- staklingar stjórnarmyndunarumboð. Ekki var hægt að hafa þrjá pírata á 7 manna formannafundi. Þess vegna þurftu 15 menn að mæta. Sá veruleiki opnaði augu margra. Vinstri grænir gátu ekki haft aðkomu að ábyrgri stjórnarmyndun nema að hafa farið af al- vöru gegnum þennan þátt. Sú tilraun fór út um þúfur eftir stutta stund. Í framhaldinu kepptust sumir við- ræðumanna um að þakka formanni Vinstri grænna fyrir verkstjórnina. Hvers vegna töldu þeir svona mikilvægt að gera mikið úr þeim þætti? Vissulega tóku næstum allir þingmenn fjölfokkaþreifinga þátt í þessum spjallfundum. En hvað með það? Slaka, strákar, slaka Það gæti hugsanlega verið gagnlegt að halda slíka málfundi eftir að fyrir lægi mat foringja um að stjórnarmyndun lægi í lofti. Það er ósennilegt að flokkar fari að slaka út málefnum sínum í forleiknum. Píratar virtust einir halda að þeir væru komnir í al- vöru stjórnarmyndun og hömuðust við að gefa eftir Stórkaupmenn höfðu umboð en sóttu það ekki til Bessastaða ’ Guðni Jóhannesson tilkynnti að nú í næsta framhaldi hefði enginn og allir stjórnarmyndunarumboð. Það kom dálítið á óvart að sjá núverandi forseta henda stjórn- armyndunarumboðinu svo fljótt út með bað- vatninu. Ekkert fordæmi er fyrir slíku. Reykjavíkurbréf25.11.16 N

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.