Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Qupperneq 42
The Examined Life (How We Lose and Find Ourselves) er safn þátta eftir sálgreinand- ann Stephen Grosz og voru þeir upphaflega fluttir á BBC (Radio 4). Hver þáttur fjallar um einn skjólstæðing og leið hans/hennar til bata eða glötunar. Ég var hálf angistarfull á meðan ég las bókina, því ég vildi ekki að henni lyki. Helst hefði ég vilj- að hafa hana 5.000 blaðsíður. Leyndarmál Lorelei er skáldsaga eftir Carolyn Parkhurst, fallega þýdd af Önnu M. Sigurðardóttur. Á frummálinu: The Dogs of Babel. Hún fjallar um mann sem missir konuna sína í ein- kennilegu slysi og leggur í kjölfarið allt í sölurnar til að kenna hundinum sínum að tala. Það hljómar kannski undarlega, en þetta er djúp og mögnuð saga um sorgina. Þýðingin er frá 2005. Bonita Avenue, skáldsaga eftir Peter Buwalda. Ragna Sigurðardóttir þýðir listi- lega vel úr hollensku. Þetta er fjölskyldu- saga, grimm og óvægin, grátlega fyndin þótt hún fylli mann of mikilli tómhyggju til að maður geti hlegið upphátt. Guðrún Eva Mínervudóttir HVAÐ LANGAR HÖFUNDANA AÐ LESA? 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 LESBÓK Nítján sögur eru í nýrri bók SteinarsBraga, Allt fer, jafn fjölbreyttar og þæreru margar. Ímyndunarafl höfundar hefur oft verið sagt mikið og vart annað hægt en taka undir það. Blaðamaður nefnir til að mynda söguna Kólfurinn, spyr hvort hægt sé að átta sig á því hvaðan hún er sprottin, og hvort Steinar hafi alltaf haft ríkt ímyndunarafl. Höfundurinn svarar: „Ég býst við að þetta sé einhver ónáttúra að ganga í gegnum lífið spyrjandi sjálfan sig hvað- ef, of mikið. Ég veit ekki hvað ímyndunarafl er en ég tala nógu mikið við sjálfan mig, það er mikið um aðfinnslur og útúrdúra og að dvelja að jafnaði eins langt fjarri jafnvægi og hægt er. En það má eitt gott segja um það, ég tala ekki upphátt við sjálfan mig. Ég þagði að mestu fram að tvítugu en fór þá í læknisfræði af því ég hélt ég myndi kynnast dauðanum þar, þöglara fólki en mér. Kólfurinn var skrifuð í Montréal á dimmu októ- berkvöldi árið 2008, ég bjó í íbúð sem var und- irlögð af myglu sem óx á veggjunum og leigusal- inn var dvergur. Það þurfti ekkert ímyndunarafl til að raða því saman.“ Ástin er áberandi í nýju bókinni. Var hún vilj- andi einhvers konar útgangspunktur? „Ég hafði úr nokkuð mörgum sögum að velja, til að koma lokamynd á safnið. Útgangspunkt- urinn var ekki að binda það við ákveðið þema, en hafa sögurnar þó ekki beinlínis í sjálfsmorðs- árásum hverja gegn annarri. En jú, ætli ástin myndi ekki komast næst því að sameina þær, eins opið og það fyrirbæri annars er. Og ástleysi. Sambönd, sambandsslit. Ætli nokkuð af þessu sé beinlínis tæmandi en ég kyssti samt Önnu Lindu, Krissu og Ninju á leikskólanum tíu ára gamall og það hefur dugað mér, enda sagði Tolstoy að rit- höfundur væri týpan sem rölti framhjá skála her- manna seint að kvöldi – gott ef ekki á frið- artímum – og hlustaði á glaum þeirra í nokkra stund en hlypi svo heim og skrifaði Stríð og frið.“ Í sögunni Úrræði ríkisstjórnarinnar á fast- eignamarkaði búa persónurnar í iðrum fyrrver- andi forsætisráðherra. Spurt er hvort höfund- urinn sé pólitískur, eða vilji vera það í skrifum. „Ég held að besta leiðin til að skilja Sigmund Davíð sé ekki endilega ofanfrá, gegnum hausinn á honum, a.m.k. hef ég fátt séð sannfærandi úr þeirri átt. Ætli megi ekki skilgreina þessa sögu sem kviðsæi, mýkra og sleipara raunsæi sem vill ekki endilega vera handfjatlað. Ég veit vel að raðhúsahverfi eru ekki byggð innan í stjórn- málamönnum en samt, ef þú horfir útundan þér á raðhús er augljóst að húsin glotta, þeim finnst hlægilegt að vera þar sem þau eru, leika þetta hlutverk, og að þau vilja eitthvað allt annað en það sem við neyðum þau til að vera. Fengum við leyfi hjá raðhúsum til að vera inni í þeim? Er eitt- hvað ósiðlegra að fara með skáldskap inn í kvið- inn á samanklastraðri ímynd af stjórnmála- manni? Ætli ég sé ekki pólitískur í aðra röndina a.m.k., við erum það öll og átök um pólitík eru nauðsynlegur og leiðinlegur hluti af lífinu.“ Er skáldskapur nauðsynlegur fyrir heiminn? Veit ekki hvað ímyndunarafl er „Ég er ekki viss um að við þurfum meiri skáld- skap í heiminum,“ segir Steinar Bragi. Steinar Bragi hefur farið mikinn á ritvellinum síðustu ár. Síðasta skáldsaga hans, Kata, vakti gífurlega athygli fyrir tveimur árum og nú sendir skáldið frá sér margslungið smásagnasafn, Allt fer, þar sem víða er komið við. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hallgrímur Helgason orti óbundin ljóðum tvítugt en fékk ekki gefin út. Nú,mörgum skáldsögum og hefðbundnum ljóðum síðar, er komin frá honum bók með óbundnum ljóðum, sem urðu til á göngu með tíkinni Lukku. „Hundurinn kveikti á einhverri nýrri stöð í mér. Ég var alltaf í sveit í gamla daga og hænd- ur að hundum en það var svo vegna þrýstings frá yngstu dóttur minni að við fengum okkur Lukku. Núna segir konan mín: Hvernig gastu ekki átt hund? Það er einhver bóndi í manni, einhver gamall strengur,“ segir Hallgrímur í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Ég sest ekki niður til að semja þessi ljóð heldur leyfi þeim að koma til mín á göngunni og skrifa niður þegar ég kem inn, en hef ekki mikið verið að breyta þeim eftir á eða vinna þau mikið áfram. Þetta er meira spurning um að hnykkja á efninu en þrykkja meiru í það. Ég hef í raun lítil völd yfir þessum kveðskap; játa mig sigr- aðan og ljóðin koma bara eins og þau koma.“ Hallgrímur segir göngutúrana með Lukku eins og veiðitúra. „Stundum kemur ekkert, stundum eitt ljóð, stundum tvö eða þrjú.“ Hann yrkir gjarnan á morgnana. „Við göng- um mikið í Laugarásnum, þar er óbyggt svæði þar sem hundurinn getur verið laus. Ég er svo með vinnustofu nálægt Framvellinum, við göng- um í kringum hann, og um helgar fer ég oft upp að Rauðavatni, það er fallegt svæði. Svo eru göngutúrar í Hrísey.“ Hundurinn breytti skáldinu. „Lukka er núvit- undarmeistari,“ segir Hallgrímur. „Hún lætur mann lifa meira í núinu en ég gerði áður. Fyrr á tíð hugsaði maður oft um að gaman væri að yrkja einhvern tíma seinna um þetta eða hitt en nú gerist það strax. Hugmynd að ljóði getur kviknað við litla vængjaða hreyfingu í 20 metra fjarlægð um leið og stigið er út úr bílnum. Mað- ur veit aldrei hvenær það gerist og verður því að vera viðbúinn. Í bókinni segir: Ljóðið kviknar aðeins hinum verklausa. Maður þarf eiginlega að vera ekkert að gera. Þegar maður er á fullu í vinnu kemur ekkert en þegar maður slakar á, er einn að hangsa með hundinum, þá koma ljóðin.“ Hallgrímur kveðst á sínum tíma hafa verið hug- fanginn af Jónasi Hallgrímssyni. „Ég varð fyrir miklum áhrifum frá Jónasi og fór að ríma og stuðla; draumurinn var að ná tökum á því. Mér fannst maður ekki fullburða rithöfundur nema hafa tök á ferskeytluforminu, stakhendunni og sonnettuforminu; öllum þessum gömlu formum. Ég gaf út kvæðabók með þannig efni 1998 en fannst ég svo lenda í öngstræti; þetta hentaði ekki alveg nútímanum. Hugmyndirnar urðu líka svo margar að eitthvað varð undan að láta. Það má segja að ég hafi gefist upp fyrir móderníska ljóð- inu, sem ég hafði barist gegn ungur maður. Og þegar ég tók niður varnirnar fóru ljóðin að flæða.“ Hvernig gastu ekki átt hund? Hallgrímur Helgason og Lukka í Hrísey í sumar. Ljóð varð hugsanlega til í þeim göngutúrnum. Morgunblaðið/Einar Falur Síðan fjölskylda Hallgríms Helgasonar eignaðist tíkina Lukku fara skáldið og hund- urinn daglega í göngutúr. Á því ferðalagi streyma óbundin ljóð fram í huga skáldsins. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ég veit varla hvar skal byrja. Ansi mikið af fínum bókum að koma út, sýnist mér. En þegar svo háttar hefur maður tilhneigingu til að tékka fyrst á þeim höf- undum sem lengi hafa verið í uppáhaldi. Ég byrja því trúlega á ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Núna. Opnaði hana raunar inni í bókabúð á dögunum og varð beinlínis hrærður. Hálfvegis vandræðalegt, svona á almannafæri. Pétur Gunnarsson er líka í miklum metum hjá mér. Við vorum saman á höfundakvöldi um daginn og mér fannst mikið til þess koma sem hann las þar úr bók sinni, Skriftir. Dásamlegur óður til skáld- skaparins. Loks vil ég nefna gamlan félaga úr músíkinni, Bjartmar Guðlaugsson, en mér sýnist hann vera með ansi fallegt verk – Þannig týnist tíminn – sem inni- heldur sjálfsævisögulegan prósa, ljóð og myndir. Orri Harðarson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.