Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Side 48
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2016
Freddie Mercury var tónelskum harmdauði, en hann lést af völdum
alnæmis 24. nóvember 1991. Frægastur var hann fyrir starf sitt með
breska rokkbandinu Queen, en lög þeirra fjórmenninga lifa enn góðu
lífi. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að gera kvikmynd um líf
Mercurys og Queen, Bohemian Rhapsody, en babb kom í bátinn þeg-
ar leikarinn sem fara átti með aðalhlutverkið, breski háðfuglinn Sasha
Baron Cohen, gekk úr skaftinu vegna ágreinings við Queen-liðana
Brian May og Roger Taylor, sem verða tónlistarstjórar myndarinnar.
Fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að bandaríski leikarinn Rami
Malek, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Mr.
Robot, hefði verið ráðinn í hans stað. Við sama tækifæri var upplýst
að Bandaríkjamaðurinn Bryan Singer myndi leikstýra myndinni.
Hann er þekktastur fyrir The Usual Suspects og X Men-myndirnar.
Tökur eiga að hefjast snemma á næsta ári.
AFP
Malek mun leika Mercury
Rami Malek fær það verðuga verkefni að leika
Freddie Mercury í Bohemian Rhapsody.
Aldarfjórðungur var í vikunni liðinn frá
andláti söngvarans Freddies Mercury.
Freddie Mercury á
tónleikum með
Queen árið 1984.
Sitthvað var í Dagbókarblöðum
Reykvíkings í Morgunblaðinu á
þessum degi árið 1936. Meðal
annars þessi huggulega frétt ut-
an úr heimi:
„Um daginn fjekk kona ein í
Póllandi eina milljón dollara
sem borgun fyrir einn koss,
sem hún hafði gefið á sínum
ungu dögum, eða fyrir 50 ár-
um.
Það var með þeim hætti að
Ameríkumaður hafði lofað að
giftast henni og kysst hana, eitt
sinn er þau hittust, en síðan
svikið hana og farið til Am-
eríku. En hann gleymdi henni
aldrei nje kossinum, og hún var
stöðugt í huga hans, þó hann
ljeti aðeins þar við sitja.
Eftir því sem árin liðu grædd-
ist honum fje, og þegar hann
dó, var hann orðinn auðugur
maður. En í erfðaskránni hafði
hann mælt svo fyrir, að stúlkan
í Póllandi, sem nú var orðin
gömul kona, fengi allar eign-
irnar.“
Þar var og þessi skrítla:
„Frænkan: Jeg vona, að pabbi
þinn hafi lumbrað duglega á
þjer fyrir óþekktina í gær?
Drengurinn: Nei, hann sagði,
að hann tæki það allt of nærri
sjer að slá mig.
Frænkan: Hann hlýtur að
vera óvenju viðkvæmur, hann
faðir þinn.
Drengurinn: Já – í öxlinni,
hann er með gigt.“
GAMLA FRÉTTIN
Rándýr
koss
Þetta er ekki parið sem um getur í fréttinni, heldur hollenskt par í al-
þjóðlegri kossakeppni löngu síðar. Ekki er vitað um verð þess koss.
Reuters
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Hlynur Hallsson
safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
Tinni
blaðamaður
Albert Guðmundsson
knattspyrnumaður
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
FRIDAY
Crystal.
Glas. Ø8 x 10 cm. 695 kr. Nú 278 kr. Vínglas. Ø8 x 15 cm.
895 kr. Nú 358 kr. Kampavínsglas. Ø6 x 20 cm. 595 kr. Nú 238 kr.
Desertskál. Ø12 x 10 cm. 795 kr. Nú 318 kr. 6 stk. af 4 mismunandi
gerðum. 18.480 kr. Nú 7.392 kr.
Dream. Koddi. 60 x 63 cm.
3 hólf. Visco. 3.995 kr. Nú 2.397 kr.
Dream. Sæng. 135 x 200 cm.
100% pólýester. 7.995 kr.
Nú 4.797 kr.
Cookie. Kökudiskur. 3 hæðir. 32 cm.
3.995 kr. Nú 1.598 kr.
Link-stóll. Plastseta. Ýmsir litir. 12.900 kr. Nú 7.450 kr.
Stool-fellikollur. Hvítur eða
svartur með viðarlitaðri setu.
2.495 kr. Nú 998 kr.