Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Síða 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 10.–12. febrúar 2015
Furða sig á ummælum
fjármálaráðherra
n Langvinn óvissa skattrannsóknarstjóra n Óvíst um kaup á gögnum um undanskot í skattaskjólum
T
afir á því að skattrannsóknar-
stjóri nýti sér heimild til
kaupa á gögnum um undan-
skot í skattaskjólum erlend-
is eru orðnar að sjálfstæðu
máli. Nær ár er nú síðan að spurð-
ist að skattrannsóknarstjóra stæði til
boða að kaupa gögn sem kæmu upp
um undanskot íslenskra skattborgara
í skattaskjólum erlendis.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, lýsti því nú síðast
um helgina að málið væri á ábyrgð
Bryndísar Kristjánsdóttur skattrann-
sóknarstjóra. Hann vill einnig vita
eitthvað um seljanda gagnanna en
hefur um leið áhyggjur af vitnavernd.
Nýjasta dæmið
Á sama tíma birtast fréttir af því að
stærsti banki Bretlands, HSBC, að-
stoðaði vellauðuga viðskiptavini sína
við að koma gríðarlegum upphæð-
um undan skatti.
Upplýsingar sem þar um ræðir
komust í hendur uppljóstrarans Her-
ve Falcini árið 2007 en hann hafði
tekið þær ófrjálsri hendi frá HSBC
sem starfsmaður bankans í Genf. Um
er að ræða upplýsingar um viðskipti
yfir 100 þúsund viðskiptavina HSBC
hvaðanæva að úr heiminum.
Umrædd gögn hafa nú komist í
hendur rannsóknarblaðamanna og
stórra fjölmiðla víða um heim, svo
sem Guardian, Le Monde, BBC.
Birgitta Jónsdóttir, Pírataflokkn-
um, furðar sig á töfunum og ætlar
að biðja um fund í stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd Alþingis um málið.
Augljóslega sé um einhverja vangetu
opinbera kerfisins til að leiða málið
til lykta.
„Fjármálaráðherra skellir
skuldinni á skattrannsóknarstjóra
og heldur því fram að ábyrgðina sé
að finna þar, á því að ekki sé búið að
kaupa gögn um íslenska skattrgreið-
endur með fé í skattaskjólum ... Það
eina sem stendur í veginum er póli-
tískur vilji til að kaupa gögnin,“ seg-
ir í tilkynningu frá stjórnmálaaflinu
Dögun, sem lýsir stuðningi við skatt-
rannsóknarstjóra en jafnframt, að
boltinn sé hjá Bjarna.
Verður greiðslan
einnig skattlögð?
Pétur Blöndal, Sjáflstæðisflokki, tel-
ur að tæknileg atriði hafi tafið mál-
ið. „Ég er í fyrsta lagi á móti því að
menn svíki undan skatti. Ég er líka
á móti því að menn steli. Þetta eru
væntanlega stolin gögn. Svo er vandi
að ráða fram úr hvernig greitt verður
fyrir upplýsingarnar og hvort binda
eigi greiðslur við árangur af kaupum
á gögnunum sem ég tel skynsamlegt
að gera,“ sem Pétur.
„Þjóðverjar fóru þá leið að þeir
sem að óskuðu gátu kært sjálfa sig
eða framtal sitt og mér skilst að það
hafi komið talsvert meira út úr því en
gögnin sjálf skiluðu. Það gæti verið
skynsamlegt fyrir okkur að fara svip-
að að en til þess þarf lagabreytingu.
Þá eru menn sektaðir en ekki ákærðir
og sakfelldir fyrir skattalagabrot.“
Pétur spyr einnig hvað verði um
greiðsluna fyrir slík gögn; hvort hún
verði skattskyld eða hvort hún verði
að vera svört. Þá viti enginn hvort
greiðslan fari öll á réttan stað eða
hvort milliliðir komi til skjalanna.
„Mér finnst að það þurfi að minnsta
kosti að koma fram að eitthvað sé í
gögnunum sem nýtist skattinum.“
Á það er að líta að skattrann-
sóknarstjóri hafði fengið sýnishorn af
gögnunum sem bendi til þess að fýsi-
legt væri fyrir skattayfirvöld að kom-
ast yfir öll gögnin.
Vill vísa málinu til
eftirlitsnefndar
Birgitta Jónsdóttir, Pírataflokknum,
segir að tilefni sé fyrir stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd Alþingis að taka mál-
ið fyrir, „það er greinilega eitthvað að
stjórnsýslunni ef fjármálaráðherra
treystir sér ekki til að taka ábyrgð á
þessu máli. Það væri gagnlegt að fá
þetta tekið fyrir í nefndinni til þess að
fá svör um það hvar hnífurinn stend-
ur í kúnni. Eitt fráleitasta sem ég hef
heyrt lengi er að fjármálaráðherra
þurfi að vita hver seljandi gagnanna
sé. Mér finnst þetta hálfgerður mol-
búaháttur. Ef vilji er til að leysa mál-
ið þá finnst lausn. Mér finnst fjár-
málaráðherra draga lappirnar í þessu
máli. Hann þarf að taka af allan vafa
um þetta. Hann getur ekki skýlt sér
á bak við skattrannsóknarstjóra. Það
væri mjög neyðarlegt ef það spyrðist
að íslensk yfirvöld heyktust á því að
kaupa slík gögn og almenningur yrði
að safna fyrir þeim.“
Skrítið að fara í fjölmiðla
„Mér finnst skrítið að fjármálaráð-
herra fari í fjölmiðla með þetta mál
og senda þar skattrannsóknarstjóra
tóninn,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son, þingmaður VG. „Ég hélt að þetta
væri mál sem ráðherrann og skatt-
rannsóknarstjóri leystu sín á milli. Ég
held að það sé ekki rétta leiðin að fara
að kasta boltanum á milli ráðuneyt-
isins og embættisins í fjölmiðlum.
Mér finnst þetta mjög sérkennilegt.
Mín reynsla sem ráðherra segir mér
að vænlegra sé að leysa málin við
viðkomandi embætti beint og milli-
liðalaust frekar en að koma skilaboð-
um með þessum hætti í gegnum fjöl-
miðla.“
Steingrímur segir að skattayfir-
völd hafi fullan hug á því að fá þau
gögn sem þau geti fengið. Þjóðverj-
ar hafi farið þá leið að kaupa gögn til
þess síðan að geta meðhöndlað þau
frekar. „Það er gagnlegt fyrir skatt-
inn að fá slík gögn og síðan hefur
hann sínar leiðir til að vinna úr þeim.
Menn eiga að ganga í að leysa mál
sem þetta ef vilji er þá til þess.“
HSBC-málið holl áminning
Það kemur Guðmundi Steingríms-
syni, Bjartri framtíð, mjög á óvart að
skattrannsóknarstjóri hafi ekki fengið
umrædd gögn í hendur um fé í skatta-
skjólum. „Tíðindin af athæfi HSBC
bankans ættu að vera áminning um
það hve mikilvægt er að yfirvöld fái
slík gögn í hendur. Við í stjórnarand-
stöðunni lögðum til í umræðunni um
fjárlögin að heimild til kaupa á þess-
um gögnum færi inn í fjárlögin enda
mætti gera ráð fyrir tekjum í ríkissjóð
á móti. Það er tími til kominn að fara
virkilega ofan í saumana á undan-
skotum. Við höfum átakanleg dæmi
um slík í okkar samfélagi. Fólk á að
borga sína skatta og ég sé ekki betur
en að stór fyrirtæki séu í dagsbirtu að
svíkja undan skatti. Það þarf að ganga
í þetta mál.“
Hissa á ummælum
fjármálaráðherra
Oddný G. Harðardóttir, Samfylk-
ingunni, kveðst ekki átta sig á mál-
inu. „Hvernig stendur á því að fjár-
málaráðherra, yfirmaður skattamála
í landinu, getur ekki haft samráð
við skattrannsóknarstjóra um að ná
þessum gögnum heim?
Hann lætur eins og hann beri
enga ábyrgð á málinu en varp-
ar henni á herðar skattrannsóknar-
stjóra. Þetta er mikið hagsmunamál
fyrir ríkissjóð. Ef skattrannsóknar-
stjóri þarf einhvern stuðning til þess
að ná þessu heim á að veita þann
stuðning. Ég er því eiginlega bæði
hissa og orðlaus yfir framgöngu ráð-
herrans.“
Verðum að gera bragarbót
„Ég endurtek það sem ég hef áður
sagt að við eigum að fara sömu leið
og Þjóðverjar og Bandaríkjamenn
hafa farið,“ segir Frosti Sigurjóns-
son, Framsóknarflokki. „Þeir og
Ástralir hafa nýtt sér allar þær upp-
lýsingar sem staðið hafa þeim til
boða. Ég veit ekki hvort illa fengin
gögn geti spillt stöðu mála fyr-
ir rétti. Ég treysti því að skattrann-
sóknarstjóri sýni skynsemi í þeim
málum.“
Frosti bendir á að til séu aðr-
ar leiðir til að komast yfir mikilvæg
gögn, eins og í gegnum samvinnu
við aðrar þjóðir um að skiptast
á upplýsingum. „Svo er hitt að í
heildina verðum við að gera ein-
hverja bragarbót á þessum málum
í heild. Þjóðverjar hafa til dæmist
sett út gulrót og heitið sakaruppgjöf
þó með sektum og öðrum álögum
ef menn gefa sig sjálfviljugir fram.
Menn sleppa við aðrar refsingar. En
á móti þarf að herða reglur þannig
að fastar sé tekið á mönnum við ít-
rekuð brot. Norðmenn og fleiri hafa
reynt þetta með góðum árangri. Við
ættum að drífa í þessu.“
Þess má geta að DV náði ekki
sambandi við Bryndísi Kristjáns-
dóttur skattrannsóknarstjóra þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. n
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Tortola Ein forsenda
kaupa á illa fengn-
um upplýsingum
um undanskot er að
upphæðin skili sér
margfaldlega í ríkissjóð.
Hver ber ábyrgð? Bjarni Benediktsson
hefur þótt koma sér undan ábyrgð með því
að vísa á skattrannsóknarstjóra um kaup á
gögnum um undanskot í skattaskjólum.
Fordæmin allt í kring Nær ár er síðan
spurðist frá Bryndísi Kristjánsdóttur skatt-
rannsóknarstjóra að til boða stæði að kaupa
gögn um undanskot Íslendinga erlendis.
Steingrímur J. Sigfússon „Ég held
að það sé ekki rétta leiðin að fara að
kasta boltanum á milli ráðuneytisins og
embættisins í fjölmiðlum.“
Birgitta Jónsdóttir „Eitt fráleitasta sem
ég hef heyrt lengi er að fjármálaráðherra
þurfi að vita hver seljandi gagnanna sé.“
Guðmundur Steingrímsson
„Tíðindin af athæfi HSBC bankans ættu að
vera áminning um það hve mikilvægt er að
yfirvöld fái slík gögn í hendur.“
Oddný G. Harðardóttir „Bjarni lætur
eins og hann beri enga ábyrgð á málinu en
varpar henni á herðar skattrannsóknar-
stjóra.“
Frosti Sigurjónsson „Ég veit ekki hvort
illa fengin gögn geti spillt stöðu mála fyrir
rétti. Ég treysti því að skattrannsóknarstjóri
sýni skynsemi í þeim málum.“
Pétur Blöndal „Mér finnst að það þurfi að
minnsta kosti að koma fram að eitthvað sé í
gögnunum sem nýtist skattinum.“