Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Page 8
8 Fréttir Helgarblað 20.–23. mars 2015
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdóms-lögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttar-lögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
M
eðlimir Tólfunnar, stuðn-
ingsmannahóps ís-
lenska landsliðsins í
knattspyrnu, urðu að
hætta við að fylgja karla-
liðinu til Kasakstans þrátt fyrir
tveggja mánaða skipulagningu.
Ástæðan er peninga- og tímaskortur.
Leikurinn fer fram 28. mars.
Hættu við heilmikið ævintýri
„Þetta var hrikalega svekkjandi. Það
tók góðan tíma að hætta að pirra sig
á þessu því við vorum búnir undir-
búa heilmikið ævintýri. En það þurfti
bara að taka því. Ferðalagið er það
langt að menn þurfa að vera með
mjög gott bakland,“ segir Óskar Freyr
Pétursson, meðlimur Tólfunnar, að-
spurður.
Kostnaðurinn við ferðalagið hefði
numið tæplega tvö hundruð þús-
und krónum, fyrir utan uppihald
og vinnutap í heila viku, eða frá 25.
mars til 1. apríl. Fimm úr Tólfunni
höfðu ákveðið að fara og helmings-
líkur voru á því að fjórir til fimm
bættust í hópinn. Skipulagningin
hófst um miðjan desember en um
miðjan febrúar varð ljóst að ekkert
yrði af ferðalaginu.
Hefði þurft mánuð í viðbót
„Þetta var of stórt dæmi. Við vorum
komnir í samstarf við nokkra aðila
en svo fór það þannig að ég náði ekki
að virkja nógu marga. Tékklands-
ferðin var brjáluð vinna en þessi ferð
miklu stærra dæmi. Ég lagði ekki í
þetta á þeim tíma sem ég hafði. Ég
hefði þurft mánuð í viðbót,“ bætir
hann við en Ísland sótti Tékkland
heim 16. nóvember síðastliðinn þar
sem Tólfan studdi landsliðið dyggi-
lega.
Afar mikilvægur leikur
Leikurinn við Kasakstan er afar
mikil vægur í baráttunni um að kom-
ast áfram í lokakeppni EM. Sem
stendur er íslenska landsliðið í öðru
sæti í riðlinum með níu stig eftir fjóra
leiki og þarf nauðsynlega að vinna
Kasakstan, sem er í neðsta sæti, til
að eiga áfram möguleika. Það verð-
ur því skarð fyrir skildi að enginn úr
Tólfunni verði á staðnum til að hvetja
strákana til dáða á Astana Arena-vell-
inum, enda hefur hópurinn staðið
sig einkar vel á pöllunum undanfar-
in misseri.
Flott dagskrá fyrir bí
Samkvæmt ferðatilhöguninni ætlaði
hópurinn að millilenda í Kaup-
mannahöfn og Moskvu á leið sinni til
Kasakstans. Að sögn Óskars Freys var
fyrirtækið Carlsberg, sem er stuðn-
ingsaðili Tólfunnar, búið að skipu-
leggja dag fyrir hópinn í Kaupmanna-
höfn til að hitta stuðningsmannalið
knattspyrnuliðsins FC Kaupmanna-
hafnar. Einnig ætlaði hópurinn að
eyða einum degi í Moskvu áður en
flogið yrði til Kasakstans. Sömuleiðis
var á stefnuskránni að fara til borgar-
innar Tallinn að sjá vináttuleik Eist-
lands og Íslands 31. mars.
Töluðu við bankana og
Icelandair
Óskar og félagar reyndu að útvega
styrktaraðila þannig að hópurinn
kæmist út en þeim varð ekki kápan
úr því klæðinu. „Það var rosalega
erfitt. Reynslan er sú að þegar ekki
er leikur á næstunni nennir enginn
að spá í þetta. Þegar „hæpið“ kemur
þá er hægt að tala við fólk. Það hef-
ur margoft sýnt sig,“ segir hann. Með-
al annars töluðu þeir við Íslands-
banka, Arion banka og Icelandair,
sem er aðalstyrktaraðili Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands og þar
með Knattspyrnusambands Íslands,
en án árangurs.
Dýrt að komast af klakanum
Styrmir Gunnarsson, formaður Tólf-
unnar, segir að kostnaðurinn sé fyrir-
staða í útileikjum, sérstaklega þegar
þeir eru í Kasakstan. „Fyrir þremur
árum vorum við ekkert að spá í úti-
leiki, vorum bara að hugsa um að
gera Laugardalsvöllinn að gryfju en
núna finnum við fyrir pressu að gera
eitthvað í kringum útileikina. Við
höfum samt þann djöful að draga
að vera á þessum klaka. Útileikir eru
ávallt dýrir því kostnaðurinn við að
komast af landinu er 40 til 50 þús-
und krónur,“ segir Styrmir.
Verða bara ellefu í Kasakstan
Hann viðurkennir að það sé leiðin-
legt að enginn úr Tólfunni verið í
Kasakstan til að styðja strákana,
sem eru orðnir góðu vanir. „Við
kannski áttum ekki Plzen-völlinn
[í Tékklandi] en þeir í landsliðinu
vissu vel af okkur og svo tókum við
bara Ullevaall-völlinn [í Noregi í
undankeppni HM í fyrra] og snýtt-
um honum. En þeir verða bara ell-
efu í Kasakstan, það verður ekki
tólfti maðurinn þar,“ segir hann.
„En ef maður tekur klisjuna á þetta
þá verðum við með þeim í anda á
Ölveri í hörkustemmara.“ n
Tveggja mánaða
skipulagning í súginn
Peninga- og tímaskortur varð til þess að Tólfan varð að hætta við ævintýraferð til Kasakstan
„Reynslan er
þannig að þegar
það er ekki leikur á næst-
unni nennir enginn að
spá í þetta. Þegar „hæp-
ið“ kemur þá er hægt að
tala við fólk. Það hefur
margoft sýnt sig.
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Situr eftir heima Óskar Freyr Pétursson
er ósáttur við að geta ekki stutt íslenska
landsliðið í Kasakstan.
Tólfan Óskar Freyr,
Styrmir (annar
frá hægri) og fleiri
meðlimir Tólfunnar á
góðri stundu.
Héldu að
skipsflauta
væri biluð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fékk fjölda tilkynninga frá íbúum
Vesturbæjar um mikinn hávaða
frá Reykjavíkurhöfn á fjórða tím-
anum aðfaranótt fimmtudags.
Töldu einhverjir að bilun í skips-
flautu ylli hávaðanum sem var svo
mikill að margir vöknuðu og áttu
erfitt með að sofna aftur.
Samkvæmt tilkynningu frá
lögreglu kom í ljós, þegar málið
var kannað, að brunakerfi í einu
skipi í Reykjavíkurhöfn, var bilað.
Var gengið í málið, úr því bætt og
gátu íbúar í grenndinni fest svefn
að nýju.
Þá var tilkynnt um eld í bifreið
við Búagrund aðfaranótt fimmtu-
dags. Slökkvilið náði að færa bif-
reiðina frá íbúðarhúsi og slökkva
eldinn en nærliggjandi bifreið
skemmdist eitthvað. Bifreiðin var
flutt af vettvangi með dráttarbif-
reið.
Var ekki
rændur
Á fimmtudagsmorgun barst
lögreglu tilkynning frá er-
lendum ferðamanni sem
kvaðst hafa verið rændur.
Tjáði hann lögreglu að
greiðslukort hans hefði verið
tekið og hann neyddur til að
gefa upp pin-númer. Strax
var hafist handa við rann-
sókn málsins enda bar til-
kynningin með sér að um
alvarlegt mál væri að ræða,
segir lögreglan. Eftir nokkra
rannsókn kom í ljós að til-
kynningin reyndist ekki í
samræmi við endanlega frá-
sögn mannsins og málið því
ekki eins alvarlegt og fyrst var
talið. Málið telst upplýst.
10,8 prósent hækkun
F
asteignaverð á höfuðborgar-
svæðinu hefur hækkað um 10,8
prósent síðustu tólf mánuði.
Verðið hélt áfram að
hækka í febrúar síðast-
liðnum en þá hækkaði
það um 1,8 prósent.
Þetta kemur fram í
gögnum sem Hagsjá
Landsbankans tók
saman.
Árshækkun
fjölbýlis er nú 11,6 pró-
sent og árshækkun sér-
býlis 8,1 prósent. Hagsjá
bendir á að vísitala neysluverðs
án húsnæðis hafi lækkað síðustu tólf
mánuði og hefur raunverð því hækk-
að mikið. Raunverð fjölbýlis hefur
hækkað um 13,3 prósent síðasta árið
en sérbýlis um 9,7 prósent. Alls hefur
því raunverð íbúðarhúsnæðis hækk-
að um 12,4 prósent á síðustu tólf
mánuðum.
Frá hruni hafa viðskipti með
íbúðarhúsnæði aukist nær
stöðugt og bendir Hag-
sjá Landsbankans á
að í fyrra höfðu þau
þrefaldast frá árinu
2009 þegar þau voru
í lágmarki. Svo virðist
sem þessi aukning hafi
stöðvast og hefur fjöldi
viðskipta verið óbreyttur
síðustu fjóra mánuði sé
miðað við tólf mánaða með-
altal. Leiða má líkur að því að lítið
framboð á húsnæði sé drifkrafturinn
að baki verðhækkunum undanfar-
in misseri. Eftirspurn eftir húsnæði
hefur einnig aukist og samkvæmt
lögmálinu eiga þessir tveir þættir að
leiða til verðhækkana. n
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn