Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Síða 12
Helgarblað 20.–23. mars 201512 Fréttir jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Fermingartilboð 20% afsláttur Danish Design – falleg gæðaúr á frábæru verði. Tilboðsverð frá 14.900 kr. 20% afsláttur PIPA R\TBW A • SÍA • 151165 Hvattir til að sniðganga vörur vegna hvalveiða Hvalveiðum Íslendinga mótmælt á stærstu sjávarútvegssýningu Bandaríkjanna um síðustu helgi T ólf dýraverndunarsamtök mótmæltu hvalveiðum Ís- lendinga um síðustu helgi á stærstu sjávarútvegssýn- ingu Bandaríkjanna og hvöttu gesti til að sniðganga vörur matvælafyrirtækja sem kaupa sjávar afurðir frá íslenskum fyrir- tækjum sem tengjast veiðunum. Hvalverndarsinnarnir höfðu þá út- búið stórt skilti, með áletrun um að 551 langreyður hefði veiðst hér við land frá árinu 2006, sem þeir keyrðu um Boston í Massachusetts-ríki og komu við á stöðum þar sem íslensk matvæli og menning voru kynnt. Skiltinu lagt við veitingastaði Hvalverndarsinnarnir byrjuðu á að keyra skiltið að kvikmyndahúsi í borginni þar sem Iceland Naturally, samstarfsverkefni ríkisstjórnar- innar og tíu íslenskra fyrirtækja, stóð á laugardag fyrir sýningu á ís- lenskum kvikmyndum. Daginn eft- ir var skiltinu lagt fyrir utan sjávar- útvegssýninguna Seafood Expo North America þar sem fimmtán íslensk fyrirtæki kynntu sjávar- afurðir og tæknilausnir í grein- inni. HB Grandi, Iceland Seafood og Fjarðalax voru á meðal þeirra en markmiðið með þátttöku í sýn- ingunni er að koma á viðskipta- samböndum og auka sölu í Banda- ríkjunum og Kanada. Samkvæmt vefsíðu hvalverndarsinnanna, dont- buyfromicelandicwhalers.com, var skiltinu einnig lagt fyrir utan tvo veitingastaði í Boston þar sem Iceland Naturally stóð fyrir kynn- ingu á íslenskri matargerð og tónlist. Aðgerðirnar voru fjármagnað- ar af Greenpeace, Animal Welfare Institute (AWI) og hinum tíu dýra- verndunarsamtökunum. Þær voru liður í herferð sem hófst í mars í fyrra þegar samtökin keyptu aug- lýsingapláss á strætisvögnum og neðanjarðarlestum í Boston undir auglýsingar sem hvöttu fólk til að sniðganga vörur sem hægt er að tengja við hvalveiðar hér á landi. Var þá vakin athygli á því að Ís- lendingar hafa síðustu ár veitt hval í atvinnuskyni í trássi við alþjóðlegt bann sem hefur verið í gildi í tæpa þrjá áratugi. Stuttu síðar fyrirskipaði Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, að endurskoða ætti tvíhliða samstarf við Ísland vegna hvalveiða. Einblína á HB Granda Herferðin hefur einkum beinst að HB Granda en ástæðan er tengsl sjávarútvegsfyrirtækisins við hvalveiðar. Vogun hf., sem er í eigu Hvals hf., er stærsti hluthafi HB Granda og Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals, er stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins. Norður-ameríska matvælafyrir- tækið High Liner Foods tilkynnti í sama mánuði og herferðin hófst í fyrra að það myndi ekki stunda frekari viðskipti við HB Granda vegna tengsla þess við hvalveiðar. Ákvörðunin vakti mikla athygli og í kjölfarið sendi Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstjóri HB Granda, frá sér tilkynningu þar sem hann sagð- ist ekki sjá ástæðu til að tjá sig í ís- lenskum fjölmiðlum um viðskipti fyrirtækisins við High Liner Foods. Vilhjálmur minnti þá á að hluta- bréf fyrirtækisins ganga kaupum og sölum á markaði og sagði það útilokað fyrir fyrirtækið að skipta sér af því hvernig einstakir hluthaf- ar hagi sínum högum. „Við erum sammála stjórn- völdum í skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda en höfum ekk- ert með það að gera hvaða starf- semi einstakir hluthafar kjósa að stunda eða stunda ekki,“ sagði Vilhjálmur í tilkynningunni. Rúmum mánuði síðar greindi Bændablaðið frá því að bandaríska verslanakeðjan Whole Foods hefði ákveðið að hætta að auglýsa íslenskt lambakjöt í verslunum fyrirtækisins vegna hvalveiða Íslendinga. Í frétt blaðsins var einnig fullyrt að útflytj- endur á lambakjöti hefðu þurft að beita talsverðum fortölum til að fá stjórnendur Whole Foods til að selja íslenska kjötið áfram. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Skiltið Samtökin lögðu þessu skilti fyrir utan stærstu sjávarútvegssýningu Bandaríkjanna og fyrir utan veitingastaði og kvikmyndahús þar sem verið var að kynna íslensk matvæli og menningu. Á skiltinu er meðal annars spurt: „Veist þú hver veiddi þitt sjávarfang?“ Forstjóri HB Granda Vilhjálmur Vilhjálmsson. Dýrið verkað Starfsmenn Hvals hf. veiddu 134 langreyðar árið 2013. mynD SiGtryGGur ari Dæmdur til að greiða fyrir varahluti Fyrrverandi starfsmaður í varahlutaverslun Heklu hefur verið dæmdur til að greiða bif- reiðaumboðinu rúmlega eina og hálfa milljón króna auk dráttarvaxta vegna vöruúttekta mannsins þegar hann vann þar. Maðurinn naut afsláttarkjara sem starfsmaður og nýtti sér það óspart og safnaði veruleg- um skuldum við vinnuveitanda sinn. Hann var rekinn í nóvem- ber 2013 vegna grófrar misnotk- unar á aðstöðu sinni enda hafði hann nýtt sér vöruúttektir í eig- in þágu og í allmargar bifreið- ar annarra og látið hjá líða að reikningsfæra þær. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var manninum, sem einnig stefndi Heklu, gert að endurgreiða umboðinu 1,5 millj- óna króna skuld sem hann hafði safnað upp en til frádráttar kem- ur krafa mannsins að fjárhæð 202 þúsund króna vegna vangoldinna launa fyrir nóvember 2013. Var honum gert að greiða Heklu 800 þúsund í málskostn- að en allur gjafsóknarkostnaður mannsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans að upphæð 1,2 milljónir. Sýna handritin Fimm handrit voru á fimmtudag flutt í lögreglufylgd í Aðalstræti 16 þar sem Landnámssýningin – Borgarsögusafn Reykjavíkur er til húsa. Handritin verða hluti af sýn- ingunni Landnámssögur – arfur í orðum í Borgarsögusafni Reykja- víkur. Sýningin hefst á laugardag. Handritin hafa ekki verið til sýnis í langan tíma og gefst því almenningi tækifæri til að sjá ein helstu menningarverðmæti þjóðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.