Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 14
14 Fréttir Viðskipti Helgarblað 20.–23. mars 2015 Deilur tískukóngs og LBI fyrir íslenska dómstóla S litastjórn gamla Lands­ bankans (LBI hf.) hef­ ur hafnað 11,6 milljarða króna gagnkröfum breska kaupsýslumannsins Kevins G. Stanford sem fjárfestirinn vill að gangi upp í skuld hans við kröfu­ hafa slitabúsins. Ágreiningsmálið er komið til kasta íslenskra dóm­ stóla en það verður þingfest í Hér­ aðsdómi Reykjavíkur 27. mars næstkomandi. Samkvæmt nýrri skýrslu slitastjórnarinnar, sem var lögð fram á kröfuhafafundi 12. mars síðastliðinn og DV hefur und­ ir höndum, eru kröfur Stanfords settar fram sem skaðabótakröfur sem eigi að koma til skuldajafn­ aðar gegn kröfum sem yfirréttur í London (e. High Court of Justice) hefur dæmt hann til að greiða LBI. Verði gagnkröfur Stanfords samþykktar mun það hafa áhrif á heimtur slitastjórnarinnar á lánum með veðum í fasteign í miðborg London og skíðaskála í frönsku Ölpunum. Þarf að greiða 4,4 milljarða Í skýrslunni er rakið hvernig LBI hefur síðustu ár staðið í málaferl­ um fyrir enskum og frönskum dómstólum vegna innheimtu á tveimur fasteignaveðlánum sem Stanford fékk hjá Landsbankanum í Lúxemborg árið 2007. Lánin hafi verið með veði í fasteign í Kens­ ington­hverfinu í miðborg London annars vegar og skíðaskála á Cho­ urchevel­skíðasvæðinu í frönsku Ölpunum hins vegar. Árið 2012 voru lánin framseld LBI með samningi milli slitastjórn­ arinnar og skiptastjóra Lands­ bankans í Lúxemborg. Málaferlin voru þá þegar hafin en slitastjórn LBI tók við fyrirsvari í þeim. Kröfu­ gerð slitastjórnarinnar fyrir yfir­ réttinum í London sneri að viður­ kenningu á tilvist skuldar og fullnustu veðréttar yfir fasteign­ inni þar í borg. Samhliða þessu gerði LBI kröfu um fullnustu veð­ réttar yfir skíðaskálanum í frönsku Ölpunum fyrir dómstólum í Frakk­ landi. Málareksturinn þar í landi er enn í gangi. Breski yfirrétturinn féllst á kröf­ ur LBI þann 25. nóvember í fyrra og dæmdi Stanford til að greiða 17,4 milljónir punda og 5,7 milljónir evra, jafnvirði samtals 4,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi, auk áfallandi vaxta. Kostnaðarsamt fyrir LBI Réttaráhrifum dómsins var aftur á móti frestað þar til niðurstaða um leyfi til áfrýjunar lægi fyrir sem og niðurstaða íslenskra dómstóla um gagnkröfur Stanfords á LBI. Samkvæmt skýrslunni var kröfu um afhendingu fasteignarinn­ ar í London frestað fram á mitt ár 2015 og Stanford gefinn kostur á að fela fasteignasala að reyna að selja hana í samráði við slitastjórnina. Allar leigutekjur af eigninni eiga að renna til LBI. Málskostnaðurinn er hvorki gefinn upp í skýrslunni né í dómi breska yfirréttarins. Í skýrslunni segir að dómsmálið hafi verið mjög kostnaðarsamt, bæði fyrir LBI og Landsbankann í Lúxemborg, en Stanford var dæmdur til að greiða kostnaðinn. „Vonir standa því til að tak­ ast muni að endurheimta þennan kostnað að mestu,“ segir í skýrsl­ unni. n Breski athafnamaðurinn Kevin G. Stanford hefur krafið slitastjórn gamla Landsbankans um 11,6 milljarða króna Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Var viðskiptafélagi Baugs Tengdist íslensku viðskiptalífi nánum böndum K evin Gerald Stanford er þekktastur fyrir að hafa stofnað bresku tískuversl­ anakeðjuna Karen Millen ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni. Hann var um tíma einn af stærstu eigendum Mosaic Fashions sem var fjórða stærsta tískuvörukeðja Bretlands með um 1.700 verslan­ ir í 27 löndum. Helstu vörumerki félagsins voru Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles. Mosaic var skráð á Aðalmarkað Kauphallar Íslands í júní 2005 en afskráð í október 2007. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Al­ þingis um fall íslensku bankanna voru Baugur, Kaupþing, og Stapi fjárfestingarfélag stærstu eigendur félagsins haustið 2008. Stanford átti um tíma hús við Ingólfsstræti í Reykja­ vík en hann var giftur Kötlu Guðrúnu Jónasdóttur. Hann var fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþingi en bankinn keypti um helming hlutafjár í Karen Millen árið 2001. Breski fjár­ festirinn var einnig einn af stærri hluthöfum í FL Group, í gegnum Materia Invest ehf., og átti hlut í Baugi. Árið 2004 stóð Stanford ásamt Baugi og fleiri fjárfestum að kaupum á breska félaginu Big Food Group sem átti meðal annars verslanakeðjurnar Iceland, Booker og Woodward. Hluti eigna Stanfords end­ aði í höndum skilanefnda ís­ lensku bankanna eða varð gjald­ þrota. Síðast var fjallað um hann í íslenskum fjölmiðlum í tengsl­ um við ákæru sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnend­ um Kaupþings vegna meintra óheimilla lánveitinga þeirra til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á bankann í að­ draganda hrunsins. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara var lán­ að til nokkurra félaga en eitt þeirra, Trenvis LTD, var í eigu Stanfords. ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Ágreiningsmál Gagnkröfur Kevins Stanford á slitastjórn gamla Landsbankans verða teknar fyrir í héraðsdómi . 600 milljóna sparnaður 15 þúsund fermetra nýbygging Landsbankans L ands bank inn ger ir ráð fyr ir að rýma 28 þúsund fer metra og koma starf sem inni sem á þeim var fyr ir á 15 þúsund fer metr um í ný bygg ing unni á lóð bank ans við Aust ur höfn. Efnt verð­ ur til sam keppni um teikn ing ar að bygg ingu sem fell ur vel að um hverf­ inu. Gerir bankinn ráð fyrir því að með þessum breytingum náist fram 600 milljóna króna sparnaður á ári. Þetta kom fram í ræðu Tryggva Pálssonar, formanns bankaráðs Landsbankans, á aðalfundi bank­ ans síðastliðinn miðvikudag. Hann benti á að eitt af þeim við­ fangsefnum sem blasi við sé endur­ skipulagning á húsnæði fyrir mið­ lægar starfseiningar bankans en í dag fer starfsemi þeirra fram í 19 húsum sem flest eru tekin á leigu. „Engum dytti í hug að skipuleggja höfuðstöðvar bankans með þess­ um hætti ef nokkur kostur væri á öðru. Með því að færa starfsemina í hentugra húsnæði skapast tækifæri til þess að fækka fermetrum undir starfsemina um tæpan helming og spara um leið verulegar fjárhæð­ ir í rekstri bankans,” sagði Tryggvi í ræðu sinni. Fyrirhuguð nýbygging á lóð bankans við Austurhöfn hefur mætt andstöðu, þar á meðal stjórnmála­ manna. Fram kom í máli Tryggva að bankinn tæki mark á þeirri gagnrýni. „Þrjár spurningar sem vöknuðu í umræðunni eru lykilat­ riði: Er þetta eyðsla eða sparnaður, verður byggt stórhýsi sem skyggja mun á Hörpuna og miðbæinn og hvað verður gert við gömlu höfuð­ stöðvarnar?” Tryggvi sagði að brugðist yrði við öllum þessum atriðum. Til stend­ ur að efna til samkeppni um teikn­ ingar að byggingu sem fellur vel að umhverfinu. „Loks þurfum við að sjá til þess að gamla, sögulega hús­ ið við Austur stræti fái nýtt hlutverk sem þjóðin getur verið stolt af en annað húsnæði selt og leiguhús­ næði rýmt. Við vinnum að farsælli lausn og kynnum hana opinberlega þegar málið er fullunnið.” n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.