Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 17
Helgarblað 20.–23. mars 2015 Fréttir 17 9 stærstu sveitarfélögin Taflan sýnir einkunnir samræmdra prófa í öllum sveitarfélögum á Íslandi sem hafa fleiri en fimm þúsund íbúa. Meðaltalseinkunn í hverju fagi er 30, svo þeir sem eru undir landsmeðaltali eru undir 30. Þannig er Árborg undir landsmeðaltali í öllum prófum, þveröfugt við Kópavog og Garðabæ. Sveitarfélag 4.b.ísl 4.b.stæ 7.b.ísl 7.b.stæ 10.b.ísl 10.b.stæ 10.b.ens Samtals Meðaltal Kópavogur 31,6 31,1 31,9 32,2 31,5 31,3 31,7 221,3 31,6 Garðabær 30,2 31,0 30,6 32,0 30,9 32,3 32,0 219,0 31,3 Akranes 30,0 29,9 30,6 35,1 30,9 31,8 30,0 218,3 31,2 Reykjavík 30,5 30,3 31,3 31,4 30,8 30,9 31,5 216,7 31,0 Reykjanesbær 32,4 34,4 29,5 32,6 27,5 29,1 30,2 215,7 30,8 Hafnarfjörður 28,4 28,7 29,0 28,8 30,0 30,4 30,2 205,5 29,4 Akureyri 30,5 29,8 29,7 27,4 29,2 29,6 29,0 205,2 29,3 Mosfellsbær 28,1 27,0 28,5 28,9 31,2 29,5 30,4 203,6 29,1 Árborg 29,7 27,6 26,7 27,4 28,1 26,6 26,2 192,3 27,5 Kópavogur er með bestu sKólana Þ egar við fórum af stað var oft sagt við okkur að ekki væri hægt að bæta námsárangur á Suðurnesjum, slakur árang- ur væri einfaldlega að endurspegla slaka félagslega stöðu svæðisins,“ segir Gylfi Jón Gylfason, fráfarandi fræðslustjóri í Reykjanesbæ. Gylfi Jón tók við stöðu fræðslu- stjóra fyrir fjórum árum. „ Okkur tókst þetta nú samt. Eftir einn svona fund þar sem þessu var haldið fram við mig, kíkti ég á hvað þyrfti að gera til að vera yfir landsmeðaltali á samræmdum prófum í sjöunda bekk,“ segir hann og hefur upptalninguna: „ Maður þarf að vera sæmilega hraðlæs, skilja það sem maður les og geta komið eigin hugsun frá sér á rit- uðu máli. Maður þarf að geta lagt saman, dregið frá, deilt og marg- faldað, auk þess að kunna skil á rúmfræði, almennum brotum og tugabrotum og fáeinum atriðum til viðbótar. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta er hægt að kenna næstum því öllum börnum óháð félagslegri stöðu á tíu árum, ef við notum árin frá 2–12 ára vel.“ Því hefur verið haldið á lofti að félagsleg staða foreldra spái fyrir um námsárangur barna. Þjóðfélags leg staða foreldra er til að mynda mæld í PISA-prófun- um og byggist á svörum nemenda við spurningum um menntun- arstig foreldra og virðingarstöðu starfs foreldra og fleiri þátta. Gylfi bendir á að samkvæmt niðurstöð- um PISA frá 2012 nái 80 prósent heimila á Suðurnesjum ekki mið- gildi þjóðfélagsstöðu í sveitar- félögum í Kraganum. Samt sem áður stendur Reykjanesbær þeim sveitarfélögum framar á sumum samræmdum prófum. „Það er kominn tími til að leggja þessari umræðu um að það sé ekki hægt að breyta neinu vegna félags- legrar stöðu. Kennslan og hvernig hún er framkvæmd er það sem maður á að horfa á,“ segir Gylfi Jón við DV. „Við kennarar vinnum við að laða fram það besta sem býr í hverjum og einum. Við erum í mannrækt. Með gæðakennslu get- um við gefið börnunum betri tæki- færi en foreldrar þeirra höfðu. Við getum gefið þeim tækifæri til að bæta félagslega stöðu sína með því að bæta gæði grunnmenntunar. Þá eru börnunum allir vegir fær- ir. Það á að vera hægt að kenna öllum börnum undirstöðuat- riði í stærðfræði, íslensku og ensku svo fremi sem ekki sé eitthvað alvarlegt að.“ n „Lélegasta afsökun í heimi“ Gefur lítið fyrir hrakspár vegna félagslegrar stöðu Árborg Kópavogur Garðabær Akranes Mosfellsbær Akureyri Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær -2,5 -0,6 -0,9 -0,7 0,8 1,6 1,3 1,2 1,0 „Kennsla er ekki einkamál kennara. Við berum öll ábyrgð. Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri í Árborg. Hvað þýðir þetta? Einkunnir eru gefnar á skalanum 0–60, þar sem meðaltalið er 30. Græna talan 1,2 (Akranes) þýðir að meðatalseinkunn allra samræmdra prófa á Akranesi 2014, var 1,2 yfir landsmeðaltali. Rauðar tölur tákna einkunn undir landsmeðaltali. Þannig sést að Árborg kemur verst út í samanburði níu stærstu sveitarfélaganna. „Ef við getum ekki kennt börnunum þetta þá er eitthvað að kennslunni. Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri í Reykjanesbæ. mennta okkur út úr kreppunni með því að styrkja grunnmenntunina og auka gæði hennar. Grunn- og leik- skólar eru undirstaða alls annars náms.“ Eins og Þorsteinn hjá Ár- borg bendir á beitir Reykjanes- bær skimunarprófum til að hægt sé að fylgjast með og grípa inn í, ef börn dragast aftur úr. Á hverju ári fái kennarar upplýsingar um stöðu mála þannig að hægt sé að laga þau vandamál sem koma upp. En hvers vegna stendur 10. bekkurinn ekki betur? „Vandamál- ið með 10. bekkinn er að þau hafa ekki þennan trausta grunn sem við erum að sjá hjá krökkunum sem eru að koma núna inn á miðstigið.“ Ekki áhersla á samræmd próf Skólabærinn Akureyri er, rétt eins og Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Árborg, undir landsmeðaltali að jafnaði. Þar er Soffía Vagnsdóttir yfirmaður skólamála. Hún seg- ir í svari við spurningum DV að í skólum Akureyrar sé ekki lögð rík áhersla á að „kenna nemendum undir samræmd próf“. Þess má geta að í prófunum er færni nemenda í stærðfræði og íslensku (og í 10. bekk ensku) könnuð. En á hverju er þá áherslan? Soffía segir að áherslan sé á fjöl- breytt skólastarf í því skyni að efla lykilhæfni nemenda í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla. Heilt yfir segist Soffía ekki syngj- andi kát en bendir þó á að sumir skólar séu yfir landsmeðaltali. Við taki vinna við að greina hvað vanti upp á. „Það er þó sérstaklega gleði- legt að útkoman í íslensku er góð í 10. bekk og almennt virðast nem- endur sækja í sig veðrið þegar þau eldast.“ Hún tekur einnig fram, eins og Gylfi Jón í Reykjanesbæ, að bestu nemendurnir í 10. bekk þreyti ekki samræmd próf, heldur taki áfanga á framhaldsskólastigi. Það bitni á heildarniðurstöðunni. Spurð hvernig Akureyrarbær ætli að bregðast við því að vera undir landsmeðaltali segir Soffía að fjöl- breytt vinna sé í gangi. Hún nefn- ir lærdómssamfélag stjórnenda á Akur eyri, en það sé verkefni sem hafi verið í gangi um nokkurt skeið. „Við erum með því að efla faglega forystu skólastjórnenda, auka fag- lega umræðu meðal kennara og taka læsismálin í gegn, m.a. með því að setja saman og innleiða heild- stæða læsistefnu í góðu samstarfi við skólaþróun Háskólans á Akur- eyri. Þetta tekur allt tíma.“ Fyrirvari um þátttöku Tekið skal fram að í skýrslu Náms- matsstofnunar er bent á að saman- burður meðaleinkunna geti verið varhugaverður. „Hann á helst rétt á sér þar sem næstum allir nemendur tiltekins landshluta eða sveitarfélags þreyta prófin en samanburður án til- lits til hlutfalls próftaka er með öllu marklaus vegna þess að munur er á mætingu nemenda í próf eftir lands- hlutum og sveitarfélögum,“ segir þar. Fjarvistir á samræmdum próf- um voru hvað mestar á Suðurnesjum á landsvísu. Gylfi Jón segir aðspurður að ýms- ir þættir spili þar inn í. Ætíð þurfi að skoða hvers vegna fjarvistir séu. Hann nefnir sem dæmi að í sumum árgöngum hafi verið óvenju hátt hlutfall nemenda af erlendum uppruna sem eru ný- fluttir til landsins, sem tali ekki ís- lensku og taki því ekki íslenskupróf. Þá sé það þannig í sumum skól- um að þeir afburðanemendur sem samhliða 10. bekk taki framhalds- skólaáfanga, taki ekki samræmd próf í þeim greinum. Þannig séu dæmi um að stór hluti nemenda í tilteknum skólum hafi ekki tekið prófin. Þar sé um að ræða færustu nemendurna. „Mál- ið er að hlutfallið hefur lítið sem ekkert breyst á milli ára, þannig að samanburður er marktækur hér.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.