Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Síða 20
Helgarblað 20.–23. mars 201520 Fréttir Örvæntingin og játningin n DV rýnir í fangelsisdagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar n Mikilvæg gögn í málinu F yrir fáeinum dögum var lögð fyrir endurupptökunefnd beiðni um að sektardóm- ur Hæstaréttar yfir Tryggva Rúnari Leifssyni og Sævari Ciesielski í Guðmundar- og Geir- finnsmáli frá 1980 verði tekinn upp. Báðir eru þeir Tryggvi Rúnar og Sævar látnir. Beiðnin, sem lögð var fram af Lúðvík Bergvinssyni hjá Bonafide lögmannastofunni, verður tekin fyrir í samræmi við ný lagaákvæði sem heimila endurupptöku mála látinna dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Beiðnin er lögð fram fyrir hönd Sigríðar Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, eftirlifandi eig- inkonu Tryggva Rúnars, og Krist- ínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur hans. Kristín Anna gaf DV leyfi til þess að rýna í dagbækurnar og lýsir því hér hvernig þær varðveittust nán- ast fyrir tilviljun. Á öðrum stað í opnunni eru valdar tilvitnanir í dagbækurnar sem lýsa von og von- leysi, einangrun og örvæntingu og bjargfastri sannfæringu Tryggva Rúnars um sakleysi sitt. Ekki hafa áður verið birtar jafn ítarlegar lýs- ingar úr dagbókum hans. 13 ára dómur í Hæstarétti Í desember 1976 var gefin út ákæra í Guðmundarmálinu svo- nefnda. Tryggva Rúnari var gef- ið að sök að hafa ásamt öðrum orðið Guðmundi Einarssyni að bana í Hafnarfirði 27. janúar árið 1974. Tryggvi Rúnar hafði þá setið í gæsluvarðhaldi frá Þorláksmessu árið 1975. Dómur var kveðinn upp í mál- inu í sakadómi Reykjavíkur 19. desember 1977. Í niðurstöðum dómsins var talið sannað, einkum á grundvelli játninga, að Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar hefðu veist að Guðmundi, misþyrmt honum með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af og þeir hefðu síðan falið líkið. Tryggvi Rúnar var dæmdur í sakadómi í 16 ára óskilorðsbundið fangelsi. Liðlega fjórum árum eftir að Tryggvi Rúnar var handtekinn féll dómur í málinu í Hæstarétti. Vafa- atriði um ásetning ákærða varð til þess að dómurinn yfir honum var styttur í 13 ár óskilorðsbundið. 655 daga í einangrun! Ljóst er af gögnum, sem eru mikil að vöxtum um Geirfinns- og Guð- mundarmálin, að Tryggvi Rúnar þoldi gæsluvarðhaldið, einkum þó einangrunarvistina, afar illa. Þetta kemur æði skýrt fram í dagbókum hans, en fyrst var um þær fjallað af Helgu Arnardóttur á Stöð 2 árið 2011. Á þeim tíma var þó lítið fjall- að um innihald dagbókanna , sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðing- ur, telur bæði trúverðugar og mik- ilvægar. Tryggvi Rúnar sat alls 1.522 daga í gæsluvarðhaldi frá 23. des- ember 1975 til 22. febrúar 1980. Þar af var Tryggva Rúnari haldið í einangrun í 655 daga eða eitt ár og nærri tíu mánuði sem er fáheyrt í réttarfari Vesturlanda. Rannsókn starfshópsins, sem Ögmundur Jón- asson, þáverandi innanríkisráð- herra, skipaði árið 2011, er sú um- fangsmesta sem gerð hefur verið á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í seinni tíð og er grundvallargagn í tilraunum til að fá mál dæmdra og nú látinna manna tekin upp. Vert er að hafa í huga að aldrei hafa fundist lík Guðmundar og Geirfinns og heldur engin morð- vopn. Dómarnir sem upp voru kveðnir fyrir um 35 árum voru því byggðir nær einvörðungu á játn- ingum sakborninganna. Vafasamar játningar Margt bendir hins vegar nú til þess að játningarnar hafi verið knún- ar fram með vafasömum hætti. Til þessa hefur það þó ekki dug- að til endurupptöku málanna. Um síðustu áramót tóku gildi lög sem heimila engu að síður endurupp- töku vegna látinna dómþola í Guð- mundar- og Geirfinnsmálum. Heimilt er samkvæmt lögum að endurupptaka mál ef fram koma ný gögn sem ætla má að hefðu breytt niðurstöðu dómstóla. Einnig ef ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram tiltekin málalok. Líka er heimilt að taka upp mál að nýju ef líkur eru taldar á að sönnunargögn hafi verið rangt metin og það hafi breytt niðurstöðu dómstóla. Loks er heimil endurupptaka ef veru- legir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að það hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Leiða má lík- ur að því að beiðni um endurupp- töku fullnægi einu eða fleiri fram- angreindra skilyrða. Í skýrslu starfshópsins er með- al annars talið sannað að sakborn- ingar hafi verið beittir meira og kerfisbundnara harðræði en látið var í veðri vaka í stuttri skýrslu sem gerð var meðan sakborningar biðu dóms. Skráning í fangelsisdagbók fellur vel að staðhæfingum Tryggva Rúnars um afar slæmt andlegt ástand hans og andlegt óþol gagn- vart einangrunarvistinni. Rætt var um að hann hefði verið nánast með óráði fyrstu dagana í gæslu- varðhaldi, meðal annars vegna svefnleysis. Tryggvi Rúnar skrifaði í dagbók sína 26. október 1976: „... tíminn er orðinn ansi langur, 10½ mánuður nærri í einangrun. Einn í klefa, já það er langur tími í lífi eins manns og vera saklaus fyrir það sem upp á mann hefur verið borið ...“ Tryggvi Rúnar dró framburð sinn til baka fyrir dómi í mars 1977 og kvaðst þá hvorki hafa ráðið Guðmundi bana né nokkru sinni komið í það hús í Hafnarfirði þar sem hann og tveir aðrir áttu að hafa framið verknaðinn. Einangrun og örvænting Hér má einnig vitna til viðtals sem Þorsteinn Antonsson tók við Tryggva Rúnar fyrir bókina „Áminntur um sannsögli“. „Ég var veikur fyrstu dagana, eftir að ég kom í fangelsið, og ég skildi ekki þetta tal. Þeir voru líka að tala um mannshvarf. Þeir héldu fyr- ir mér vöku sólarhringum saman. Ég sagði aldrei neinar sögur, en játaði. Þá höfðu þeir yfirheyrt mig 68 sinnum. Það kemur ekki fram í skýrslum en verjandi minn fann þetta út ... Á endanum var ekk- ert eftir, nema vitneskjan um, að þeir hættu ekki, fyrr en ég gengi af vitinu. Skilurðu? Ég fann að ég átti ekki langt eftir.“ Í samantekt starfs- hópsins frá 2011 um Tryggva Rún- ar er talið að sálræn veikindi hans séu lykillinn að því að skilja hvers vegna viðnám hans hafi brotn- að niður eftir 16 daga einangr- un. Athyglisvert er að dagbókum fangelsisins og dagbókum Tryggva Rúnars frá þessum tíma ber saman um þetta, en í skýrslu starfshóps- ins, þar sem vísað er í dagbækur Tryggva Rúnars, segir: „Dagbæk- ur hans, sem höfundar þessarar skýrslu telja trúverðugar og ljóst að hafi verið skrifaðar á meðan hann var vistaður í gæslvarðhaldinu í Guðmundarmálinu, gefa góða lýsingu á slæmu andlegu ástandi hans í einangruninni og algeru hjálparleysi. Tryggvi Rúnar var ör- væntingarfullur maður sem gerði örvæntingarfullar tilraunir til að losna úr einangrun, með því að játa á sig aðild að hvarfi og dauða Guðmundar Einarssonar.“ n Jóhann Hauksson johannh@dv.is „Ég skal standa mig enda þarf ég ekki að hræðast þar sem ég er saklaus enda sigrast rétt- lætið á öllu fyrir rest. Sigrar réttlætið? Tryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur í Guðmundarmálinu. Dagbækur sem hann ritaði í gæsluvarðhaldi og einangrun styrkja röksemdir um sakleysi hans. Tryggvi lést árið 2009 en farið hefur verið fram á endurupptöku á sektardómi yfir honum frá 1980. „Saklaus maður“ Forsíða einnar dagbókarinnar sem Tryggvi Rúnar Leifsson hélt í gæsluvarðhaldi og einangrun meðan hann beið dóms. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.