Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 29
Umræða 29Helgarblað 20.–23. mars 2015 Ég aðstoðaði þau Því var aldrei lofað Málið verður kært Harpa Kristjánsdóttir gullsmíðakennari segist ekki hafa selt nemendum verkfæri. – DV Gunnar Bragi Sveinsson segir engu hafa verið lofað um þjóðaratkvæðagreiðslu og ESB. – KastljósEinar Hugi Bjarnason segir Bent hafa ráðist á stjórnarformann ÍMARK. – DV Myndin Bærilegt veður Eftir rysjótt veðurfar undanfarinna vikna og mánaða koma dagar með stilltu og mildu veðri þægilega á óvart. Einhverjir umhleypingar eru þó í kortunum. mynd SiGtryGGur Ari Á rið 1882 létust tæplega þús­ und manns í mislingafar­ aldri á Íslandi. Þar af voru um 650 undir fjögurra ára aldri. Um 1,3% þjóðarinnar létust á einu sumri, í einum faraldri eins smitsjúkdóms. Þessar hörmungar voru rifjaðar upp í Læknablaðinu í fyrra í til­ efni þess að í fyrsta skipti í átján ár greindist mislingatilvik á Íslandi. Um var að ræða óbólusett barn sem smitaðist erlendis. Í niðurstöðu greinarinnar í Læknablaðinu sagði: „Einnig þarf að hafa í huga að enginn núlifandi einstaklingur hefur upplif­ að mislinga í líkingu við mislingafar­ aldra 19. aldar. Alvarleiki sjúkdóms­ ins hefur því líklega fallið í gleymsku hjá mörgum. Því er mikilvægt að auka vitund almennings um sjúk­ dóminn því mögulegt er að margir haldi að um saklausan útbrotasjúk­ dóm sé að ræða og því óþarfi að bólusetja börn gegn honum.“ Í sömu grein var minnt á mikilvægi hjarð­ ónæmis og þá miklu hættu sem stafar af mislingum ef ekki er hægt að halda því nægilega háu. Stærsti sigur læknavísindanna Útrýming algengra smitsjúkdóma með bólusetningum er almennt talin einn stærsti sigur læknavísind­ anna á 20. öldinni. Enn er á meðal okkar fólk sem horfði upp á börnin sín deyja úr þessum sjúkdómum. En því fólki fer fækkandi. Við erum far­ in að gleyma hvers konar sjúkdómar þetta eru sem við sem höfum náð að tempra með svona glæsilegum hætti undanfarna áratugi. Og þegar maður gleymir því er hætt við að virðingin gagnvart hættunni minnki. Mikið óskaplega væri kaldhæðnislegt ef við, búandi við þennan lúxus sem fyrri kynslóðir nutu ekki, glopruð­ um niður árangrinum af því að við annaðhvort trúum ósönnuðum bull­ kenningum um einhverfu sem auka­ verkun bólusetninga eða hreinlega gleymum að láta bólusetja börnin okkar. Það er líka eitthvað kald­ hæðnislegt við að á sama tíma og við setjum talsverðan fjárstuðning í að bólusetja börn í þróunarríkjum sem búa ekki við sama lúxus og við séum við að líta á þessa þjónustu hér á landi svo sjálfsagða að við erum farin að vanvirða hana. Í vikunni flutti ég fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæð­ isflokksins tillögu í borgarstjórn um að gera að inntökuskilyrði í leikskóla Reykjavíkur að börn hefðu fengið lágmarksbólusetningar samkvæmt tilmælum landlæknis, eins og þekk­ ist víða um heim. Þeirri tillögu var hafnað. Í umræðu um tillöguna var talað um að í henni fælist mismunun. Gagnvart hópnum sem einfaldlega hefur trassað að láta bólusetja börn­ in væri þessi regla fyrst og fremst þörf áminning um að drífa í því áður en þau eru skráð á leikskóla. En það er rétt að í tillögunni felist mismunun gagnvart þeim foreldrum sem ekki vilja taka þátt í að bera sameigin­ lega ábyrgð á að stemma stigu við smitsjúkdómum. Hinir, sem axla þá sameiginlegu ábyrgð, myndu njóta sameiginlegrar þjónustu á kostnað skattgreiðenda, án takmarkana. Frelsið Í umræðunni var einnig talað um frelsi; að verið væri að skerða rétt for­ eldra til að taka ákvarðanir um vel­ ferð barna sinna. Um það er í fyrsta lagi að segja að frelsi eins má ekki ógna öðrum. Í öðru lagi má velta upp hvort hreinlega sé rétt að tala um sjálfsákvörðunarrétt fólks þegar þessir örfáu sem kjósa að láta ekki bólusetja börnin sín gera það í trausti þess að flestir aðrir geri það og verja með því óbólusettu börnin, svo lengi sem hjarðónæmið helst nógu hátt. Er rétturinn til sjálfsákvarðana um öryggi réttmætur þegar ákvörðun­ in er tekin í krafti þess að aðrir halda uppi öryggisstaðlinum? Ég er ekki sannfærð. Einnig má velta upp hvort við værum yfir höfuð að velta þess­ um meinta sjálfsákvörðunarrétti fyr­ ir okkur ef bólusetningar hefðu frá upphafi verið lagaskylda. Ég leyfi mér að efast um það. Ekki frekar en að við séum að velta fyrir okkur sjálfsákvörðunarrétti þess að öll börn verði samkvæmt lagaskyldu að fá grunnskólamenntun með sömu námsskránni. Þó að landlæknir hafi lýst áhyggj­ um undanfarið af ónógri þátttöku í bólusetningum í vissum aldurs­ hópum er ástandið á Íslandi enn­ þá viðunandi. En það er auðvelt að glopra árangrinum niður ef það ágerist að foreldrar kjósi að bólusetja ekki börnin sín. Það væri skelfilegt. Með því myndum við vanvirða nafn þeirra þúsund Íslendinga sem létust í mislingafaraldrinum fyrir rúmlega öld. Foreldrarnir sem misstu börn­ in sín hefðu gefið mikið fyrir frábært og ókeypis heilbrigðiskerfi sem hef­ ur nánast útrýmt skæðum smitsjúk­ dómum. Það minnsta sem við getum gert er að reyna að muna það og bera fyrir því virðingu – sameiginlega. n Fórnarlömb eigin árangurs? „Hinir, sem axla þá sameiginlegu ábyrgð, myndu njóta sameiginlegrar þjónustu á kostnað skattgreið- enda, án takmarkana. Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Kjallari 1 Sögð rekin úr World Class vegna „ósiðsam- legs athæfis“ Hjónunum Ósk Norðfjörð og Sveini Elíasi Elíassyni var, samkvæmt frétt sem birtist á vef Séð og heyrt, úthýst úr líkamsræktarstöð World Class í Laugum. Lesið: 60.438 2 Var kærður fyrir dólgs-læti í flugvél Alfreð Örn Clausen var handtekinn við komu sína til landsins frá Toronto í Kanada síðastliðið haust vegna óláta í flugvél Icelandair. Lesið: 31.641 3 „Ég var mjög hissa þegar hann sagði þeim að slökkva ekki á vélunum“ Jenny Bone, fertug bresk kona, segir að læknar hafi ráðlagt eiginmanni hennar að taka vélar sem héldu henni á lífi úr sambandi. Bone veiktist alvarlega af taugasjúk- dómi sem kenndur er við Guillain-Barre. Læknar gerðu alvarleg mistök við meðhöndlun Bone. Þeir fullyrtu við John Bone, eiginmann Jenny, að hún myndi ekki lifa af – einkennin væru það alvar- leg. Hún sýndi engin viðbrögð við áreiti og töldu læknar að hún væri heiladauð, sem hún var svo sannarlega ekki. Lesið: 33.472 4 Hlakkar til fæðingarinn-ar „Ég hef það bara ótrúlega fínt. Sá litli er hress og það er ótrúlegt hvað hann getur sparkað og hreyft sig þótt það sé næstum ekkert pláss fyrir hann. Hann er sko alveg tilbúinn til að koma í heiminn,“ segir Skagamærin Alma Dögg Torfadóttir, barnsmóðir knattspyrnukappans Garðars Gunn- laugssonar. Lesið: 23.463 5 Með tíu milljóna jeppa til einkanota Forstjóri Byggðastofnunar, sérstakur saksóknari og rektor Háskóla Íslands hafa bifreiðir til eigin afnota samkvæmt ráðningar- samningum. Örfáir ráðningarsamningar ríkisstarfsmanna bjóða upp á slíkt. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, ekur um á Toyota Land Crusier 150 GX, árgerð 2012, sem kostaði 10,2 milljónir króna þegar hann var keyptur. Lesið: 18.984 Mest lesið á DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.