Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 31
Helgarblað 20.–23. mars 2015 Umræða Stjórnmál 31
Vefuppboð
á myndlist
Opið virka daga 10 - 18,
laugard. 11 - 16,
sunnud. 14 - 16
Rauðarárstígur 12 - 14
sími 551-0400
www.myndlist.is
á listaverkum í allt að 36 mánuði
Vaxtalaus kaupleiga
14. - 25. mars
Jóhannes S. Kjarval
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað
Við leitum að
listaverkum
erum að taka á móti verkum á næsta
listmunauppboð sem fer fram í mars
Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist.
Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur,
Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og
Nínu Tryggvadóttur.
Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna,
Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving.
Áhugasamir geta haft samband
í síma 551-0400
vefuppboð
nr. 105
myndlist
lýkur 11. mars
Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist.
Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval,
Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B.
Þorláksson, Svav r Guðnason og Nínu Tryggvadóttur.
Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs
Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal
og Gunnlaugs Scheving.
Áhugasamir geta haft samband
í síma 551-0400
Erum að t ka á móti verkum
á næsta listmunauppboð
vitað munu þessi kláru svik fylgja
honum ævina á enda; í hvert sinn
sem spurt verður hvort honum sé
treystandi verður þetta tínt til. Svo
mun einhver spéfuglinn rifja upp
orðin „ákveðinn ómöguleiki“ og
hæðnishlátrar glymja um allt land.
Merkileg túlkun um
samþykktir Alþingis
Af hverju ætli ríkisstjórnin hafi lagt
mál fyrir Alþingi í fyrra sem hún
telur nú að þinginu komi ekkert
við? Hvað var hún að eyða löngu
karpi í slíkan óþarfa á síðasta ári?!
Bjarni Ben talar um málþóf – af
hverju spyr hann enginn hvort mál
allra ríkisstjórna fyrr og síðar, sem
fengu ekki afgreiðslu í þinginu, eða
þjóðþingum hvar sem er í heimin-
um, séu þá ekki sjálfkrafa nokkurs
konar lög? (Hafi kannski bara lent
í málþófi.) „Meirihlutinn ræður!“
Gunnar Bragi var með merki-
lega túlkun um samþykktir
Alþingis í útvarpsfréttum. Sagði að
það þing sem hafi ákveðið að sækja
um aðild að ESB sitji ekki lengur,
nú sé komið nýtt þing og því ekkert
að marka það sem hitt sagði.
Hér má rifja upp að í „vinstrist-
jórnum“ sem hér sátu bæði í lok
sjötta áratugar síðustu aldar og í
byrjun þess áttunda sátu ráðherr-
ar sem bæði vildu herinn burt og
Ísland úr Nató. Þótt mjög hæp-
ið sé að það hefði verið þing-
meirihluti fyrir slíku. Ef einhverj-
um ráherra hefði þá dottið í hug að
segja okkur úr Nató með einhliða
bréfi, og „í krafti ráðherravalds“
þá veit ég að hægriöflin, með
Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylk-
ingar, hefðu ekki sparað stóryrðin,
og hiklaust (og kannski með réttu )
talað um landráð. Ef sami ráðherra
hefði bætt því við, kæruleysislega,
að þetta málefni kæmi Alþingi ekk-
ert við, vegna þess að þingið frá
1949 sem samþykkti með þings-
ályktun aðild að Nató, sæti ekki
lengur og samþykktir þess fyrir
vikið að engu hafandi (og kannski
bætt við, eins og það væri smámál,
„að hann gæti ekki séð að það væri
neinn vilji hjá þinginu til að af-
greiða svona mál.“ GBS) þá hefðu
örugglega brotist út götuóeirðir,
jafnvel borgarastríð.
Falleinkunn í stíl
Íslenskukennararnir mínir í
menntó, meginsnillingar eins og
Brynjúlfur Sæmundsson og Aðal-
steinn Davíðsson, hefðu ekki gef-
ið mér mikið yfir falleinkunn fyrir
svona stíl:
„Eftir það var gengið frá mati
á umsóknarferli Íslands og málið
rætt ítarlega á Alþingi Íslendinga.
Framkvæmdastjórnin hefur sagt
upp samningum um IPA-verkefni.
Nýlega höfðu Ísland og ESB með
sér samráð um stöðu mála í að-
ildarferlinu.
Með vísan til framangreinds
óskar ríkisstjórn Íslands eftir því
að skýra nánar fyrirætlanir sínar.
Ríkisstjórn Íslands hefur engin
áform um að hefja aðildarviðræð-
ur að nýju. Enn fremur yfirtekur
þessi nýja stefna hvers kyns skuld-
bindingar af hálfu fyrri ríkisstjórn-
ar í tengslum við aðildarviðræður.
Í ljósi framangreinds er það bjarg-
föst afstaða ríkisstjórnarinnar að
ekki skuli líta á Ísland sem um-
sóknarríki ESB og lítur hún svo á
að rétt sé að ESB lagi verklag sitt að
þessu.
Ítrekað er mikilvægi áfram-
haldandi náinna tengsla og sam-
starfs milli ESB og Íslands sem
byggjast einkum á EES-samningn-
um. Ríkisstjórnin einsetur sér að
viðhalda nánum tengslum óháð
hvers kyns þáttum tengdum að-
ildarmálum.“
Hið versta ógæfuspor
Margir menn vega og meta stöðu
Evrópumála, eða jafnvel heims-
mála allra, eins og þau líta út núna
í augnablikinu, og komast í fram-
haldinu að þeirri niðurstöðu að
„þeir telji að hagsmunum okkar
sé betur borgið utan Evrópusam-
bandsins en innan.“ Og vísa jafn-
vel til núverandi efnahagserfiðleika
í stöku löndum, eða í tímabundn-
ar sveiflur einstöku gjaldmiðla,
máli sínu til stuðnings. Þeir virðast
álíta að núverandi ástand mála sé
að mestu óbreytanlegt og óþarfi að
hugsa um það meir.
En hundrað ár eru skammur
tími í mannkynssögunni; sumir
einstaklingar lifa meira að segja
svo lengi. Lítum á þær breytingar
sem orðið hafa á ævidögum aldar-
gamals manns: Fyrir einni öld
breyttist allt, „veröld sem var“ 19.
aldar hrundi í Fyrra stríði. Svo
tóku við millistríðsárin, með glæ-
nýrri heimsmynd, eftir rússnesku
byltinguna, heimskreppu og upp-
gang nasismans í Evrópu. Svo
breyttist allt á ný í Seinni heims-
styrjöldinni. Og eftir það tóku við
glæný viðhorf Kalda stríðsins. Sem
svo gerbreyttist á ný fyrir aldar-
fjórðungi með hruni Járntjaldsins.
Og síðan hefur mikið breyst; Kína
er að verða voldugasta efnahags-
veldi heimsins, í Rússlandi eru við
völd menn sem skirrast ekki við að
beita hervaldi til að víkka út landa-
mæri sín.
Það má alveg virða það sjónar-
mið núverandi ríkisstjórnar að vilja
ekki ganga í ESB. En það sem þeir
eru að reyna að gera með „bréfi
utanríkisráðherra“ er að afstýra
því að Ísland muni geta í framtíð-
inni skipað sér í félag með Evrópu-
þjóðum sem hafa bundist samtök-
um um innbyrðis frið, lýðræði og
mannréttindi. Og það gæti reynst
okkur hið versta ógæfuspor.
Pistill Halldórs
Halldór Guðmundsson vinur
minn skrifaði eftirfarandi pistil, og
mér finnst ekki hægt að enda bet-
ur þessar hugleiðingar en að vitna
í hann í heild sinni:
Hugsjónin um Evrópu
„Þegar Frakkar og Þjóðverjar gerðu
með sér samkomulag kennt við kol
og stál árið 1952, og lögðu þar með
grunninn að því sem síðar varð
Evrópusambandið, hafði það vissu-
lega efnahagslega þýðingu, en þó
öðru fremur táknræna vikt. Tvívegis
höfðu átök þessara stórvelda álfunn-
ar ekki bara steypt henni, heldur líka
öðrum álfum í hildarleik heimsstyrj-
alda, eins og víða var minnst í fyrra
þegar öld var liðin frá upphafi fyrri
heimsstyrjaldar.
Sá djúpi hljómgrunnur sem hug-
myndin um sameinaða Evrópu hef-
ur átt hjá almenningi aðildarland-
anna á rætur að rekja til þessa stóra
skrefs í þágu friðar sem þarna var
stigið. Fjölmargir afleikir, skrifræði,
stórfyrir tækjaþjónkun og fleira af því
tagi hefur ekki máð út þessa hugsjón.
Íslendingar, sem eru alltaf jafn
sannfærðir um sakleysi sitt af 20.
öldinni spyrja sig alltaf sömu spurn-
ingar: hvað græðum við á Evrópu?
Svarið gæti alveg eins verið lítið
sem ekkert, við vitum það ekki.
Hinn efnahagslegi ávinningur er að
miklu leyti kominn fram nú þegar
og fólginn í EES-samningnum, sem
við höfum eins konar hugsunar-
lausa aðild að, enda ver Alþingi ótal
stundum í að samþykkja tilskipan-
ir sem fylgja þeim samningi og sem
það hefur engin áhrif á. Frá mínum
bæjardyrum ættum við frekar að
spyrja okkur: hvað getum við lagt af
mörkum? Til hugmyndarinnar um
sameinaða Evrópu og þeirrar merku
hugsjónar um frið og gagnkvæma
velvild sem þar býr að baki. Þar eig-
um við heima, og þar eigum við að
leggja okkar lóð á vogarskálar lýð-
ræðis, mannréttinda og friðar þótt
enginn geti sagt með vissu hvernig
sambandinu reiði af.
Við kaupum okkur ekki tryggingu
fyrir sögunni, ekki einu sinni með
því að viðra okkur upp við þau lönd
sem við veðjum á sem stórveldi
framtíðarinnar, Kína og Rússland,
með fullri virðingu fyrir þeim. En við
getum valið okkur stað, og við getum
valið okkur hugsjón.“ n
„Reykjavíkurbréf“
Davíð Oddsson
„Ritstjórn Morgun-
blaðsins hefur trúlega
verið höfð meira með
í ráðum en Bjarni Ben,
formaður Sjálfstæðis-
flokksins.“ MynD DV
Halldór Guðmundsson
„Mér finnst ekki hægt að enda betur þessar
hugleiðingar en að vitna í hann.“