Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 44
44 Lífsstíll Helgarblað 20.–23. mars 2015 Heill heimur af pylsum! Hrísateig 47 Pylsur á pönnuna en einnig úrvals skinkur og álegg á veisluborðið að ógleymdri svínasultunni, beikoninu og ýmsu öðru góðgæti. Gæðapylsur og skinkur án allra auka- og fylliefna og án MSG. Framleiddar eftir uppskriftum frá öllum heimshornum. Íslenskt kjöt – íslensk framleiðsla! PIPA R\TBW A • SÍA UPPFYLLIR SKILYRÐI NÁLARAUGANS Paleo GABS SCD Ý r Þrastardóttir kynnti hönnun sína, Another Creation, á RIFF. Ýr hannar ekki bara fallegan fatnað heldur hefur hver flík meira en einn notkunarmöguleika. Við hönnunina þarf Ýr því að hugsa út fyrir hefðbundinn kassa fata- hönnuðarins. Þegar Ýr er beðin um að lýsa hönnun sinni í einni setningu seg- ir hún snöggt, skýrt og skorinort. „Hönnunin er blanda af klassík og kvenleika með djörfu ívafi.“ Ýr veit hvað hún vill sjá í flíkinni áður en hún verður til. „Ég er að vinna með þetta klassíska eins og til dæmis alveg svartan kjól, sem með lítilli fyr- irhöfn er hægt að snúa við og er hann þá mynstraður á hinni hliðinni og mun djarfari. Sama á við um jakkana, þeir eru í grunninn klassískir, en geta verið skemmtilega flippaðir ef maður setur öðruvísi ermar, nýjan kraga eða hettu á grunninn.“ Með þessum hætti verður hver flík áskorun fyrir Ýri en þá einna helst frágangurinn. „Oft er frágangur- inn vandasamur og þá helst að láta festingarnar í flíkunum líta vel út báð- um megin, fela rennilása og svo fram- vegis, svo það sjáist ekki að flíkin hafi þann eiginleika að vera margbreyti- leg. Það er mikil áskorun.“ Þá er forvitnilegt að vita hvernig hönnuðurinn hugsar við gerð fatnað- ar sem fyrirfram er ákveðið að eigi að virka á marga vegu. Hvernig fer slíkt ferli fram? „Í rauninni hanna ég grunnflíkina fyrst og klóra mér svo í hausnum þar til ég finn lausn á því hvernig hægt sé að breyta henni á auðveldan og þægi- legan máta. Stundum er það mikið ve- sen en oftast ótrúlega gaman, sérstak- lega þegar hlutirnir ganga upp.“ n Klóra mér í hausnum þar til ég finn lausnina Blanda af klassík og kvenleika með djörfu ívafi Hver flík áskorun Ýr veit hvað hún vill sjá í hverri flík. Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir utfyrirkassann@gmail.com K ristín Ýr Gunnarsdóttir blaðakona eignaðist sína þriðju dóttur, Freydísi, síðla árs 2013. Freydís var mjög vansæl sem ungbarn og sýndi fljótt merki um að hún væri ekki að þroskast eðlilega. Krist- ín Ýr hefur gagnrýnt viðmótið sem mætti henni á fyrstu stigum máls- ins en áhyggjur hennar voru ekki teknar alvarlega. Nýlega kom í ljós að Freydís er með litningagalla sem kallast Williams-heilkenni og út- skýrir það margt í áhyggjum móður hennar. Kristín Ýr þurfti að standa með móðurhjartanu og miðlar hér reynslunni af því að synda á móti straumnum til þess að fá þá aðstoð sem fjölskyldan þurfti. Efaðist um sig „Heilsugæslan á að hjálpa manni í svona málum en við fengum ekki nægilega góðan stuðning þar. Okk- ur var sagt að þetta myndi koma með tímanum og þolinmæði. Freydís átti það til að verða blá og ég lenti í því að rífa hana upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Ég upplifði þetta sem mikið áfall en þegar ég ræddi þetta var strax farið að reyna að lækna mig og minn kvíða í staðinn fyrir að skoða líffræðileg veikindi dóttur minnar.“ Kristín Ýr sneri heim aftur úr ungbarnaeftirliti í þeirri trú að það væri allt í góðu. Seinna lærði hún að blámann má rekja til heilkennis- ins þar sem æðarnar sjást betur hjá börnum með Williams-heilkenni. Kristín segir að henni hafi verið far- ið að líða mjög illa, efast um sjálfa sig og hélt á tímum að hún væri að missa vitið vegna þess að hún taldi þetta ekki vera eðlilegt. Púslaði niðurstöðunni saman „Mér leið eins og ég væri geðveik og spurði mig stöðugt. Af hverju sé ég hana svona? og af hverju get ég ekki bara verið glöð og látið mér líða vel? Ég ákvað að leita mér að- stoðar utan heilsugæslunnar og fór til sálfræðings sem sagði mér að það missir enginn vitið bara allt í einu einn daginn. Það var rosalega gott að heyra það. Ég þurfti svo á því að halda. Ég þurfti á þessum tíma- punkti að heyra að ég væri ekki að vera galin heldur hafði ég áhyggjur af barninu mínu.“ Kristín segir að það sem hafi drifið hana áfram hafi verið sterk tilfinning í móðurhjartanu sem sagði henni að þetta ætti ekki að vera svona. Hún fór sjálf að leita til lækna utan heilsugæslunnar, leit- aði á einkastofu og púslaði þessu saman þar til niðurstaða lá fyrir. Við erum ekki öll í sama mengi „Við þetta ferli hef ég þurft að endurforrita á mér heilann og hugsa hlutina upp á nýtt. Þetta er áfall og sorg en ég hef lært svo mik- ið, til dæmis að standa með sjálfri mér, setja mörk og ætlast ekki til þess að aðrir viti hvernig mér líð- ur.“ Að lokum vill Kristín benda á að henni finnst Freydís hafa kennt sér að hugsa út fyrir kassann um ann- að fólk og flokka ekki alla inn í sama mengið. Hvort sem það er fatlað eða ófatlað. n „Ég hef þurft að endur- forrita á mér heilann“ Hlustaði á móður- hjartað Kristínu var farið að líða eins og hún væri geðveik því enginn vildi hlusta á áhyggjur hennar af dóttur sinni. Mynd HáKon daVíð Björnsson Kristín Ýr þurfti að hugsa hlutina upp á nýtt þegar dóttir hennar greindist með litningagalla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.