Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Page 53
Helgarblað 20.–23. mars 2015 Menning 53 Gagnslaus hönnun fyrir betri framtíð n Dunne & Raby hanna tilgangslausa hluti og gagnleg tól fyrir mögulegar framtíðir Okkur dreymir ekki í dag, við bara vonum Dunne og Raby álíta ekki bara að hönnunin geti varpað ljósi á vanda­ mál samtímans heldur geti þau hjálpað fólki að byrja að láta sig dreyma um annan heim – heim sem er betri og í grundvallaratriðum öðruvísi en sá sem við búum í í dag. „Ég er fæddur á sjöunda áratugn­ um og á myndum frá því ég var lít­ ill er ég oft í geimgalla með hjálm og geimbyssur – sama má segja um alla vini mína. Draumurinn um að brátt færum við í frí til tunglsins og mynd­ um jafnvel flytja þangað var alltu­ mlykjandi í mannlífinu. En þegar ég horfi á börn systur minnar í dag eru þau ekki að leika slíka drauma með leikföngum eða í þykjustuleikjum. Leikirnir virka þvert á móti eins og æfingar fyrir þau stöðluðu hlutverk sem þau munu þurfa að gangast upp í þegar þau fullorðnast.“ Fyrir Dunne snýst vandamálið ekki bara um minni áhuga á geim­ ferðum heldur hreinlega minni getu fólks til að láta sig dreyma um fram­ farir og breytingar. Útópísk hugsun var mjög áberandi í stjórnmálum á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar. Þá þóttu draumar um annars konar framtíðarríki raunhæfir, en í nýjustu bók sinni halda Dunne og Raby því fram að slíkir draumar hafi skroppið saman niður í hversdagslegar von­ ir. Jafnvel þeir sem vilja betri heim sætta sig við það að vona: vonast eftir því að hagvöxtur verði meiri á næsta ári, hlýnun jarðar verði að­ eins minni eða niðurskurðarhnífn­ um verði beitt örlítið minna á vel­ ferðarkerfið. Kannski er auðveldara að ímynda sér heimsendi en enda­ lok kapítalismans. „Ég held að þegar draumurinn um kommún­ isma hrundi hafi allt orðið svolítið einsleitara. Raunveruleikinn varð einvíður á ný – það var bara ein raunhæf leið,“ segir Dunne. Ímyndunaraflið víkkað út Dunne segir að í seinni tíð snúist hönnun þeirra hjóna þannig ekki bara um að nota „gagnslausa“ hluti sem vekja fólk til umhugsunar um, eða gagnrýna, núverandi samfélag heldur reyni þau að sýna að mögu­ legt sé að ímynda sér annars kon­ ar framtíð og ýta samfélaginu í þá átt sem manni hugnast. Í samstarfi við fræðimenn úr ýmsum fögum og sérfræðinga í tækni og tækni­ þróun beita þau „spáhönnun“ (en. Speculative design) til að leita að öðrum möguleikum andspænis nú­ verandi samfélagsgerð og hanna hluti sem víkka út ímyndunarafl fólks um hvernig heimurinn gæti verið. Eitt slíkt verkefni sem þau hafa fengist við er hönnunarverk­ efnið Bresku smáveldin sem Dunne kynnti á fyrirlestri sínum á Hönnunarmars. Þar hafa Dunne og Raby hannað sjálfkeyrandi bíla í anda þeirra farartækja sem Google er að þróa um þessar mundir, bíl­ arnir eru hins vegar ekki gerðir fyrir okkar samtíma heldur fjögur ímynduð framtíðarsamfélög á Bret­ landseyjum, staðsett á ólíkum ásum hins pólitíska litrófs, frá vinstri og til hægri og niður frá alræði til algjörs frjálsræðis. Þau gáfu hinum ímynd­ uðu þjóðum nöfn út frá þeim eigin­ leikum sem þau töldu myndu ríkja í samfélögum þeirra: stafræningar (en. Digitarians), anarkó­þróunar­ sinnar, kjarnorkukommúnistar og frjálslyndir náttúrusinnar. Hinir fjóru sjálfkeyrandi bílar eru hannaðir úr efnum sem henta lífs­ gildum hvers samfélags og notk­ un þeirra byggist á hagskipulaginu. Bílar hinna frjálslyndu náttúru­ sinna eru gerðir úr lífrænum efn­ um og innblásin af líkamsbyggingu lífvera. Samfélag kjarnorkukomm­ únistanna er í heild sinni staðsett á risastórri kjarnorkuknúinni lest sem lítur út eins og landslag og keyrir stanslaust um landið. Anarkó­þró­ unarsinnarnir ferðast um á hjólum, líkamskraftur og vindaflið knýja tæki þeirra áfram. Í samfélagi staf­ ræninganna eru bílarnir og all­ ir vegir í eigu stjórfyrirtækja, íbúar geta keypt sér pláss á vegum eins og við kaupum aðgang að símakerf­ um í dag – þar geta ríkari notendur keypt sér aukin fríðindi eins og for­ gang á háannatímum. Hönnun fyrir mögulega framtíð Tilgangurinn með þessari spá­ hönnun (en. speculative design) er ekki að finna einfaldar lausnir við vandamálum samtímans eða þróa fullkomna framtíðarsýn heldur ein­ faldlega sýna að samfélagsgerðin, þrár okkar og langanir eru ekki meitlaðar í stein. „Iðnaðurinn spáir fyrir um fram­ tíð tækninnar í samstarfi við ríkis­ stjórnir, ræða um lög og reglugerð­ ir sem ætti að koma í gegn. Þessu tekur almenningur við án nokkurra viðbragða – við tökum einfaldlega við þeim sjálfkeyrandi bílum sem okkur er rétt. Við viljum aftur á móti nota vald hönnunarinnar til að móta framtíðina óháð hagsmunum iðnaðarins. Við viljum taka hönd­ um saman með venjulegu fólki, segja: „Sjáðu, það er önnur framtíð sem við gætum öðlast, sjálfkeyrandi bíll getur verið annars konar hlutur“ og þá getum við rætt málið. Margir spyrja okkur, hvað á svo að gerast næst? En fyrir okkur snýst þetta fyrst og fremst um að sá því fræi í huga fólks að hlutirnir gætu verið öðru­ vísi en í hinum fjöldaframleidda heimi. Stjórnmálamenn geta komið með stóru svörin en við viljum vera eins og hvatar sem flýta fyrir efna­ hvörfum og taka þátt í að móta mörg ólík svör.“ n Vinstri Hægri Frjálsræði (Libertarian) · Frjálslyndir náttursinnar (Bioliberals) · Kjarnorkukommúnistar (Communo-nuclearists) · Stafræningar (Digitarians) · Stjórnlausir þróunarsinnar (Anarcho-evolutionists) Alræði (Authoritarian) Vörn gegn útvarpsbylgjum Tilgangur þessarar vöru frá Dunne og Raby er að gefa fólki þá tilfinningu að það sé varið frá hinum ýmsu ósýnilegu bylgjum í andrúmsloftinu. Hluturinn gerir hins vegar ekkert gagn. Lyfleysuverk- efnið Borðið nem- ur bylgjur símans og dauft ljós í glerinu blikkar þegar hann hringir. Gagnslaus vélmenni Í Tæknidraumaröðinni (en. Technological Dream Series) þróuðu Dunne og Raby nokkur vélmenni með sérstaka eigin- leika, tilhneigingar en enga virkni sem gagnast okkur á beinan hátt í dag. „Frekar en að ein- beita sér að því að breyta efnisheiminum snýst þetta um að breyta viðhorfum, skoðunum, gildum og hugmyndum. „Við viljum nota vald hönnunarinn- ar til að móta framtíðina óháð hagsmunum iðnað- arins Bresku smáveldin Hvert smáveldi var staðsett á ákveðnum stað á pólitíska litrófinu og sjálfkeyrandi farartæki hannað í takt við lífsgildi íbúanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.