Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 60
Helgarblað 20.–23. mars 201560 Fólk Engin Tom Hanks Shailene Woodley hatar orð eins og „frægð“ og „stjörnur“. „Ef maður er ekki Tom Hanks er óþarfi að nota þessi orð um mann sjálfan. Svo er líka fárán- legt að því frægari og ríkari sem maður verður því líklegra er að maður fái meira ókeypis.“ Stjörnur sem hata frægðina Gætir þú ímyndað þér að hafa ljósmyndara á hælum þínum hvert sem þú ferð? Eða öskrandi aðdáendur þegar þú bregður þér út á götu? Hljómar dásamlega ekki satt? Eða hvað? Þessar stjörnur segja frægðina allt annað en skemmtilega. Takmarkað líf George Clooney segist sakna þess að geta gengið um Central Park. „Sannleikurinn er sá að maður reynir af öllum mætti að slá í gegn, ekki vegna frægðarinnar heldur vegna tækifæranna sem hún færir. Þegar maður nær takmarkinu kippir raunveruleik- inn undan manni fótunum og maður festist í þessum heimi takmarkana. Það er gjaldið fyrir frægðina.“ Með bakþanka Chris Evans viðurkennir að hafa dreymt um að verða frægur. „En núna þegar ég hef náð þetta langt held ég að þessi staður sé betri en toppurinn. Maður hættir ekkert við ef maður slær í gegn. Þegar mað- ur er orðinn Brad Pitt getur maður ekki hætt að vera Brad Pitt.“ Langar að meiða Daniel Craig segir líf sitt hafa tekið stakka- skiptum eftir Casino Royale. „Fólk myndar mig alls staðar; þegar ég er heima að borða. Mig langar oft að meiða einhvern.“ Eins og einelti Í viðtali við Esquire árið 2013 líkti Megan Fox frægðinni við einelti. „Þetta er eins og vera stanslaust lagður í einelti af milljónum manna.“ Afneitaði frægðinni Shia LaBeouf tilkynnti á Twitter í fyrra að hann hefði afneitað frægðinni. Stuttu seinna mætti hann á rauða dregilinn með poka á hausnum sem á stóð „ÉG ER EKKI LENGUR FRÆGUR“. Eins og flóttamaður Johnny Depp líkir frægðinni við líf flóttamanns. „Það þarf allt að stjórnast af herkænsku; hvernig maður kemst á hótelið, hvernig maður kemst af hótelinu, hvernig maður kemst á veitingastaðinn, hvernig maður kemst af veitingastaðnum.“ Þunglyndi fylgdi frægð Ef Robert Pattinson fengi að ráða væri hann ekki frægur. Í viðtali við franskt tímarit árið 2012 sagði leikarinn frá því að hann hafi orðið þunglyndur eftir að hafa slegið í gegn sem Edward Cullen í Twilight Saga. „Ég datt niður í þunglyndi milli 23 ára og 25 ára aldurs. Mér fannst ég ekki geta farið út úr húsi og var í slúðurblöðunum á hverjum degi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.