Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir V iðskiptavinir Sparisjóðs Vestmannaeyja (SV) tóku á fjórða hundrað milljóna króna út úr sjóðnum fimmtudaginn síðasta og álíka mikið daginn eftir. Einn stór innstæðueigandi tók út um þriðjung þeirrar heildarfjárhæðar. Áhlaupið nam því tæpum 700 milljónum króna og hófst á fimmtudeginum þegar við­ skiptavinirnir hófu að taka út reiðu­ fé í auknum mæli eða færa innlán sín í sparisjóðnum til annarra innláns­ stofnana. Engar vísbendingar eru um að viðskiptavinir SV hafi heyrt af slæmri stöðu hans fyrr en á fimmtu­ dag. Þetta segja Þorbjörg Inga Jóns­ dóttir, fráfarandi stjórnarformaður SV, og Vilhjálmur Egilsson, fráfarandi varaformaður. „Þetta voru á fjórða hundrað millj­ ónir hvorn daginn um sig og þetta hófst eftir að Morgunblaðið greindi frá stöðu sjóðsins. Dagana áður höfð­ um við verið að leita að fjárfestum og þurftum að tala við fullt af fólki vegna þess. Það var alltaf vitað að á ein­ hverjum tímapunkti færi þetta í fjöl­ miðla. Þá var ekki um neitt annað að ræða en að segja satt og rétt frá stöð­ unni,“ segir Vilhjálmur. „Hófstillt viðbrögð“ Ljóst er að áhlaupið rýrði laust fé sjóðsins um helming en samkvæmt tilkynningu Fjármálaeftirlitsins (FME) tókst stjórnendum hans ekki að tryggja aðgang að lausu fé sem hefði getað mætt áframhaldandi útflæði af sömu stærðargráðu. Áhlaupið átti því þátt í ákvörðun FME um að heimila í gær samruna Lands­ bankans og SV. Með samrunanum tók Landsbankinn yfir allar eignir og skuldir sjóðsins. „Mér þóttu viðbrögð almennra innstæðueigenda vera hófstillt en það var þarna einn stór aðili, sem átti um þriðjung þeirrar upphæðar sem tekin var út, sem hefði í rauninni ekki þurft að taka peningana sína út. Okkur í stjórninni fannst ómaklegt að hann skyldi gera það,“ segir Vilhjálm­ ur. Hann og Þorbjörg vildu ekki upp­ lýsa hvaða viðskiptavin um ræðir. Vilhjálmur segir stjórn SV hafa upplýst FME þann 19. mars síð­ astliðinn um fyrstu vísbendingar rannsóknar sem ráðist var í undir lok síðasta árs á lánasafni sjóðsins. Rannsóknin leiddi á endanum í ljós að mikil verðrýrnun hafði orðið á út­ lánasafni SV en rýrnunin hefði á end­ anum getað leitt til gjaldþrots sjóðs­ ins. Í kjölfarið gaf FME stjórninni frest til 27. mars til að skila inn til­ lögum að ráðstöfunum sem hún ætl­ aði að grípa til svo eiginfjárgrunnur sjóðsins gæti aftur fullnægt 14,7 pró­ senta eiginfjárkröfu FME. Daginn áður en fresturinn rann út, sama dag og áhlaupið hófst, sendi stjórn SV frá sér yfirlýsingu um að óvissa væri um endanlegt virði eignasafns sjóðsins og rekstrarhæfi hans. „Ég held að fréttir af stöðu sjóðs­ ins hafi valdið þessu áhlaupi. Það er auðvitað skiljanlegt þegar svona stutt er liðið frá 2008 að fólk fari í allan var­ úðargírinn þegar það heyrir eitthvað sem heitir slitastjórn eða skilanefnd eða eitthvað slíkt. Stjórn sjóðsins hefði viljað betri tíma með sínum stofnfjáreigendum til að endurfjár­ magna hann því það var svo sem að ganga ágætlega,“ segir Þorbjörg. Allt fór í að slökkva eldinn Að sögn Vilhjálms var ráðist í rann­ sókn á útlánasafni SV eftir að fréttir bárust í fyrra af athugun á lánasafni Sparisjóðs Bolungarvíkur (SB) sem leiddi í ljós að lánasafn SB var veru­ lega laskað. Rannsókn SV leiddi meðal annars í ljós að lánasafn spari­ sjóðsins á Selfossi, þar sem sjóðurinn rak starfsstöð, hafði verið ofmetið. Pétri Hjaltasyni, fyrrverandi úti­ bússtjóra SV á Selfossi, var sagt upp störfum í byrjun desember í fyrra, eins og DV hefur greint frá. Rúmum mánuði áður, um það leyti sem stjórn SV tók ákvörðun um að ráðast í rann­ sóknina, hafði Ólafur Elísson, fyrr­ verandi sparisjóðsstjóri SV, sagt starfi sínu lausu. „Það eru engin tengsl á milli þessara mannabreytinga og rann­ sóknar okkar. Hvað varðar Ólaf þá vorum við búin að pressa mikið á hagræðingu í rekstri sjóðsins og hann sá sér, að ég held, leik á borði að hag­ ræða í yfirstjórn sjóðsins með því að hætta sjálfur,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður hvort það standi til að kanna hvernig það kom til að útlána­ safn SV var svona ofmetið, segir Vil­ hjálmur að það sé eitthvað sem eigi eftir að koma í ljós. „Þegar það kemur upp eldur fer öll orkan í að slökkva eldinn. En svo þegar frá líður fara menn að skoða eldsupptök. Nú er ég ekki lengur í stjórn þannig að það verður að spyrja einhvern annan að því hvort þetta verði rannsakað frekar. Ég veit ekki annað en að lánasafnið á Selfossi var mjög veikt. Við fengum aldrei ráðrúm til að kanna eldsupptökin.“ n Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 H V Í T T S Ú K K U L A Ð I facebook.com/goa.is ENGU ÖÐRU EGGI LÍKT PÁSKARNIR ERU TÍMI FYRIR Svona verður páskaveðrið Samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við margbreytilegu veðri um páskana. Það verður kalt fram að páskum en þá hlýnar með til­ heyrandi slyddu og rigningu. Á föstudaginn langa og laugardag má búast við allhvassri suðlægri átt, með vætu syðra. Úrkomulítið verður fyrir norðan. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á páskadag, sunnudag, eða suðvestanátt með rigningu eða slyddu. Hiti um og yfir frostmarki. Nánar má lesa um veðrið á síðu 73. Safnaðu þeim öllum! Nýir vinir bætast í hópinn Útgáfa DV um páskana Útgáfu DV um páskana verður þannig háttað að næsta tölu­ blað kemur út miðvikudaginn 8. apríl. Næsta blað þar á eftir, helgarblað, kemur út föstu­ daginn 10. apríl. Öflug frétta­ þjónusta verður venju sam­ kvæmt á dv.is yfir páskana. Einn viðskiptavinur tók út um 230 milljónir „Ómaklegt“ segir fráfarandi varaformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja„Við fengum aldrei ráðrúm til að kanna eldsupptökin. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Sameinaðist Landsbankanum Samruni Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans tók gildi í gær. Mynd EyjAfréttir Varaformaðurinn fráfarandi Vilhjálmur Egilsson segir stjórnina hafa tekið ákvörðun um að hefja rannsókn á útlánasafni SV. Þorbjörg inga jónsdóttir Fráfarandi stjórnarformaður SV segir stjórn sjóðsins hafa viljað fá lengri tíma. Gripinn á ofsahraða Átta ökumenn hafa að undan­ förnu verið kærðir fyrir of hrað­ an akstur í umdæmi lögreglunn­ ar á Suðurnesjum. Sá sem ók hraðast mældist á 141 kílómetra hraða á klukkustund. Sá ók eft­ ir Reykjanesbraut þar sem há­ markshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hans bíður 130.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunkt­ ar í ökuferilsskrá. Þá óku nokkrir án öryggisbeltis, virtu ekki stöðv­ unarskyldu eða brutu umferðar­ lög með öðrum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.