Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Síða 19
Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Opið alla páskana Íslensk hönnun Þinn sófi sniðinn að þínum þörfum Lyon 4+2 Rín 2+tunga Ótrúlegt verð 99.900 kr. Verð áður 247.390 kr Mósel tunga+2 Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík Sími: 557 9510 | www.patti.is Torino tunga+4+H+2 Basel 2+H+2 Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-16 TILBOÐ Fréttir 19 Stríðið um skapabarmana n Lýtalæknar neita upplýsingagjöf n Ljósmæður og kvensjúkdómalæknar hafa áhyggjur n Ekki fegrunaraðgerð, segir lýtalæknir Áslaug Hauksdóttir hefur starfað sem ljósmóðir í 50 ár og hefur því séð fleiri píkur en margir. Hún segist aldrei á ferlinum hafa séð píku sem kona þarf að skammast sín fyrir. Umskurður olli óhug Árið 1994 dvaldi hún í Danmörku og starfaði sem ljósmóðir meðal annars fyrir konur frá Súdan. Þar er umskurður algeng- ur – snípur, innri barmar og ytri barmar eru skornir burt og saumað fyrir þannig að lítið gat er eina opið fyrir þvag og blæðingar. Þetta hafði mikil áhrif á Áslaugu og síðan þá hafa þessi mál verið henni hugleikin. Hvað hafa lýtalæknar að fela? „Lýtalæknar neita að skila inn gögnum til landlæknisembættisins, og ég velti óneitanlega fyrir mér hvað veldur og hvað þeir hafa að fela. Hvað er það varðandi fjölda og eðli aðgerðanna sem þolir ekki dagsins ljós?“ Síðustu ár hefur Áslaug aðallega unnið í mæðravernd innan heilsugæslunnar. „Konur segja ekki frá þessum aðgerðum þegar þær eru spurðar út í heilsufar. Þær skammast sín fyrir þær – þetta er svipað og ástatt var um brjóstaaðgerðir á árum áður. Núna eru brjóstaaðgerðir orðnar eðlilegar – við erum búin að tapa þeirri baráttu. Málflutningur lýtalækna hefur stundum alveg gengið fram af mér, sérstaklega þegar einn þeirra sagði vandamálið vera slíkt að konur gætu ekki setið. Ef svo er ástatt er konan nokkuð örugglega með æxli.“ Langtímaáhrifin óljós „Það vekur ugg að það veit enginn hvernig þessar konur verða þegar þær komast á breytingaaldurinn. Þá verður rýrnun á slímhúðinni vegna hormóna- breytinga. Lýtalæknar hljóta að hafa miklar áhyggjur af hvernig líðan þessara umskornu kvenna kemur til að verða á efri árum. Það eru engar rannsóknir til sem segja til um það.“ Aldrei séð píku sem kona þarf að skammast sín fyrir Áslaug Hauksdóttir á að baki 50 ára feril sem ljósmóðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.