Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Side 34
Páskablað 31. mars–7. apríl 201534 Fólk Viðtal Þ að sker sig úr, glaðlegt og geislandi andlit Diddúar, þegar blaðamaður lítur yfir sal kaffihússins þar sem við mæltum okkur mót. Persónu töfrar þessarar helstu söngdívu okkar Íslendinga fanga blaðamann strax í margra metra fjarlægð. Það er óhætt að segja að það fylgi henni jákvæð orka sem smitar út frá sér í umhverfið. Eftir að hafa heilsað hlýlega vindur Diddú sér beint í mál málanna. Undirbúing fyrir stórtónleika í tilefni sextugs­ afmælis hennar í haust. Þeir eiga hug hennar allan um þessar mundir. „Hjemmelavet frá A til Ö“ „Það stendur mikið til. Maður kemst ekkert hjá því að gera eitt­ hvað á svona stórum tímamót­ um. Ég tók ákvörðun fyrir ári síð­ an að gera eitthvað sjálf. Ekki láta aðra standa í skipulagningu fyrir mig,“ segir Diddú og hlær. „Ég vil hafa þetta „hjemmelavet“ frá A til Ö,“ bætir hún glottandi við með til­ heyrandi hreim og tilþrifum. Hún vill hafa þetta eftir sínu höfði og þá er best að taka hlutina sjálfur í eigin hendur. Tvíburadætur hennar eru svo sannarlega til halds og trausts við undirbúninginn. Þær hafa báð­ ar reynslu af skipulagningu og fram­ kvæmd viðburða og kunna því til verka. „Ég virkjaði þær til liðs við mig til að halda utan um þetta og þær hafa auðvitað fengið góð ráð frá Páli Óskari, frænda sínum.“ En þar á Diddú að sjálfsögðu við hinn eina sanna, sem er yngsti bróðir hennar. Í upphafi ætlaði hún að hafa tónleikana frekar smáa í sniðum – heimilislega og kósí – en þegar hún bar hugmyndina undir fólkið í kring­ um sig fannst því ekki annað koma til greina en að hún tæki Eldborg í Hörpu á leigu og gerði þetta með stæl. Að áeggjan annarra ákvað hún því að slá til og gera þetta að stór­ viðburði. Diddú er svo sannarlega ekki ókunn Hörpunni, enda hefur hún sungið þar ótal sinnum, meðal annars við opnunina á sínum tíma. „Nú er allt á útopnu við að hanna á mig kjólana. Í sambandi við efnis­ skrána er af ansi miklu að taka, ég er búin að vera syngjandi í fjörutíu ár. Ég var tvítug þegar ég gekk til liðs við Spilverk þjóðanna og þar með hófst ferill minn sem atvinnusöngkona,“ segir Diddú, en Spilverkið skipa þeir Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla Garðarsson. Ætlaði að verða hjúkrunarkona Diddú byrjaði að syngja löngu áður en hún slóst í hópinn með strák­ unum í Spilverkinu, enda kemur hún frá miklu tónlistarheimili þar sem allir, foreldrarnir og börnin sjö, sungu mikið. Ellefu ára gömul var hún farin að syngja í kór Melaskóla. Hún ætlaði sér þó aldrei að verða söngkona að atvinnu, allavega ekki þegar hún var barn og unglingur. Hún átti aðra drauma. „Ég ætlaði alltaf að verða hjúkrunarkona og vann inni á Kleppspítala frá þrettán ára aldri. Byrjaði í eldhúsinu og var svo sex sumur á ýmsum deildum til að öðlast reynslu í þessu vinnuum­ hverfi. Svo einhvern veginn, eins og gerist, þá leiddi eitt af öðru og ég endaði í söngnum.“ En þótt vel hafi gengið hjá henni og verkefnin aldrei skort, þá hefur lífið með söngnum ekki bara verið lygn sjór. „Þetta hef­ ur auðvitað ekki verið dans á rósum alla tíð. Alls ekki. Ég hef þurft að takast á við miklar áskoranir. Þurft að klífa fjöll og vaða ár,“ segir hún hreinskilin. Undirbjó sig í heilt ár Diddú var 25 ára gömul þegar hún hóf nám í klassískum söng við Guildhall School of Music and Drama í London. Hún undirbjó sig í heilt ár fyrir inntökuprófin og bað kennarana að kenna sér það sem hún þurfti að kunna til að komast inn. Það hafðist og hún fékk inni í fjögurra ára nám við skólann. Það var mikil viðurkenning fyrir hana, enda um virtan skóla að ræða. Þrátt fyrir góðan undirbúning Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú eins og hún er alltaf kölluð, verður sextug 8. ágúst næstkomandi. Af því tilefni ætlar hún að blása til stórtónleika í Eldborgar- sal Hörpu 13. september. Hún á líka 40 ára söngafmæli á árinu og ætlar sér að fara yfir allan ferilinn með góðum gestum. Diddú er þakklát fyrir öll tækifærin sem hún hefur fengið í lífinu og er sátt við þá ákvörðun sem hún tók á sínum tíma – að snúa heim – í stað þess að reyna fyrir sér erlendis eftir krefjandi söngnám. Þrátt fyrir það hefur hún verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að syngja í öllum helstu tón- leikahöllum heims. Á tímabili var Diddú við það að gefast upp á náminu, enda háði heyrnarskerðing frá barnæsku henni mikið. Ekki bætti úr skák þegar hún missti al- farið heyrnina á öðru eyranu eftir aðgerð sem átti að bæta hana. En með jákvæðni og ótrúlegu jafnaðargeði að vopni tókst henni ætlunarverk sitt. Fer að hætta að syngja Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ég vildi ekki trúa þessu lengi framan af. Beið alltaf eftir því að þetta lag- aðist, en það gerðist aldrei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.