Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Síða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Síða 69
Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Súðarvogu r 3-5, reykj avík gluggagerd in@glugga gerdin.iS S: 5666630 / gluggager din.iS gamli glugginn úr nýji glugginn í Svo einfalt er það! Menning 57 Vatnið í nýju ljósi „Urban“ og klassískum dansi blandað saman í Vatninu sem sýnt er í Tjarnarbíói S ýningin á að höfða til fólks sem myndi annars ekki fara á danssýningar,“ segir Leif­ ur Eiríksson, einn aðstand­ enda Vatnsins sem sýnt er í Tjarnarbíói miðvikudaginn 1. apríl. „Þetta er mikið sjónarspil, þetta er dansverk sem styðst við skjá­ vörpun á dönsurunum. Vörpun­ in nær aftur á bakgrunninn og nið­ ur gólfið þannig að dansararnir eru settir inn í ákveðinn heim,“ segir Leifur, sem sér um tónlist og mynd­ rænan þátt verksins, en auk hans koma dansararnir Þóra Rós Guð­ bjartsdóttir og Nicholas Fishleigh að sýningunni. Þóra og Nick er lærð­ ir klassískir dansarar en hún hefur þar að auki fengist við hip­hop og hann breikdans. „Pælingin var að nota þessa nýju „urban“ dansstíla en setja þá í klassískan búning, og reyna að nota klassíska hluti til að þrýsta þessum dansformum áfram.“ Vilja miðla dansinum til breiðari hóps Eins og nafn sýningarinnar gef­ ur til kynna fæst hópurinn við ólík­ ar birtingarmyndir vatnsins: „allir sjónrænu þættirnir eru annaðhvort innblásnir af vatni eða beinlín­ is upptökur af einhverju sem hef­ ur með vatn að gera: ár, fossar, ský og fleira. Svo vinnum við með graf­ ík sem er líka ætlað að túlka vatnið, það er þá meira abstrakt en á um leið að styðja við dansinn. Það er smá saga, þráður eða framvinda í verk­ inu en við erum ekki með neinn sér­ stakan boðskap eða áróður, „drekktu meira vatn“, eða eitthvað þannig. Við vildum taka fyrir vatnið, hvernig það birtist allt í kringum okkur. Jafnvel þannig að fólk myndi upplifa það eða sjá það í nýju ljósi,“ segir Leifur. Hann segist vonast til að sýningin höfði til breiðari hóps en þeirra sem eru innvígðir í dansheiminn. „Það hefur svolítið loðað við dans­ sýningar að áhorfendur eru fyrst og fremst fólk sem hefur rosalega mikinn áhuga á dansi og sennilega dansarar sjálfir. En fólk utan þessa heims á oft erfitt með að tengja við danssýningar. Mig grunar að það sé oft vegna þess að fólki finnst óþægi­ legt að vita ekki hvað verið sé að segja – maður fattar ekki frásögnina. En með því að gefa fólki mjög skýrt samhengi þá er áhorfandinn kom­ inn með ramma til að lesa í hreyf­ ingarnar,“ segir Leifur. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Dansað um vatnið Vatnið er alltumlykjandi í lífi mannsins, jafnt í umhverfinu sem og inni í líkamanum sjálfum. Í Tjarnarbíói gera Nicolas, Þóra Rós og Leifur tilraun til að uppgötva nýja nánd við þennan vökva lífsins. „Með því að gefa fólki mjög skýrt samhengi þá er áhorfandinn kominn með ramma til að lesa í hreyfingarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.