Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Side 48
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201540 Fólk Viðtal Neitar að skammast sín S umir eru uppteknir af því að verða fullorðnir. Það hef­ ur aldrei verið neitt sérstakt takmark hjá mér að hætta að leika mér,“ segir tónlistar­ konan Ragnheiður Eiríks dóttir, sem margir þekkja sem Heiðu í Unun eða Heiðu í Hellvar en gengur í dag undir listamannsnafninu Heiðatrúbador. Ennþá unglingur Heiða er að fara að túra um landið og spila tónlistina sem hún hefur samið meðfram hljómsveitar stússinu. Hún segir nýja efnið fókusaðra en það sem hún hefur áður gert ein. „Kannski er ég ein af þeim sem er lengi ungling­ ur. Allavega finnst mér ég ennþá vera unglingur þótt ég sé komin með smá lífsreynslu og geti setið lengur á ein­ um stað en ekki flögrað um. Kannski er ég bara svona seinþroska. Það þarf ekkert að vera neikvætt né að þýða að ég sé greindarskert. Og kannski þroskast ég bara aldrei.“ Fátækir listamenn Heiða fæddist árið 1971 og ólst upp í Reykjavík til níu ára aldurs þegar for­ eldrar hennar fluttu til Keflavíkur þar sem hún bjó til tvítugs. Aftur flutti hún svo á Suðurnesin þegar hún og sambýlismaður hennar, Elvar Geir Sævarsson, komu sér þar fyrir þegar þau fluttu heim frá Berlín árið 2005. „Við vorum fátækir listamenn, höfð­ um ekki efni á leigunni í Reykjavík og seldum okkur þá hugmynd að í Keflavík væri stórkostlegt að vera. Þetta var þegar uppsveiflan var í gangi og leiguverð rauk upp úr öllu valdi. Við keyrðum á milli en svo fór bensínverðið að hækka og við vor­ um farin að tapa á þessu og fluttum í borgina. Ég var líka komin með nóg af því að keyra Reykjanesbrautina.“ Furðleg og listræn Hún lýsir áhyggjulausri æsku í Keflavík. „Ég naut lífsins við höfnina, klifrandi á síldartunnum. Þetta var hinn fullkomni draumur,“ seg­ ir Heiða en bætir við að lífið hafi breyst þegar hún komst á unglings­ aldurinn og íþróttir fóru að skipa stærri sess í lífi vinanna. „Hópurinn skiptist í fylkingar; íþróttafólkið og svo við hin. Ég hafði lítinn áhuga og enga hæfileika í íþróttum og fyrir vik­ ið var lítið í boði fyrir mig en ég fann mér bara eitthvað sjálf að gera. Eft­ ir á að hyggja var þetta tilvalið um­ hverfi fyrir ungan listamann að alast upp í. Ímyndunaraflið varð örugg­ lega sterkara fyrir vikið. Ég sat mest ein með vasadiskóið að hlusta á tón­ list, skrifa ljóð og spila á gítar. Ég var svona eins og skrítna stelpan í Break­ fast Club; ótrúlega furðuleg og áreið­ anlega mjög listræn þótt ég vissi það ekki þá. Samt var ég aldrei einmana. Ég elskaði tónlist og þá er ekki hægt að vera einmana.“ Einbirni og algjör mús Heiða, sem er einbirni, segir mikla tónlist í fjölskyldunni. „Mamma og pabbi eignuðust mig ung og voru hippar. Hann spilaði á gítar og mamma söng og þau hlustuðu mik­ ið á tónlist. Það var alltaf plata á fón­ inum. Æskan snerist um Bítlana, Led Zeppelin og Janis Joplin. Þetta var frábært,“ segir hún en viðurkenn­ ir að hafa á tímabili langað að eign­ ast systkini. „Ég hef alltaf lesið mikið og þegar ég var lítil las ég allar þess­ ar bækur eins og Börnin í Ólátagarði, Línu langsokk, Ævintýra­ og Fimm­ bækurnar. Þessar bækur fjalla ekki bara um vinahópa heldur systkin og lýsa fjörugum heimilum. Þar var ekki sagt frá þegar systkini rífast og slást svo sýn mín var skert enda hætti ég fljótlega að hugsa um systkini. Ég var einfari og held að ég hafi verið algjör mús. Allavega var ég aldrei með læti í skólanum. Kannski vegna þess að ég var einbirni og hafði engan til að hanga með ef allt klikkaði. Ég varð að vera varkár svo ég hefði örugglega einhvern til að leika mér við.“ Leiðast hefðir Heiða og Elvar hafa verið saman í rúm 15 ár og eiga soninn Oliver. „Við Elvar kynntumst á Gamla Garði. Við vorum bæði að bera dótið okkar inn ásamt fleirum þegar ég sá að hann var með gítar. Svo kom í ljós að hann var líka í heimspeki og hafði þegar tekið eftir mér í tímum. Örlögin stilltu okkur saman. Við vorum bestu vinir Tónlistarkonan Ragnheiður Eiríksdóttir er líklega best þekkt sem Heiða í Unun en gengur núna undir listamannsnafninu Heiðatrúbador. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Heiðu um tón- listina sem hún lifir fyrir, æskuna í Keflavík, unglings- árin sem hún varði að mestu ein, álit annarra sem hún kærir sig kollótta um, ástina sem hún fann í heimspekinni og þunglyndið sem hún vann bug á. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Ég er með kirkjufóbíu og finnst mjög leiðinlegt að mæta í brúðkaup annarra Stundum í tísku Heiða segist detta inn og út úr tísku. Mynd SIgtryggur ArI Ennþá unglingur Heiða stefnir á að verða 110 ára. Mynd SIgtryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.