Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 11
SIGURJÓN BJÖRNSSON
GUÐRÚNFRÁLUNDI
og sögur hennar
I. Inngangur
Stundum gerast ævintýri í heimi bók-
menntanna ekki síður en annars stað-
ar. Þau eru að vísu sjaldgæf eins og
önnur ævintýri. En þau sjaldgæf-
ustu eru sjálfsagt eftirminnilegust.
Eitt slíkt furðulegt bókmenntaævin-
týri hefur gerst á Islandi. Arið 1946
kemur fram á ritvöllinn nýr rithöf-
undur, sem kallar sig Guðrúnu frá
Lundi. Engir — eða þá mjög fáir — vita
hver hún er, en bók hennar, Dalalíf,
nær strax fádæma vinsældum.
Þegar farið er að grennslast eftir
hver þessi Guðrún er, kemur í ljós
að hún er tæplega sextug húsfreyja
á Sauðárkróki, fyrrum bóndakona á
Mallandi utarlega á Skaga. Ekki var
vitað til, að þessi alþýðukona fengist
við skriftir og nágranna hennar rak í
rogastans. Og það var ekki þessi eina
bók, sem kom út og gerði hana þjóð-
fræga. Allt til ársins 1973 var það
næstum árviss viðburður, að bók
kæmi frá Guðrúnu frá Lundi. Um
langt árabil var hún metsöluhöfundur
og mest lesni höfundur í bókasöfnum
landsins.
Hver var þessi mikilvirki höfund-
ur, sem sendi frá sér 27 bækur frá
1946 til 1973, frá því að hún var 59
ára og til 86 ára aldurs? Og hvers
konar sögur voru þetta?
II. Uppruni og ceviferill
Guðrún Árnadóttir var fædd í
Lundi í Stíflu í Austur-Fljótum 3.
júní árið 1887. Foreldrar hennar
voru fátæk en bjargálna bændahjón.
Börn þeirra voru tólf, svo að margir
voru munnarnir að fæða. Guðrún var
fjórða elst. Þau Árni Magnússon og
Baldvina Ásgrímsdóttir voru bæði
miklar elju- og dugnaðarmanneskjur.
Til þess var tekið hversu Baldvina var
skerpumikil og skapföst búkona.
Árni var vinnusamur og góður sjó-
sóknari, en jafnframt einkar bók-
hneigður maður og átti talsvert af
bókum. Hann las fýrir börn sín á kvöld-
in og sagði þeim sögur. Guðrún ólst
því upp við talsverðan bókakost og
frásagnarlist. Hún var með vissu hand-
gengin íslendingasögum og vafalaust
hefur hún þekkt vel, bæði þá og þeg-
ar hún fullorðnaðist, bækur Jóns
Mýrdals, Jóhanns Magnúsar Bjarna-
7