Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 13
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
Ytra-Malland á Skaga. Guðrún og Jón Þorfinnsson bjuggu í Valabjörgum á Skörðum
1915—1922 og á Ytra-Mallandi 1922—1930 og aftur 1932—1938. Húsakynni eins og
sjást á myndunum eru híbýli flestra persóna Guðrúnar i sögum hennar.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
dalur talist nein vildarjörð. Þaðan
flytja þau að Valabjörgum á Skörðum
og bjuggu þar í sjö ár (1915-1922).
Valabjörg er afskekkt fjallajörð, uppi
á Vatnsskarðinu. Það er rýrðarkot,
enda löngu komið í eyði. En frá Vala-
björgum var svo haldið norður á
Skaga, á æskuslóðir Guðrúnar. Þau
bjuggu á Ytra-Mallandi frá 1922—1930
og aftur 1932-1938. Árin 1930-1932
voru þau í Neðra-Nesi, næsta bæ norð-
an Mallands. Búskap hættu þau hjón
árið 1938 og fluttu til Sauðárkróks.
Þar byggði Jón þeim hjónum lítið hús
og hann stundaði smíðar. Jón lést árið
1960, en Guðrún 22. ágúst 1975, 88
ára gömul. Þrjú urðu börn þeirra, tveir
synir og ein dóttir.
I Skagfirskum ceviskrám 1910—1950,
(II, 188. bls.) er Guðrúnu lýst með
þessum orðum: „Guðrún var hæglát
kona og laus við framhleypni. Of-
metnaður á ritvellinum var henni víðs
fjarri. Hún var heimakær, sískrifandi
eins og vænta mátti, en hafði nægan
tíma, er gesti bar að garði og var
ævinlega með „heitt á könnunni" líkt
og ýmsar af sögupersónum hennar“.
Guðrún mun hafa farið að setja
saman sögur strax upp úr fermingu,
en fór hljótt með þá iðju. En þegar
hún fór að búa og sjá um heimili
og börn, mun hún hafa brennt öll
söguskrif sín nema Dalalíf eða drög að
þeirri miklu sögu. Eitthvað mun hún
hafa skrifað á Mallandi, a. m. k. er
sagt, að hún hafi setið við skriftir í
búrinu, en verið fljót að fela skriffæri
sín, þegar hún varð vör við umgang.
En eftir að hún kom inn á Krók gafst
meiri tími og næði til skrifta, enda öll
börnin þá uppkomin og kannski
rýmra við eldhúsborðið en í búrinu í
gamla torfbænum á Mallandi.
Eins og áður segir kom fyrsta bók
Guðrúnar út árið 1946, og síðan var
árviss viðburður að frá henni kæmi
bók. Eg tel næstum óhugsandi að öll
þessi kynstur af lesmáli hafi að öllu
leyti verið frumsamin jafnóðum.
9